Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1907, Blaðsíða 8
4 ÆGIR. Varð gæzla og lækniskostnaður við þetta tilfelli, senr greiða varð af hrepps- sjóði, 284, kr. 69 a. Skrifaði ég sem odd- viti hreppsnefndarinnar hlutaðeigandi út- gerðarmanni tvívegis, og skoraði á hann með allri kurteisi að endurhorga hrepps- sjóði áminstan kostnað, sem áfallinn var innan 4 vikna frá flutningsdegi háseta og sem nefndin áleit skyldu hans, eftir 63. og 65. gr. farinannalaganna 22. marz 1890; e n í stað þess að greiða minna eða meira af umkrafðri upphæð, virti útgerðarmaðurinn nefndina eigi svars. Leiddist nefndinni því þóf það, og fékk yfirréttarmálfærslumann hr. Guðm. Egg- ers til að flytja málið, til sætta eða dóms í hæjari'étti Reykjavíkur fyrir sína hönd. Lagði nefndin enn fram 20 kr., til máls- færsfumanns, er hann krafðist fyrirfram, til stefnubirtinga og votta við réttarhöldin. Nú er liðið á annað ár síðan, og liefir hreppsnefndin frétt á skotspónum, án tilkynningar fi'á málsfærslumanni eða annari hlið, að hann liafi tapað málinu fyrir hönd sækjenda. ímyndar nefndin sér auðvitað, sem þykist vera í fullum rétli, að þetta séu ósannindi ein, og það því heldur, sem ílugufregn þessari fylgdi: að gjaldliður um 20 krónur sem Sigurði i Lambhaga var greitt fyrir læknishjálp, liafi eyðilagt málstað nefndarinnar. Ef svo er, þyríti að setja lög um það, hverjir eiginlega hefðu rétt til að draga bjargar- gripinn upp úr pyttinum, eða með öðr- um orðum: rétta hjálparhönd. Ég segi ekki æfintýri þetta til þess að vekja raunir kostnaðarmanna, gera máls- reifendum móðgun eða blekkingu, eða öðrum til viðvörunar; því það alt er þ5Tðingarlaust; ég geri það að eins til þess að henda á eitt dæmi af mörgum þektum í dulspeki réttarfarsins, sem menn mega una við. Vernd laganna xyrir einstaklinga og félög samsvara hvorki þunga þeirra, sem er úlfaldabyrði, né afli því sem innanlands er í hendur fengið að beita þeirn. Þorsteiim Jónsson. Árni væni. Eftir »Norðurland«. Arni væni á æfilegi net i sjónum. Aður en dagur rennur, tekur liann »skorðurnar« undan bátnum sínum og hryndir honum fram — á haíið. Hann ætlar að vitja um netin sín. Og það er stundumdimmtog kalt, áður en dagurinn rennur. En Arni væni hirðir hvorki um lutmið né kæl- una. Hann er að hugsa um nelin sín---eftil vill er eitthvað nýtt i þeim núna! Pess vegna getur hann ekki soflð á morgnana. Og meðan draumværar lognöldur morgun- móksins niða og suða við hlustir liálfsofanda manna í húsum inni, þá brotna saltar sævar- öldurnar á bátstefninu hans Arna væna. Arnar glymja og' borðin braka — hærra en rúmstokk- ar og rekkjugaflar sofendanna ílandi. Pví Arni væni rær hraustlega frá landi. Og Árni væni finnur netin sín, þó ekki sé bjart. Hann festir við þau »lcúta« til að halda þeim uppi. Og svo tekur hann »mið« á jþeim. Og þegar ekkert er í netjunum hans, þá tekur hann þau stundum upp og leggur þau annar- staðar. Pví Árni væni veit, að það er fiskur í sjónum, þó liann kæmi ekki i netin lians, á hverri nóttu. Hann treystir því, að hann mundi afla með tímanum ef hann leilar og bidur og þreyt- ist ekki. »Árni væni á von á nýrri síldargöngu með hverjum nýjum straumi,« segja hinir sjó- ménnirnir og glotta um tönn. En Arni væni gefst ekki upp við að leita og biða, þó illa gangi. Vonin hans er æfdega vakandi. Stundum rekur is á nelin hans Árna væna og sker af þeim kútana, svo þau sökkva, eða hrekur þau eitthvað afleiðis. I3á rær hann út og leitar, óg oftast finnur hann þau aftur. En þá eru þau rifin og slitin á ýmsa vegu. Og þegar ófært er á sjóinn, þá situr Árni væni í landi og lagar bátinn sinn eða bælir netin, svo hann geti lagt á stað enn þá einu sinni, þegar »betur blæs«. I'egar »pollinn« leggur og ekki er hægt að róa, þá stendur sveittur maður með liélað skegg á ísnum og heggur göt á hann. Það er Árni væní,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.