Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleikur 185 Op. 20, 10. Hér er talað um djöfulinn, og sagt, að honum verði kastað í dikið elds og brennisteins, og þar muni hann „kvalinn verða dag og nótt um „aldir alda“ eða eins og stendur í dönsku biblíuþýðingunni, „um eilífðir eilífðanna". En með því að lesa á öðrum stöðum í Biblíunni um afdrif Satans keniur það mjög berlega fram, að einnig hér á orðið „eilifð“ við takmarkaöan tíma. Iljá spámanninum Esekiel (28. kap.) er þannig góð lýsing á falli hins mikla engils og endanlegum afdrifum bans. Þar er sagt, að eldur muni eyða lionum og liann verða að ösku á jörðunni. 18. vers. Til enn frekari áherzlu stendur í næsta versi, að hann muni „eilíf- lega hverfa“. Þegar Satan er „eilíflega horfinn“ er þó naum- ast hægt að imynda sér annað en að kvöl hans og þraut sé á enda! Eilífur eldur. í Matt. 25, 41 lesum vér, að þeir, sem bölv- aðir eru, eigi að fara í „eilifa eldinn". Eilífur eldur er ekki eldur, er muni brenna óendanlega og aldrei eyða hráð sinni. Þetta kemur mjög greinilega fram í eftirfarandi dæmurn úr Biblíunni um eilifan eld. Lcs. Júd. 7; 2. Pét. 2, 6. Júdas seg- ir, að Sódóma og Gómorra séu „sem dæmi, líðandi hegning eilífs eld“. Eins og allir vita, eru Sódóma og Gómorra fyrir löngu liðnar undir lok, og þar með lika sá eldur slokknað- ur, sem eyddi hinum alræmdu borgum. í 2. Pét. 2, 6 stendur, að borgirnar Sódóma og Gómorra liafi verið brenndar til ösku, og settar li! viðvörunar þeim, „er síðar lifðu óguð- lega“. Sá eilífi eldur, er óguðlegir verða brenndir í, er þann- ig sama eðlis og sá eilífi eldur, sem brenndi upp Sódómu og Gómorru. Eldurinn vinnur sitt verk, gerir bráð sina að engu, og deyr svo út, þegar ekki er meira, sem brunnið

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.