Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Ægir - 01.01.1908, Blaðsíða 4
60 ÆGIR. mannahöfn og Limhamn voru afstaðnar að fá áliuga fyrir þessu máli, og var það mest fyrir ötula forgöngu ráðherra Lem- kule umhoðsmanns kaupmannafélagsins. Hann fékk því til leiðar komið að nefnd kaupmanna í Bergen gaf loforð um lið- sinni sitt og styrk til þess að lialdirt yrði hreyíivélasýning þar sem fyrst. Félag það í Bergen sem starfar að eílingu norskra fiskiveiða tólc að sér að koma þessu í framkvæmd, eftir að álits og ráða hafði verið leitað hjá formanni fiskiveiðafélagsins sliftamtmanni Hróar Olsen. Fiskiveiðafélagið sendi svo 18. maí 1904 beiðni til stjórnardeildar þeirrar er hefur verzlunar og iðnaðarmál til meðferðar, um styrk úr ríkissjóði og í beiðni þessari var því lýst yfir að kaupmannafélagið hefði lofað að leggja fram 4000 kr. til þessa fyrirtækis. Til þess nú að eitthvað gæti orðið úr þessari ráðagjörð, voru menn þeir sem til fiskiveiða þektu, spurðir ráða og sömu- leiðis var leitað ráða hjá stjórn vélafélags norðurlanda og mælti bæði hún og aðrir mjög með því að hreyfivélasýning yrði haldin í Bergen. Var síðan ákveðið að halda sýninguna árið 1908. En 10. júlí 1906 kom aðalnefnd sú saman í Bergen sem útnefnd hafði verið af fiskiveiðafélag- inu. Á þessum nefndarfundi var í einu liljóði samþykkt að lialda skyldi sýning- una árið 1907, og var þá um leið kosin fr a mkvæm da r nefn d. Nú var vaknaður alvarlegur álnigi lijá Norðmönnum fyrir málefninu. Þeir höfðu nú reynt hreyfivélar í báta sina á mörg- um stöðum og töldu það stórkostlega framför viðvíkjandi fiskiveiðum. Allir sem gátu, vildu styðja að því að sýningin gæti orðið sem bezt, og komið að sem rnest- um notum. — Járnbrautarstjórnin norska veitti innlendum ívilnum í fargjaldi, gufu- skipafélagið í Bergen sömuleiðis, og bauð eitt af skipum sínum til afnota meðan á sýningunni stæði. Og margt fleira, sem bæði bæjarstjórnin og aðrir emhæltismenn í Bergen g'jörðu til að greiða öllum norskum sjómönnum sem mest 'aðgang að sýning- unni. Nokkrir fémætir munir voru gefnir af einstöku mönnum og félögum lil verð- launaútbýtingar. Kaupmannafélagið lagði til 4000 kr., úr ríkissjóði voru veittar 5000 kr. og annarsstaðar frá komu 1900 kr. Eg get ekki stilt mig um að talca nokk- urnvegin greinilega fram tildrögin að þess- ari sýningu, menn gela séð af þeim, að þegar eitthvað það er um að ræða hjá Norðmönnum sem þeir álita að geti verið sjávarútveg eða fiskiveiðum lil eflingar eða framfara, þá láta þeir sér ekki i augum vaxa þó það kosti peninga og fyrirhöfn, hér dróg kaupmannafélágið sig ekki til haka heldur var fremst í flokki, dálítið öðruvísi en hjá oss þegar einhverju á að koma í framkværnd til almennings þarfa sem fé þarf til. IV. Frá sýninguuni. Sýning þessi var þá sett 5. júlí síðastl. sumar, sýningarstaðurinn var sléttur flötur, nefndur »Nygardstangi« innst við fjarðar- botnin eða liöfnina, og stóð sýningarskál- inn aðeins nokkrar álnir upp frá hafnar- veggnum. Skálinn var á lengd yfir 100 áln. og 10 álna. breiður með þaki yfir og föstum liliðvegg og fösturn gaíli á tvo vegu, önnur hliðin og annar gallinn opin til umgöngu, rétt lijá var reistur stór veitinga- skáli ræðupallur og söngpallur. Öllu var mjög vel fyrirkomið í sýningarskálanum hver tegund vélanna út af fyrir sig með nógu gangrúmi á milli. Til aðgrein- ingar var slegið líka lauslegu grindverki utanum hverja tegund vélanna, svo menn ekki skyldu ganga of nærri þeim, þegar þær væru í gangi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.