Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1912, Page 6

Ægir - 01.04.1912, Page 6
46 Æ GI R . haerra, sem innkaupsverðið er hærra á þeim, en almennum kolum á hverjum tíma. Innkaupsverð á almennum kolum í miðjum júlí 1911 telst 7 shilling 9 pence tonnið, og flutningsgjald á kolum á sama tíma milli Skotlands og Reykjavíkur 8 sh. tonnið. Hækkun eða lækkun á kolaverði vegna hækkunar eða lækkunar á flutningsgjaldi til annara hafna en Reykjavíkur, miðast við flutningsgjaldið til Reykja- víkur, þannig að til grundvallar eru lagðir 8 sh. fyrir tonnið. Leyfishafi skal, þegar um nokkra breyting á framangreindu kolaverði er að ræða, sanna fyrir Stjórnarráðinu innkaupsverð „almennra kola“ og hækkun eða lækkun á flutningsgjöldum. 6. gr. Verðlagi á kolurn, sem leyfishafi selur til útlendra skipa, ræður hann, en það skal vera jafnt til allra skipa, er kol taka á sömu höfn og á sama verðlagstímabili, nema þar sem sjerstakir samningar um birgingu af kolum um ákveðið tíma- bil hafa verið gerðir, enda hafi allir jafnan aðgang að slíkum samningum, án tillits til þjóðernis. A þeim stöðum, þar sem leyfishafi hefur ekki útsölu, nje samning við innlenda kaupmenn um sölu til ótlendinga, er landsmönnum heimilt að selja útlendum skipum kol, sem þeir hafa keypt af leyf- ishafa, en greiða skulu þeir útflutningsgjald í lands- sjóð, 4 krónur af hverju tonni. Þegar umboðsmað- ur leyfishafa annast söluna, skal gjaldið vera svo sem ákveðið er í 12. gr., en það er á ábyrgð leyf- ishafa, að umboðsmaður hans skýri rjett frá söl- unni, enda stendur hann landssjóði slcil á gjaidinu af því, er umboðsmenn hans selja. 7. gr. Kol úr skipsstrandi seljist á uppboði og 2 kr. gjald af tonni í landssjóð. 8. gr. Einkaleyfið og samningur þessi gengur í gildi 1. jan. 1913 og gildir um öll kol, sem seld eru eftir þann tíma. Þó er leyfishafa ekki skylt að hafa kolabirgðir eða fasta útsölu annarstaðar en í Reykjavík, ísafirði, Hafnarfirði, Seyðisfirði og Eski- firði, fyr en I. júní 1913, þó með þeim sama fyrir- vara, sem sem tekinn er fram fii.gr. Á tíma- bilinu frá 1. janúar til I. júní það ár er honum heimilt að miða söluverð annarsstaðar, ef kolin eru tekin frá innlendum sölustað, við gangverð á fyrsta flokks höfn, þannig, að við sje bætt nauðsynlegum aukakostnaði og öðrum aukaútgjcldum, er salan hefur í för með sjer. Einksleyfissamningur þessi nær yfir 15 ár og verður því á enda 31. desember 1927. Leyfið má endurnýja, ef leyfishafi óskar og alþingi samþykkir. Leyfishafi má ekki framselja einkaleyfi þetta. 9. gr. Leyfishafi undanþeginn aukaútsvari og tekjuskatti. 10. gr. Leyfishafi greiði venjuleg bryggjugjöld og hefur rjett til að fá útmælda nauðsynlega lóð til verslunar sinnar. 11. gr, Ef fs tálmar skipagöngum, eða alment verkfall kemur upp á Skotlaadi, eða annað slíkt, sem kalla má vis major, þá er leyfishafi vftalaus, ef hann gerir það, sem í hans valdi stendur, til að fullnægja samningnum, eftir almennum venjum og grundvallarreglum um skaðabótaskyldu í samnings- málum. 12. gr. Til endurgjalds fyrir einkaleyfi þetta skal leyfishafi greiða í landssjóð 1 krónu 50 aura af hverju tonni af kolum, sem hann selur til inn- lendrar notkunar (sbr. 5. gr., fyrstu málsgr.) og 2 krónur 50 aura af hverju tonni af kolum, sem seld eru til útlendra skipa (sbr. 6. gr.). 13. gr. Til tryggingar því að leyfishafi fullnægi skuldbinding sinni samkvæmt samningi þessum, skal hann jafnan hafa til geymslu í banka í Reykjavík £ 2000. 14. gr. Ágreining um það, hvort samningur þessi sje rofinn af hálfu annarshvors málsaðila skal útkljá þannig, að hvor aðila tilnefni einn gerðar- mann; geti þeir ekki komið sjer saman, skal hinn íslenski landsyfirdómur útnefna oddamann. Úrskurði þeirn, sem meiri hluti gerðarmanna kveður upp, skulu málsaðilar skyldir að hlýða, svo framarlega, sem upphæð sú er eftir honum ber að greiða, fer ekki fram úr £ 100. Að öðrum kosti rná leggja málið undir úrskurð dómstólanna. 15. gr. Þegar máli þannig er skotið til dóm- stólanna, skal málið a prima inslanlia rekið fyrir gestarjetti Reykjavíkur. 16. gr. Birgðir þær af kolurn, sem til eru fyr- irliggjandi í landinu, þegar einkaleyfið byrjar, mega eigendur nota afgjaldslaust til eigin þarfa og at- vinnureksturs sfns í landinu eða á hjer skrásettu skipi. Selja mega eigendur kolabirgðir sínar til iunanlands notkunar, ef einkaleyfishafa hafa verið boðnar þær fyrst, og eigi gengið saman um kaupin. Ef slíkar birgðir eru seldar af eiganda þeirra, greiðir hann I kr. 50 aura í landssjóð fyrir hvert tonn, jafnóðum og salan fer fram. Slíkar kola- birgðir má ekki nota til að selja útlendum skipum, nema með þeim skilyrðum, er segir í sfðari máls- grein 6. gr. Sjeu innlend kol, eða surtarbrandur tekinn til notkunar, meðan einkaleyfi þetta stendur, skal um slík kol fylgja sömu reglum, eins og nú hefur verið tekið fram um kolabirgðir við byrjun leyfistímans.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.