Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1913, Síða 2

Ægir - 01.04.1913, Síða 2
42 ÆGIR að lögmenn og lögrétta á dögum Guð- brands biskups töldu það »ójbarfa og mikla hœttu ad Islendingar œtlu kaupfar 1« Fjórði kaflinn er um afleiðingarnar, þar segir svo: Festist því sú venja að eingöngu var verzlað við Noreg. Þar af leiddi svo að íslendingar kyntust lítt öðrum þjóðum og héngu við Noreg, hver ó- svinna sem þar var höfð í frammi við þá. Olli þessu hugsunarlaus fastheldni við venjuna. Þeir leituðu eigi að neinu ráði verzlunar við aðrar þjóðir en Norðmenn, jafnvel þótt lagt væri á þá landaura- gjald og þeir væri skyldir til landvarnar með kon- ungi og fyrir þá væri lagt farbann þegar konungi sýndist. Sigling Austmanna hingað og verzlun dró og mjög auð út úr landinu, því að verzlunarhagur- inn gekk að miklu leyti til þeirra. Liggur það og f hiutarins eðli, að þeir hættu eigi að verzla, þótt konungur legði gjald á verzlunina, alla þá stund sem þeir græddu á henni. Svo má lengi illu venj- ast að gott þyki, segir máltækið; hefir það jafnan sannast á íslendingum. Og Einar Þveræingur bjargaði þeirra málstað ekki nema einu sinni. Þeir léðu erlendu valdi þegar í upphafi fangstaðar á sér og urðu þv( síðar teknir tófutaki. Þessar voru hinar fyrstu afleiðingar þess, að íslendingar önnuðust eigi sjálfir alla flutninga sfna frá upphafi. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur.------------ Noregskonungar höfðu haft einokun yfir verzlun allri á Finnmörk frá ómunatíð. Var þeim því kunn hugmyndin og ágóðinn. Þótti þeim því óskaráð, er fram liðu stundir, að reyna að koma þvf lagi á verzlunina bæði víða í Noregi og öllum eylöndum, sem lutu Noregskonungi. Enda kom að því um sfðir. Þó byrjuðu þeir á að banna erlendum mönn- um sigling til þessara landa. Komu slíkar ráðstaf- anir fyrst fram 1294, en ísland er fyrst nefnt 1302. Þá er öllum erlendum mönnum bannað „að flytja sitt góðs eðr senda norðr um Björgvín eðr annars- staðar til sölu í herað, eðr gjöra félag til íslands eðr annara skattlanda konungsins". Er þetta bann ftrekað rúmum 40 árum sfðar. Ekki sáu íslend- ingar, hvert stefndi og ekkert gerðu þeir því til þess að afstýra yfirvofandi hættu. Hefði þó þá enn verið tfmi til að manna sig upp og auka skipastól- inn. En stundarhagurinn var eigi í bráðum voða og létu þeir því kyrt. Þeir voru hagvanir í Noregi sem fyr var ritað og kom eigi til hugar að slfk verzlunarstefna konungs mundi ná til sfn, alla þá stund sem þeim og Austmönnum var látið heimilt að verzla eftir vild. En þess var eigi langt að bíða að konungur legði bann og kvaðir á íslendinga og Austmenn. Svo er sagt f Flateyjarannál að Magn- ús konungur Eirfksson hafi gefið Hákoni syni sín- um Noreg en Eiríki Svíþjóð, en „sjálfum sér ætlaði hann til rfkis Hálogaland, fsland, Færeyjar og Hjaltland". Þá snerust Norðlingar til mótstöðu og fóru þá Eyfirðingar til Noregs á ferju, sem þeir keyptu af Þverárstað; en skip þeirra var gert upp- tækt, þegar þangað kom og menn handteknir. Að öllum Ifkindum hefir það verið gert í lagaleysi, en konungi mun hafa verið ljúft að bæla alla mótstöðu niður með harðri hendi. Tókst það og fullkomlega. Komst þá á sú verzlun, er Konráð Maurer segir fólgna f þessu: ad binda verzlun íslands við sér- stakt konungsleyfi, ad lfggja gjald á kaupmenn f konungsþágu (sekkjagjald), og f þriðja lagi að ein- oka alla verzlun landsins við Björgvin. Landsmenn urðu með öðrum orðum að láta sér lynda að konungur tæki sér sjálfum til matar tutt- ugasta hvern fisk af verzlun þeirra. Þeir höfðu þá hvorki skipakost né manndáð til þess að rísa í móti. Af þessum böndum á verzlun og siglingum og álögum leiddi nú það, að smámsaman dró úr kaup- ferðum íslendinga og Austmanna. Beztu mennirnir drógu sig f hlé og atvinnan lenti að mestu í hönd- um misindis lausakaupmönnum. Og að lokum lenti hún nær eingöngu í höndum erlendra manna, Eng- lendinga og Þjóðverja. Versnaði viðskiftahagur ís- lendinga að vfsu eigi við þetta, en lokið var nú með öllu skipakosti þeirra litlu fyr en Kristján 4. bolaði þessa menn burt, Þóttist hann gera það til þess að þegnar hans fengi haginn af verzluninni. Hann var eigi að hugsa um íslendinga hag, en þeir höfðu þá gengið svo frá sér, að þeir urðu að láta sér alt lynda sem títt er um sigraða nienn. Var þeim nú runninn í merg og bein skoðun lög- manna og lögréttu, er þau kærðu skipakaup Guð- brandar fyrir konungi og töldu óþarfa og mikla hættu að Islendingar ættu kaupfar. Hver er hugur manna nú? Skipalaust eyland hlýtur að komast f ánauð. Væ victis! Fimti kaflinn heitir »Skipalaust land« og er m. a. bent á afdrif hinna íslensku landnema á Grænlandi sem að minsta kosti óbeinlínis mun hafa verið að kenna algjörðu samgönguleysi við önnur lönd. Eg hefi áður rakið það nokkuð, hvað Noregs- konungar buðu þjóð vorri, er hún var mjög svo

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.