Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1912, Side 7

Ægir - 01.04.1912, Side 7
ÆG I R. 47 17. gr. Landsstjórninni er skylt að hindra, að nokkur opinber gjöld, hvers konar sem er, önnur en þau, sem tekin eru fram í lögum þessum, verði lögð á innflutning, losun, landflutning og afhending koianna. 18. gr. Ef Ieyfishafi skyldi á einkaleyfis-tíma- bilinu hætta að birgja landið með kolum á þann hátt, er lög þessi tilskilja, eða brjóta samning sinn í verulegum atriðum, skal hann hafa fyrirgert einka- leyfi sínu. Nú álítur gerðardómur, sbr. 14. gr. að hann hafi fyrirgert rjetti sínum samkvæmt lögum þessum, og er ráðherra íslands þá heimilt að veita öðru áreiðanlegu verslunar firma einkaleyfið með sömu kjörum, þangað til alþingi ákveður öðruvísi, fyrir þann tíma, sem þá er eftir; eða gefa versl- unina frjálsa. 19. gr. Útflutningsgjald af kolum, sem seld verða til útlendra skipa af öðrum en 'leyfishafa, sbr. 6. gr. og 16. gr. skal greitt hlntaðeigandi lögreglu- stjóra innan mánaðar frá söludegi. 20. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. laga þess- ara varða sektum frá 1000—5000 krónum. Kol, sem flutt eru ir.n í heimildarleysi, gerð upptæk. Ef kol eru seld til útlendra skipa af öðrum en leyfishafa, sbr. þó 6. og 16. gr., þá varðar það sekt- um frá 500—5000 krónum, og auk þess skal selj- andi skyldur að greiða 4 krónur í útfluiningsgjald af hverju tonni. Brot gegn ákvæðum 16. gr. laga þessara varð- ar sektum frá 100—2000 krónum. 21. gr. Með mál, sem rísa út af brotum gegn lögum þessum, skal farið, sem almenn lögreglumál. Sektir allar samkvæmt lögum þessum renna í landssjóð að helmingi og til leyfishafa að helmingi. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1913. Vegna rúmleysis höfum vjer orðið að Iáta nægja að skýra frá aðalinnihaldi 7., 9., 10., 12., 13., 14., 15., 16., 17., 19. og 20. gr., en allar aðrar eru orð- rjettar. Umrœðnjrniðiir um einkasölu á kolum. Sjálfstæðisfjelagið hafði boðað til þessa fundar og var hann haldinn 20. þ. m. Hartnær 200 manna var á fundinum. Af fjármálanefndarmönnum voru þessir mættir; H. Hafstein, Kl. Jónsson og M. Blöndahl. Umræður urðu fjörugar. En sá var galli á, að nefndarálitið hafði ekki komið út fyrr en eftir miðjan dag þann sama og fundurinn var haldinn, enginn þeirra er töluðu, auk nefndarmannanna, hafði því kynt sjer það til nokkurrar hlit- ar eða alls ekki. Málshefjandi var Garðar kaupm. Gísla- son, ennfremur tóku til máls Thor fram- kvæmdarstjóri Jensen, Sveinn yfird.mflm. Björnsson, Bened. alþm. Sveinsson, Bryn- jólfur kaupm. Bjarnason og Árni Árnason. I3eir höfðu allir meiri og minni imigust á málinu. Nefndarmennirnir töluðu allir þrír og andmæitu aðfinslum hinna. Vjer viljum í örstuttu máli skýra frá andmælum þeim, sem fram komu gegn einkasölunni, hjá nokkrum þeim, sem töl- uðu og vjer höfum getað náð í. En þar sem nefndarmennirnir voru þeir einu, sem töluðu með einkasölunni þar á fundinum, en þeirra ástæður og rök- semdir er að finna í nefndarálitinu, er það ósk vor að lesendur vorir kynni sjer það. Garðar Gíslason: IJann kvaðst ekki liaí'a Iesið nefndarálitið, en bygði andmæli sín á fyrirlestri, sem einn nefn.lurmanna, Sig. Hjör- leifsson, hjelt fyrir skömmu hjer i bænum. Ræðum. taldi nefndina hafa leitað upp þá vöru til að tolla og einoka, sem allir máttu síst án vera, vöru, sem er afl samgangna og iðnaðar og Iyfttstöng allra framfara, að nefndin hafi sjeð að pjóðin þyrfti á kolum að halda meðan nokkuð lífsmark væri með hanni. Sagði að þjóðin hefði útilokað úr landinu þá vöru, sem heppilegust var til lolltekna, en til þess að ná tekjum í skarðið, eigi að ná sjer niðri á nauð- synlegustu vörunni, á kostnað aðalatvinnurek- enda Iandsins. Kolin hlytu að verða dýrari en áður. Kol hefðu oft verið seld hjer i Rvik flutt heim fyrir um 18 kr. ton. þegar mikið hef- ir verið keypt i senn og um 17 kr. tonnið til botnvörpuskipa, þótt innkaupsverðið hafi ekki verið lægra, en það sem fjármálanefndin legg- ur til grundvallar. Ef landssjóðsskatturinn kr.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.