Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1913, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1913, Blaðsíða 8
48 ÆGIR skildi nokkra menn eftir um borð, að einhverju leyti vopnaða. Var sá sektaður og afli og veiðarfæri gjörð upptæk og seld hér. Það hefir reynst svo, að þó menn hitti hér á bletti sern fiskur er á, hafa trollararnir spilt því óðara, dregið þar þangað til alt er eyðilagt. Það er hörmulegt, ekki síst í ann- ari eins ótíð og ( vetur að bátarnir skuli vera neydd- ir til að fara svo langt út á djúpið vegna þessara ræningja, að varla er hugsandi að verði að veru- legu gagni, auk tímans sem til þess fer og hætt- unnar sem því er samfara". Eiiuskipafélagið. Hlutasöfnunin hér í höfuðstaðnum gengur eftir vonum. Eftir síðustu fregnum sem Ægir hefir feng- ið eru líkur til að hér í bænum fáist eitthvað yfir ioo þúsund kr. eins og áætlað var í fyrstu. Erlendis Pýsk eimskipafélög hafa grætt mjög árið sem leið, segir „Berliner Tageblatt. Sum þeirra, eins og t. d. Norddeutche Lloyd höfðu liðið nokkurn halla árin á undan en hann hafa þau unnið upp og greiða þó góðan hlut- arð. Nordd. Lloyd greiðir 7°/o hlutarð Ástraliu- línan i4°/o, Deutsche Levantlinie 7°/o, Hamburg- Siidameria-félagið i4°/o og //atisa-eimskipafélagið 20°/o. Nýtt efni til að hreyfa mótora segir „Hamburger Fremdenblatt" að sé fundið á Þýskalandi. Er það framleitt á likan hátt og ben- zín en á að vera þrisvar sinnum ódýrara að minsta kosti. Ransakað hefir það verið af vísindamönnum og reynt á vélum sem annars eru notaðar fyrir benzín. Er sagt að það kvikni á því eins vel og benzíni og þensluaflið sé fult svo mikið. Fylgir sögunni að myndað sé félag með 2 miljón króna stofnfé til þess að framleiða þetta nýja efni. Rafmagnsljós við flskiyeiðar. Menn hafa lengi vitað að ljós hænir fiska að sér og eru byrjaðar tilraunir ( Noregi með það að nota rafmagnsljós ( því skyni að fiskarnir safnist utan um það og léttara verði að ná þeim ( net og næt- ur. Rafljósið hefir sem sé þann kost að það er hægt að sökkva ljóskúlunni niður á hvaða dýpi sem er, án þess að það hafi nokkur áhrif á ljósið. „Norsk Fiskeritidende" segir frá fáeinum tilraunum sem einstakir menn hafa gjört, en sem hafa verið fremur ófullnægjandi. Leggur blaðið til að tilraun- irnar verði reknar fyrir opinbert fé, því að menn vænta sér góðs af þeim einkum við veiðar á smá- síld. Dísilskipin. Austurasíufélaginu danska hafa reynst þau svo vel, að það hefir nú pantað smíði á 7 nýjum dísil- skipum 61,000 smálestir samtals, og lætur félagið auk þess setja dísilvélar í 3 af eimskipum þeim, sem það nú á. OKueyðsla dísilskipanna Selandía og Jútlandía hefir verið 8—9 tonn á móti 24 tonn- um af kolum ef eimvélar hefðu verið ( þeim. Nýj- ustu oltuvélarnar eyða þó tiltölulega enn minna að sögn. Meðal kosta dísilvélanna má ennfremur telja að sívalningarnir 1 þeim eru hver öðrum óháðir og vinna einir þótt aðrir bili. Eimvél verður að kynda 12—24 klukkutíma áður en hún hefir náð fullum krafti en dísilvélar eru tilbúnar á fárra mínútna fresti- í eimskipum þurfa katlarnir og næstu plöt- ur ( skipsskrokknum all-fljótt að endurnýjast, en dísilvélar hafa enga katla. Seglfesta af sjó, sem eimskip verða oft að nota, skemma fljótt járnið, en dísilskip nota olíuseglfestu og hún varnar ryði. Dísil- vélar eru einfaldari en eimvélar og slitna ekki fyr. Léttari eru þær en eimvélar og olían sem þær nota léttari en kol, en við það eykst burðarafl skipsins. Mikið sparast við að þurfa ekki að taka kol og launa kolamokurum í vélinni. Miklu Iéttara er að halda dísilskipum hreinum og þokkalegum en eim- skipurn. Síðan Selandía var bygð hafa verið gjörðar ýms- ar endurbætur á dísilvélunum samkvæmt fenginni reynslu, og eru nú líkur til að hinir miklu kostir þessara véla gjöri það að verkum að þær útrými að miklu leyti eimvélum úr skipum. Hættan við þær virðist ekki önnur en sú, að ölíuverslunin hefir nú um hríð verið í svo fárra manna höndum að eðlilegt jafnvægi olíuverðsins hefir orðið minna en á kolaverðinu. (Tekið úr „Meddelelser fra Norges Oplys- ningskontor for Næringsvejene" is.mars 1913) Prentsraiðjan Gutonberg — 1913.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.