Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 7

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 7
Ljós og Sannleikur 187 Og til þess að gera þessa líkingu enn fullkomnari, bætir Jes- ús við, að ormur þeirra muni ekki deyja. I því sem eldurinn í Gehenna náði ekki til, kviknaði ormur og eyddi því, og allt varð að engu. Þetta er þvi líking algerðrar tortímingar og eyðingar, ekkert annað. Jes. 66, 24. Eilifar kvalir. Matt. 25, 46: „Og þessir skulu fara lil eilífr- ar refsingar, (í eldri þýð. stendur „kvala“ i stað refsingar) en hinir réttlátu til eilífs lífs“. Sumir vilja ef til vill halda þvi fram, að fyrst orðið „eilifs" í þessu versi, beri að skilja „endalaust" fyrir hina réttlátu, hljóti það að hafa sömu jjýðingu fyrir hina vondu. Já, það getur vel verið; en orðið kolasis, sem í gömlu þýðingunni er þýtt „kvalir“, merkir samkvæmt orðabók Bergs: Hirting, refsing, ofanígjöf, en ekki kvalir. Með þvi að vér nú vitum, að refsing óguðlegra er ilauffi, er ekkert á móti þvi að skilja orðið „eilífur“ sem tálcnandi „endalaus“ á þessum stað; þvi að óguðlegir munu aldrei rísa upp frá hinum öðrum dauða, hann er endalaus. Annars stendur nú í nýjustu biblíuþýðingunum „refsing“ í staðinn fyrir „kvalir“, svo að þetta ætli að vera auðskilið mál. John Personne biskup ritar klerkastéttinni i Linköbing stifli meðal annars þetta: „Að mínu leyti vildi ég gjarnan setja hömlur á kenninguna um ástandið eftir dauðann, því að ég jáia það hreinskilnislega, að ég get ekki trúað kenn- ingunni um ævarandi vansælu, ég tel liana bæði óbiblíu- lega og heimskulega .... Ég lít svo á, að Lúterstrúarmenn á tuttugustu öldinni séu ekki skyldugir að trúa því, sem stendur i Ásborgar-trúarjátningunni uin eilífar kvalir — ef orðið „eilífur" eða „eilíft", er samkvæmt almennri mál-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.