Tíminn - 10.12.1991, Page 19

Tíminn - 10.12.1991, Page 19
Þriðjudagur 10. desember 1991 Jólahandbókin 19 NÝ SKÁLDSAGA ÓLAFS JÓHANNS Samningar um útgáfu á bókinni í Bandarikjunum og á Noröurlöndum á lokastigi Fyrirgefning synd- anna heitir ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem Vaka Helgafell gefur út. Petta er þriðja bók Ólafs Jóhanns, en báðar fyrri bækur hans, smá- sagnasafnið Níu lyklar (1986) og . . skáldsagan Markaðstorg guðanna (1988) urðu metsölubækur og voru margprentaðar. Nýja skáldsagan mun ekki einungis koma út hér á landi því að fjögur stór bandarísk bókaforlög hafa óskað eftir henni til útgáfu vestra. Samningar eru nú á lokástigi og er áætlað að frá þeim verði gengið á næstu vikum. Þá hafa allmörg bókaforlög á Norður- löndum falást eftir skáldsögunni til útgáfu eftir að.þau fengu þýddan efnisútdrátt bókarinnar og nokkra kafla til lesturs. Má búast við að end- anlegir útgefendur verði valdir fyrir jól og erlendar útgáfur bókarinnar komi á markað á næsta ári. Bók Ólafs Jóhanns, Fyrirgefning syndanna, er umfangsmildð epískt skáldverk, nær 300 síður að stærð, og sögusviðið vítt. Sagah berst frá ís- landi á árunum milli stríða til Dan- merkur í heimsstyrjöldinhi síðari meðan landið er hersetið af þýskum nasistum o'g síðan aftur til íslands í lok stríðsins og til Bandaríkjanna. Át- burðir sögunnar tengjast eirini aðal- persónu, Pétri Péturssyni. Lífsferill hans birtist lesandanum í minninga- . leiftrum frá liðinni tíð sem mynda loks eina heild, - sögu af marlnlegri reynslu og átökum. Á bókarkápu er spurt: Hverjar eru syndir Péturs? Hvað er það sem liggúr honum svo þungt á hjarta? í kynningu á.Fyrirgefningu synd- anna segir enn fremur: Á síðum bók- arinnar birtast miklar andstæður: Ást og hatiu, glæpur og refsing, líf og dauði. Einstæðir hæfileikar Óíafs J6- hanns njóta sín til hins ýtrasta. Hver setning er meitluð af kunnáttu og mannþekkingu. Stlllinn er látlaus við fyrstu sýn en fyrr en varir verður les- andirrn gagntékinn af galdri textans. Fyrirgefning syndanna er tímamóta- verk. Bókin er prentuð og bundin hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Raggi í sveit IÐUNN hefur gefið út bókina „Raggi Iitli í sveitinni" eftir Harald S. Magnússon með skemmtilegum myndskreytingum eftir Brian Pilk- ington. í kynningu útgefanda segir: Raggi litli í sveitinni er fjörug og skemmti- leg saga sem allir kraldcar hafa gam- an að. Raggi litli hlakkaði mikið til að fara í sveitina aftur og hitta vini sína þar, Bjössa og öll dýrin. Þegar hann kom þangað brá honum þó í brún, því að það voru svo mikil læti í kún- um þegar þeim var hleypt út... Raggi og Bjösi eru hressir strákar og þeir lentu í ýmsum ævintýrum í sveitinni um sumarið. Þeir fóru í reiðtúra, hjálpuðu til við heyskapinn, léku sér við dýrin - ogeinú sinni týndust þeir meira að segja! Óðfluga Ljóðabók handa bömum eftir Þórar- in Eldjám Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gef- ið út bókina „Óðfluga", ljóðabók fyrir böm eftir Þórarinn Eldjám. Systir hans Sigrún Eldjám myndskreytti bókina sem er litprentuð. í kynningu FORLAGSINS segir: „Hér vinná tvö fjölhæf systkini að gerð óvenjulegrar ljóðabókar sem leiftrar af fjöri og hugmyndaflugi í leik sínum að tungumálinu. í þessari bók verða bílamir sófasett á hjólum, tjáið rennur í tundrið og hvippurinn er út um hvappinn. Kýrin skýra Klara klórar sér um hupp, og óð fuga nálgast óðfluga. Sigrún og Þórarin Eldjám hafa áður unnið saman að bókum fýrir böm. Hér hafa skáldið og myndlistarmað- urinn endaskipti á veröldinni og sýna bömunum óvæntar hliðar á hversdagslegiun hlutum." Óðfluga er 32 bls. Prentstofa G. Ben. prentaði. Línur þrjár ogDepill Komin er út hjá Máli og menningu myndabókin „Grænalín, Brúnalín og Bláalín" sem er ein af sígildum sög- um Elsu Beskow. Elsa Beskow var sænsk og einn af brautryðjendum í gerð myndabóka fyrir böm. Þær innihéldu bæði vísur og ævintýri og einkenndust af gam- ansömum texta og skrautlegum og lifandi myndum. Bækumar njóta vin- sælda víða um heim enn í dag. „Grænalín, Brúnalín og Bláaíin" segir frá þremur systrum sem búa í litlu húsi þar sem þær hafa hvert sitt hlutverk. Einn sunnudaginn lenda þær í óvæntu ævintýri ásamt litla hundinum, Depli. Þá er gott að eiga að vinum tvö böm sem koma til að- stoðar svo allt fer vel að lokum. