Tíminn - 10.12.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 10.12.1991, Qupperneq 5
Þriðjudagur 10. desember 1991 Jólahandbókin 5 Ný spennusaga eftir Duncan Kyle Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja spennubók eftir Duncan Kyle, sem skrifaði meðal annars bókina Eftirfor- in, sem út kom á síðasta ári. Bækur hans hafa notið mikilla vinsælda hér- lendis sem annars staðar. Á bókarkápu segir m.a.: Lögfræðingi í Perth í Ástralíu barst í hendur erfðaskrá. Ung stúlka í Lond- on varð samkvæmt henni erfingi að búgarði mjög afskekkt í auðnum Ástralíu. Við fyrstu athugun virtist ekki eftir miklu að sækjast á þessum hrjóstruga og niðumídda stað. Lög- fræðingnum og hinum unga skjól- stæðingi hans voru brugguð banaráð. Þeim var hótað Iimlestingum og líf- láti ef þau reyndu að nálgast búgarð- inn. Banaráð er 207 bls. Hersteinn Pálsson íslenskaði. Kristján Jóhannsson gerði káputeikningu. Prentun og bókband er unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Meiri gauragangur Skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símonar- son Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Meiri gaura- gangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sagan er sjálfstætt famhald sögunnar Gauraganur sem kom út fyrir þremur árum. {kynningu FORLAGSINS segir: „Þeir sem hafa skemmt sér við lestur Gauragangs muna allir eftir Ormi Óðinssyni, ærslabelgnum orðheppna með skáldagrillumar. í þessari sögu er hann orðinn 17 ára, en síst af öllu stilltari en áður. 17 ára og aldrei kom- ið til útlanda. Algjör bæklun! Ormur er sjaldan að tvínóna við hlutina, hann hoppar upp í næstu flugvél til Kaupmannahafnar með Ranúr í far- angrinum. í Höfn mæta þeir stór- borgartöffurum og leðurgengi á öðru hverju götuhomi, og stúlkum á hinu hominu. Hvernig eiga grænjaxlar og framtíðarskáld að ráða við þessi ósköp? Ólafur Haukur Símonarson kann flestum skáldum betur að skrifa fyrir unglinga. Hér er slegið á margvíslega strengi. Að baki ærslum og ævintýr- um býr djúp alvara, því veruleiki lífs- ins er líkast til allt annað en grín." Meiri gauragangur er 160 bls. Guð- jón Ketilsson gerði kápu. Prentsmiðj- an Oddi hf. prentaði. HALO CALVINO RIDDARINN 5/ A I VAR EKKI TIL Var meyjarblóma bjargað? Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Riddarinn sem var ekki til eftir ítalska höfundinn Italo Calvino. Sagan fjallar um riddara nokkum í liði Karlamagnúsar sem er frábrugð- inn öðrum hermönnum keisarans að því leyti að hann er ekki til. Fáir standa honum á sporði í bardagalist, hann er afar fágaður í framkomu þó hann sé nokkuð smámunasamur, samræðulist hans og hirðmennska nálgast fullkomnun. Riddarinn berst áfram á viljastyrk sínum og í krafti afreka sinna og tignar. En dag nokk- um koma upp efasemdir um nafn- bætur hans: bjargaði hann konung- borinni meyju frá spjöllum eða ekki? Riddarinn verður að sanna mál sitt, hann leggur f langa ferð og líf hans er í húfi. Italo Calvino (1923-1985) er einn kunnasti höfundur ítala á þessari öld. Verk hans bera sterku ímyndunarafli vitni, og þau einkennast jafnframt af snjallri byggingu og fyndni, sem stundum hefur dulinn brodd. Riddar- inn sem var ekki til kom út á frummál- inu árið 1959, en þetta er fyrsta skáld- sagan eftir Calvino sem kemur út á íslensku. Riddarinn sem var ekki til er gefin út í ritröðinni Syrtlur. Ami Sigurjónsson þýddi bókina úr ítölsku, en hún er 136 blaðsíður. Robert Guillemette gerði kápumynd. Bókin var prentuð hjá G. Ben. prentstofu hf. Ný íslensk bók um drauma DRAUMAR - fortið þín, nútíð og framtíð nefnist ný bók sem komin er út hjá Hörpuútgáfunni. Höfundur bókarinnar er Kristján Frímann draumamaður og skáld. Hann hefur f mörg ár kannað drauma og boðskap þeirra, tákn og merki. Hann hefur rit- að um drauma í blöð og tímarit, stjómað útvarpsþáttum um efnið og haldið námskeið. Þessi forvitnilega og skemmtilega bók er afrakstur rannsókna hans. „Hvað boðar draumur þinn? Er hann viðvömn, eða styrkir hann ákvarðanir þínar í daglegu lífi? Boðar hann góða heilsu, stóm ástina, góðan vin, trausta atvinnu og öryggi eða táknar hann veikindi og aðra óáran, hamfarir náttúm og manna? Flestir spyrja sig um tákn drauma sinna en oft verður fátt um svör. Hér er bókin sem hjálpar þér að ráða gátur draum- anna, finna réttu svörin og lykla að völundarhúsi draumalífsins." Bókin „Draumar" er 231 bls., prýdd fjölda mynda, m.a. eftir höfundinn, sem einnig gerði kápumynd. Filmu- vinna, prentun og bókband er unnið í prentsmiðjunni Odda hf. í góðu hjónabandi Skáldsaga eftir Doris Lessing í ís- lenskri þýðingu Fríðu Á. Sigurðar- dóttur Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna / góðu hjónabandi eftir Doris Lessing. Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar um Mörtu Quest sem út kom í fyrra og annað bindi af fimm í þeim meistaralega sagnabálki sem Doris Lessing nefndi síðar Böm ofbeldisins. Fríða Á. Sigiu-ðcirdóttir rithöfundur þýddi söguna á íslensku. f kynningu FORLAGSINS segir: „Marta Quest er af æskuskeiði, img kona í hjónabandi sem hún hefur hafnað í gegn betri vitund sinni, leik- soppur draumóra og léttúðar augna- bliksins. Draumóramir stangast á við hlutverkin sem Marta hafnar í, hún verður móðir og hjónabandið breytist í kaldan vana. Styrjaldarblikur em á lofti og síðari heimsstyrjöldin brátt f algleymingi. Á þessum ógnartímum vaknar félagsleg vitund Mörtu. Hún getur ekki setið aðgerðarlaus í skjóli sínu - ábyrgðin er líka hennar. f sögulok stendur Marta Quest enn sem fyrr á tímamótum. Eftirvænting og draumórar æskunnar em að baki og sársaukinn altekur hana í svip. Samt er hún enn sem fyrr knúin áfram af ævafomri og eilífri þörf mannanna til að sjá frelsisdrauma sfna verða að veruleika. Þetta er ástríðufull þroskasaga og byggist að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - saga nútímakonu í átökum við sam- visku sína og samtfð." í góðu hjónabandi er 400 bls. AUK hf. hannaði kápu. Bókin er prentuð í Danmörku. Pönnuköku- ævintýri Komið er út hjá Máli og menningu ævintýrið „Pönnukökukóngurinn" í flokki endurútgefinna myndabóka, SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR. Höfundar em Gerda Ghobe og Maja Synnergren. Margir foreldrar mimu vafalaust eftir þessari vinsælu sögu sem kom út í þýðingu Freysteins Gunnarssonar árið 1947 og hefur lengi verið ófáanleg. Pönnukökukónsgurinn lifir við alls- nægtir og lfður best í hásæti sínu. En friðurinn er úti þegar jötuninn Argar- asargari ræðst á Pönnukökulandið og ætlar að éta íbúa þess. Baráttan verð- ur hörð en allt er gott sem endar vel. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur að geyma smósögur eftir hann, sem skrifaðar eru ö góðu og kjarnyrtu möli. Þetta eru bröðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs tproska Öll þurfum við að takast ö við vandamól og erfiðleika. Það er oft sórsaukafullt að vinna bug ó þessum vandamólum, og flest okkar reyna ó einhvern hótt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamólum og öðlast betri skilning ó sjólfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. NÝJAR BÆKUR - pöru!? ZOPMONÍASSON VIKINGS IÆiqARÆITV Ásí, morð og dulrænir hæfiieikar Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðriðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra ó Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefóns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni ó Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma ó nœsta óri (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Hinnhoyi Gitðniuiidsxon Garaansemi ^norra Iturlusonar Nokkur valin dæmi Skuggsjá Finnbogi Guðmundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ór síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasórí Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson, Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skóldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt fró ummœlum fluggófaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sólförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frósögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi fró kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt ó lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir fró, eru bœði lifs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.