Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1912, Qupperneq 1

Ægir - 01.04.1912, Qupperneq 1
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 5. árg. Reylcjavík. Apríl 1912. Oss þótti rjett að birta í »Ægir« út- drátt úr þeirri siðustu íiskiveiðaskýrslu, sem út hefur komið, en það er skýrslan fyrir árið 1909; hún kom út í árslok 1911. Skýrslan fyrir árið 1910 er ókomin enn. Vjer viljum nú ekki halda því fram að vjer höfum tekið þetta upp í ritið af því að vjer teljum skýrslu þessa hafa mik- ið praktiskt gildi að svo löngum tíma liðn- um, heldur af hinu, að hún hefur þó inni að halda fróðleik, en hann rneta margir mikils. Flestir munu sammála um það, að skýrslur þessar væru meira virði, ef þær kæmu fyr fyrir almenningssjónir. En það er óneitanlega heldur seint að gela fyrst árið 1912 kynt sjer skýrslur ársins 1909. Efni skýrslnanna hlýtur þó að vera kom- ið til stjórnarráðsins að minsla kosti á miðju ári 1910. Enda þótt það sje nokk- urt verk að vinna úr skýrslunum og draga þær sarnan, er staríið þó ekki meira en það, að hægðarleikur ætti það að vera að birta skýrslurnar i lok þess árs, er næst fer eftir það, er þær gilda fyrir. Að skýrsl- urnar koma svona seint út hlýtur að koma af einhverju mjög óhentugu fyrirkomulagi. Það sem virðist geta átt drjúgan þátt i þessu er það, að allt það, sem kallað er landshagsskýrslur er látið koma út í einu. Þetta leiðir til þess að eitt biður eftir öðru, en það er mjög óhentugt. Ef það væri tekið upp að láta skýrslurnar koma út i . 4. lie/tum um leið og kapp væri lagt á það að koma því fyrst út, sem almenningi þykir mest varða að vita um sem fyrst og beinlínis getur verið bráðlegt gagn af. Fær skýrslur, sem eiga auðvitað að ganga fyrir öllum öðrum eru skýrslur um atvinnuveg- ina, fiskiveiðar, landbúnað og verslun, en aftur skýislna um sveitasjóði, sýslusjóði, embæltismenn o. s. frv. mun enginn sakna þótt drægist nokkuð birting þeirra. En spurningin er, livort ekki má ílýta fyrir skýrslunum enn þá meira. Jú, það mun vera hægt. Skýrslur um fislciveiðar gela komið út örar en þær gera. En það er því að eins hægt, að landsstjórnin leggi sig eilthvað fram um að greiða fyrir því. Vjer hyggjum, að þessu væri hagfeld- ast fyrir komið þannig: Ad skifta árinu, samkvœmt hinni gömlu og góðu venju, ver- tíðunum. Hver vertíð ætti að vera eilt skýrslutímabil. Vetrarvertíðin frá 1. jan. lil 14. maí. Vor- og sumarvertíð til 30. sept. Haustvertíð lil 31. des. En frá þessu ætti að inega víkja lítilsháttar, ef annað þætti liagfeldara á einhverjum stað, þó þannig að skýrslutímabilið væri hver ver- tíð fyrir sig. Hreppstjórar söfnuðu skýrsl- um í verstöð hverri í sínum hreppi, en þeir sendu sýslumanni tafarlaust og hann stjórnarráðinu. En æskilegra væri þó, að hreppstjórar sendu sýslumanni skýrslu vikulega og hann sendi stjórnarráðinu að- alskýrslu fyrir hvern mánuð, og skýrslu þessa ætti að birta í útdrætti í mánaðar- riti Fiskifjelagsins. En hvað viðvíkur vertíðarskýrslunni, þá ætti hún að geta verið komin fyrir al-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.