Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1912, Síða 10

Ægir - 01.04.1912, Síða 10
50 ÆGIR. Heima. Stórslys af ásiglingu. Skip sokkur. 14 af skipverjnm drukna. Aðfaranótt sunnudags hinn 14. þ. m. vildi það hörmulega slys til, að eitt af flskiskipunum lijeðan úr bænum, »Svan- urinn«, eign H. P. Duus, varð fyrir ásigl- ingu af frakkneskri skonnortu, St. Ibes að nafni frá Paimpole. Veður var ofsahvast á vestan og svarta bylur svo aðeins sást skamt úl frá skipinu. Skipvcrjar á Svan- inum liöfðu verið nýhúnir að venda skip- inu til hafs og voru að leggja því í rjett með 2-rifuðu stórsegli. Voru báðir yfir- menn skipsins uppi á þilfari frá 3—4 um nóttina og 8 hásetar; voru þeir að rifa slagfokkuna, sem þeir ætluðu síðan að draga upp, svo skipið lægi belur við sjón- um. Vissu þeir þá eigi fyr en skip kemur á móli þeim nauðheit, með vind á bak- Iiorða, og har það svo fljótt að þeim, að sýnilegl var, að eigi mundi auðið að forð- ast ásiglingu. Lenti skip þetta, er þá sást að var skonnorta, á bakborðskinnungnum á Svaninum og braut mikið; varsvoþungt skrið á skonnorlunni að hún venti Svan- inurn yíir vindinn og samhliða við sig á stjórnborða. Skipstjóri á Svaninum sá þegar, að eigi mundi auðið að halda Svaninuin á Iloti eftir þetta áfall, gerði hann þegar öll- um skipverjum, er niðri í skipinu voru, viðvart að forða sjer, ef takast mætli að komast yfir á franska skipið um leið og það færi aflur með. IJetta gerðist alt i svo skjótri svipan, að eigi verður með orðum lýst, enda komust eigi nema 12 manns yíir í skonnorluna, og höfðu 2 af þeim verið undir þilfari á Svaninum og má það lieila snarræði mikið, að nokkur skyldi bjargast í sliku veðri. Skonnorlan losaðisl þvínæst við Svan- inn og hvarf hann þeim á svipstundu með þeim 14 mönnum er eftir voru. Skonn- ortan hafði við áreksturinn mist fram- seglin og brotið brandinn (bugspjól og úlleggara) en enginn leki hafði komist að skipinu. Tók það nokkurn tíma að fá lagfært seglin, svo að þeir gætu siglt og reyndi skipstj. á Svaninum að gera þeim frönsku skiljanlegt, að íleiri menn hefðu verið um borð en þeir sem björguðust. Sigldi þá skonnortan í þá ált, sem hún bjóst við Svanurinn mundi vera, en varð einskis visari; má því telja vist, að Svanurinn hafi sokkið eftir litla stund. Hin frakkneska skonnorta kom hing- að á liöfnina hinn 16. með skipbrotsmenn þá er björguðust. Var síðan hafin rjeltarrannsókn í þessu máli hjer í bænum og upplýstist við próf- in, að skonnortan hafði siglt með 3—-4 milna hraða og eigi sjeð ljósin á Svanin- um sökum snjóhríðarinnar, fyr en svo seint, að eigi var komist hjá ásiglingu, enda tóku þeir það ráð að reyna að víkja aftur fyrir skipið, sem er mjög vafasamt hvort heppilegt hafi verið, þegar svo nærri var komið. Á »Svaninum« hafði alt verið í besta lagi, bæði segl og allur reiði og ljós tendruð eins og lög mæla fyrir og var liann því í sinum fulla rjetti þegar slysið vildi til. IJað sem vjer vildum segja viðkom- andi þessu slysi er: að það virðisl mjög mikið skeytingarleysi eða kæruleysi og eigi sámboðið gælilegri sjómensku að sigla þannig eins og hið franska skip hefirgert, með talsverðum hraða i slíkum jeljagangi og stormi á næturlíma að ástæðulausu, eigi síst þar sem margra skipa er von eins og á því svæði, þar setn slysið vildi til, sem eru aðalfiskimiðin að sunnanverðu við landið á* velrarvertíðinni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.