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi þessa fyrstu bók Elsu Beskow sem kemur út á íslensku. Enn eykst úrval íslandsbóka frá Iceland Review „Iceland,- Life and Nature on a North Atlantic Island" heitir ný bók sem Ice- land Review sendir frá sér um þessar mundir. Bókin; sem er á enskú, er prýdd fjölda litmynda, sem ásamt léttum og lifandi texta gera náttúru landsins og þjóðlífi hin bestu skil. Hún skiptist í nokkra að- alkafla, og er fjallað í máli og myndum um legu landsins og strandlengjuna, andstæður í náttúmnni og þá ofurkrafta sem hafa mótað landið og em enn að verki. Þá er sagtfrá villtum dýmm og fuglum og fjallað er um mannlíf og menningú, atvinnulíf til sjávar og sveita og lokakaflinn er um byggðir landsins. Flestar myndimar í bókinni em eftir Pál Stefánsson, en einnig hafa nokkrir aðrir ljósmyndarar lagt hönd á plóginn. Textann skrifaði Bemard Scudder. Bókin er 96 blaðsíður í all stóm broti og kostar 2.990,- krónur með virðisauka- skatti. Fuglar handa bömum Mál og menning sendi nýlega frá sér tvær bamabækur eftir Guðmund P. Ól- afsson, höfund bókanna Fuglar og Perlur í náttúm íslands. Bækumar em „Sjófuglar" og „Land- og vatnafuglar" sem kynna íslenska fugla og umhverfi þeirra fyrir bömum. Litljósmjmdir á hverri síðu sýna fugl- ana í varpbúningum sínum og texti gefur upplýsingar um nöfn og heimkynni, Bækumar em sterkar og handhægar til að grípa til heima, í skóla eða á ferða- lögum og þær em fljótar að svara spumingunni: Hvaða fugl er þetta? Prent- smiðjan Oddi hf. sá um vinnslu bókanna. Skuggaleg myrkraverk Þriðja bókin f bókaflokknum GALDRAMEISTARINN eftir Margit Sandemo er komin út. Hún nefnist SKUGGAR. Eins og fyrri bækumar tvær fjallar bókin um norsku stúlk- una Tiril og leitina að því sem í fortíð hennar býr. Sagan tengist íslandi þvl að þaðan er ættuð ein af höfuðper- sónunum, Móri, sonarsonur galdra- mannsins Jóns Jónssonar frá Kirkju- bóli. Upphaf þeirra atburða sem þessi unga stúlka mátti þola er að finna í þremur galdrabókum frá íslandi, frá þeim tíma er Gottskálk biskup hinn grimmi réði lögum og lofum við Lat- ínuskólann á Hólum. Hann kunni talsvert fyrir sér í göldmm, enda menntaður úr Svartaskóla við Sor- bonne. Móri stefnir að því að verða fremst- ur allra galdrameistara. Hann fer til Noregs þar sem hann hittir Tiril. Og nú hefst mikil saga, sem ekki sér fyrir endann á. í þessari bók halda þau Tiril og Móri ásamt vinum sínum frá Kristjaníu um álagaskóginn Tiveden, en þar stendur dularfull höll, hulin sjónum alls dauðlegs fólks. í höllinni er fal- inn fjársjóður sem tengist fjölskyldu Tirilar á Ieyndardómsfullan hátt. Leiðin er illfær og þau lenda í hinum verstu ógöngum. Móri beitir yfimátt- úmlegum kröftum sínum til að eyða höllinni og leysa skóginn úr álögum. Vinimir snúa aftur til Kristjaníu. Þar frétta þau að illmennin séu enn að leita Tlrilar... Undir stjömum Út er komin Ijóðabókin „Undir stjömum og sól" eftir Einar Svans- son. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefur að geyma 49 Ijóð. Nokkur Ijóð- anna birtust á sínum tíma í tímaritinu Lystræningjanum. Kápumyndina gerði Svanur Jóhann- esson faðir höfundar og félagi i JAM- klúbbnum. Bókin er 96 bls., prentuð hjá Félagsprentsmiðjunni, bundin hjá Félagsbókbandinu Bókfell en dreif- ingu annast fslensk bókadreifing. Höfundur er útgefandi bókarinnar. Bragi Ólafsson Ansjósur Ný bók eftir Braga Ólafsson Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér Ijóðabókina „Ansjósur" eftir Braga Olafsson. Þetta er önnur ljóða- bók Braga sem sendi frá sér bókina „Dragsúgvu" 1986. Hann hefur feng- ist við Ijóðagerð um árabil og birt ljóð í tímaritum og Ijóðasöfnum auk þess að starfa að útgáfu á vegum Smekk- leysu sm. hf. I kjmningu FORLAGSINS segir: „í ljóðum Braga er bmgðið upp mynd- um á barmi fáránleikans. Borgir, menn og hugtök opinbera skáldinu innri togstreitu sína og það festir hana í varfærin og hógvær Ijóð sem hvísla nánast boðskap sínum að les- ómdanum. Yrkisefnin eru oft á tíðum þættir úr Iífi mannsins sem eru svo fínlegir að þeir verða vart greindir, sýnir sem hverfa ef þær eru skoðaðar of grannt, orð sem missa marks ef þau eru lesin of hátt." Ansjósur er 64 bls. Einar Öm Bene- diktsson gerði mynd á kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. • iáíí'V' Svefnpokar * ■ ajungilak. Skátabúðin selur hina heimsþekktu Ajungilak svefnpoka, en Ajungilak er einn stærsti svefnpokaframleiðandi í heimi. Við hjá Skátabúðinni aðstoðum við val á þeim poka er hentar þínum þörfum. Okkar ráð- leggingar eru byggðar á áratuga reynslu. -SMWK FRAMÚK SNORRABRAUT 60 SÍM112045

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.