Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1912, Side 3

Ægir - 01.04.1912, Side 3
Æ G I R . 43 geta þess, að Fiskifjelagið mun leggja til aðsloð sína lil þess að tá því kipt í lag, sem að framan er ávikið. Hrognamarkaðurinn í Frakklandi. (Brot úr skýrslu norska konsúlsins í Havre 10/s. 1912.) Eflir »Fiskels Gang«. (Frh.). Frá konsúlum í mörgum frönskum hjeruðum, þar sem hrognamarkaður er, nema Bordeaux, hefi jeg fengið fregnir um, að fiskimenn eru teknir að gera minni og minni greinarmun á Björgvinarhrognum og bretskíim og þýskum hrognum, pökkuðum á sama hátt en í þjettar tunnur o: tunnur, sem ekki hafa göl á botninum. Mjer hef- ur þannig verið skýrt frá, að á Bretagne- ströndinni, þar sein er mjög mikilsverður hrognamarkaður, haii kaupmenn tekið eftir þvi, að ensk hrogn, sem eru pökkuð uin í Frakklandi, hafi venjulega haldið sjer betur en Björgvinarhrogn í hitunum miklu siðasta sumar. Um þessa endurpökkun hefi jeg aílað mjer eftirfarandi upplýsinga: þegar ensk hrogn koma til Frakklands eru þau venjulega tekin úr tunnunum. þvegin og lögð i tunnurnar aftur, og það vel aðgætt að pressa þau lil þess að ekki verði holt. Þegar þau eru lögð niður aft- ur, er á neðri botninum höfð göt til þess að völcvi geti komisl út. Tunnurnar standa þannig í nokkra daga en þá er stoppað grandgæfilega upp í götin. Á þenna hátt sígur í lunnunni og hrognin varðveitast betur. Venjulega er þessi aðferð ekki höfð við Björgvinahrogn. Samt sem áður neyð- ast þeir kaupmenn, sem vilja varðveita þau í lengri tima, til þess að fara með þau á sama hátt og hin ensku. Jeg ætla að hafa yfir það, sem kon- súllinn í Nantes hefur fengið að vita frá áreiðanlegum heimildum. »Á Vendée- ströndinni hafa fiskimenn á siðustu árum notað langtum meira af hrognum frá Is- landi, Ameríku. Þýskalandi og Færeyjum en norsk hrogn. Með því að erlendu hrognin eru orðin snögtum betri á síðari árum, kæra íiskimenn sig minna um livað- an þau eru og þegar verðið á óflokkuðum hrognum er lægra en á góðum norskum hrognum, taka íiskimenn tíðum erlendu hrognin fram yfir þau norsku. Um geymslu hrognanna er það að segja, að það er víst, að útlend hrogn lögð í pækil hafa varð- veitsl betur í miklum hitum en norsku hrognin, sem ætíð eru lögð í þurt salt (au sel sec«) ef annars er ekki krafisl; en ef meðferðin er hin sama, er engin á- stæða lil að norsku hrognin hjeldu sjer ekki eins vel og hin. En jeg er þeirrar skoðunar, að það eigi heldur að leggja hrognin í pækil, þau geymast þannig bel- ur ár eftir ár. Ver og miður eru fiski- menn mjög ósammála um þetta atriði. Mismunurinn á hrognum lögðum í »au sel sec« og hrognum lögðum í pækil er sá, að hin fyrnefndu eru látin í tunnur, sem borað er gal á, svo að allur raki kemst út, en hin síðarnefndu eru látin í þjettar tunnur (»barils étanches«) og full- komlega þakin saltpækli. Það verður vart við það, að norskir seljendur laka ekki nægilegl tillit til borg- unarmagns franskra fiskimanna og þarfa þeirra um gæði vörunnar. Það er sagt að Norðmenn, miðað við gæði og álit sinna hi’Ogna, sjeu um of óbilgjarnir um verðið, og orðnir miður vandlátir með ílokkaskifl- inguna á þeirri vöru, sem ætluð er franska markaðnum, því að bestu hrognin sendi þeir einkum til Spánar. Sú vara, sem menn fá i Frakklandi kvað eigi vera eins góð og áður.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.