Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1913, Qupperneq 3

Ægir - 01.04.1913, Qupperneq 3
ÆGIR 43 þrotin að skipum, en þeir fóru þó eigi lengra en að leggja gjöld á þá, sem hér verzluðu. Eftir 1600 sést fyrir alvöru hvað má bjóða þjóð, sem býr á umflotnu landi og getur eigi sjálf annast flutninga sína. 1. Hdn megnar ekki að sporna við þvf, að henni sé valdir viðskiftamenn og viðskiftavegir eftir geðþótta eins manns, konungsins, eða félaga, sem gjalda ákveðið verð fyrir og mega setja henni afar- kosti. Þetta var og framið á íslendingum, og nú var þeim ómáttugt að rísa við því, því að þeir bjuggu í skóglausu landi og blóðsugurnar fluttu þeim ekki skipavið. 2. Hún verður og ósjálfráð heimafyrir, þvf að hún ræður engu um, hvar vörur eru settar á land. Vilji hún ýfast við, þá má svelta hana, þangað til hún beygir sig. Að lokum fer svo, að landinu er skift í verzlunarhéruð, og má enginn verzla utan þess héraðs, er honum er skipað. Þá eru menn orðnir þrælar fastir á fótum. En hvað eiga menn að gera? Ekki fljúga steiktar dúfur í munn þeim, og ekki geta þeir vaðið yfir heimshöfin. íslendingar urðu eigi aldauða eins og Grænlend- ingar, og má vera að vér eigum líf vort að þakka að skrælingjar náðu ekki til vor. Raunar vorujafn- an skipagöngur til landsins, því að velgerðamenn- irnir þurftu að flytja oss ormakorn og fleira, þótt af skornum skamti væri, en einkum þurftu þeir að flytja héðan ránsfeng sinn, góðar vörur vorar, sem þeir auðguðust á. Eigi hefi eg fundið, hversu mörg skip hafi gengið hingað á einokunartímanum, en sjálfsagt hafa þær skipagöngur verið als ónógar. Jón Sigurösson segir að á tfma konun'gsverzlunar- innar hafi komið 30 skip til íslands á ári. Er senni- legt að allan tfmann hafi gengið hingað 20—30 skip. Má telja vfst að aðflutningar hafi verið als- endis ónógir, einkum er hallæri var í landinu, og hafi samgönguleysi verið mikil orsök þess, er menn urðu hungurmorða. Sést þetta meðal annars á því, að skipin gátu ekki tekið alla vöru til útflutnings eftir það er lengt var tjóðurbandið og öllum þegn- um Noregskonungs leyft að verzla hér; og höfðu þó þá vaxið skipagöngur. í almennri bænarskrá, dagsettri á Alþingi 24. júlf 1795 ..kvarta þeir þar yfir að verzlun kaupmanna sé ófrjáls, magnlaus, niðurdrepandi og óbærileg, og biðja þess vegna um að veitt verði frjáls verzlun við allar þjóðir. Þeir kvarta einkum yfir að verzlun þeirra sé bundin við ríki Danakonungs einssaman; að kaupmenn flytji bæði oflitla vöru til landsins, einkum þó sem menn þarfnast mest til atvinnuveganna, og vara sú, sem flutt sé, sé bæði skemd tfðum og einatt, og svikin, og þar að auki illa útilátin að vigt og mæli; pen- inga fái menn ekki nema með mikilli ofanágjöf, en óþarfa vöru sé neytt upp á menn bæði til kaups og láns. Þá kvarta þeir yfir að kaupmenn geti ekki tekið við nærri allri vöru þeirri, sem bjóðist frá Iandsmönnum, og í góðu ári varla nema helming hennar, og kefji þetta alla atvinnu landsmanna. Þeir geta og þess með mikilli oánægju, að kaup- menn dragi allan ábata sinn úr landinu og eyði honum eða verji Danmörku til gagns einni saman, og helzt Kaupmannahöfn, en afræki allar borgara- Iigar skyldur sínar við ísland". Sést á þessu að ónægar skipagöngur þykja mönnum þá einna verst- ar. Að hinum atriðunum verður sfðar vikið. Óðar en verzlunin varð hóti frjálsari ukust og skipagöng- ur, þótt enn væri sá gallinn á, að þær voru bundn- ar við eitt land. Síðan 1787 hafa þær verið sem hér segir: Ár Tala Tala Af hundraði skipa smálesta frá Danmörku 1787—1800 mt. .. 55 4366 IOO 1801 —1810 — .. 42 3531 IOO 1811 — 1820 — .. 33 2665 IOO 1821 - 1830 — .. 54 4489 100 1831—1840 — .. 82 6529 100 1841—1850 — .. 104 7664 100 1851 — 1860 — .. ‘33 11388 til 64 100 •66*—60 81 1861—1870 — .. 146 I399I 65,3 1871—1880 — .. 195 20716 51 1881—1890 — .. 20 7 4>324 41,3 1891—1900 — .. 349 62392 00 vb 1901 1905 . . 385 92IOI 30,8 1906 401 116901 27,4 1907 496 1637x7 40 1908 379 139273 35 1909 318 116493 3° I9IO 327 125155 23.=* Á þessum skipalista má sjá, að fram til 1854 er nákvæmlega eins háttað öllum samgöngum vorum sem var fyrir 1788, nema hvað afarkostirnir voru lftið eitt mýkri en á verstu tfmum einokunarinnar. *) Við þennan lista höfundarins er það að at- huga að hér munu einnig talin með öll fiskiskiþ útlend sem i höfn koma, en þó engan veginn má telja með samgöngum við útlönd og engan þátt eiga f viðskiftaleiðum vorum. Þótt árið 1910 sýni, að aðeins tæpur fjórði partur skipa hafi komið frá Danmörku þá eru viðskiftaleiðir vorar svo að segja albundnar við það !and ennþá sem kunnugt er. Ritstj.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.