Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1913, Page 4

Ægir - 01.04.1913, Page 4
44 ÆGIR Öll einkenni úr bænarskránni 1795 eru skýr og auð- sæ fram til 1854. En þá mátti nú vænta að frjáls verzlun kæmi einnig lagi á skipagöngur. Hefir það og orðið svo, því að þá hefst sigling hingað frá ýmsum löndum og helst nokkuð í hendur við það vörumagn, sem þangað flyst og þaðan kemur. En Danmörk heldur þó meiru af skipagönguuum en því, sem samsvarar því vörumagni, er þaðan flytst. Er þess þó einkum gætanda, að minnst flytst þaðan af dönskum vörum, heldur eru það að miklum hluta vörur frá Þýzkalandi og annarstaðar að, sem þang- að verða að fara fyrst fyrir þá sök að verzlunar- vegir Islands lengjast og skekkjast, af því að enda- stöð verzlunarinnar og yfirráð siglinganna hefir verið og er enn að miklu leyti í Kaupmannahöfn. Margir kaupmenn fara enn með ágóða sinn þangað, og toga því I þann endann, er síður skyldi. Þetta er vafalaust mesta tjónið af því, að skipa- göngur sé í annara höndum, að öll verzlun verður oss erfiðari og óhagstæðari og miklu dýrari. En það verður engum tölum talið. Þvt að fyrst og fremst er erfitt að leiða getum um það, hversu miklu hagstæðari hún yrði, ef vér ættim sjálfir skipin, og í öðru lagi verður eigi metið til peninga, að þetta er haft á framtakssemi og áhuga vor sjálfra og sviftir vora menn heilli og mikilsverðri atvinnugrein. Hitt mætti reikna í peningum, hversu mikið fjártjón það er fyrir oss, að alt er útborinn eyrir, sem goldið er fyrir mannflutninga og vöru- flutninga. Arið 1911 fekk „Thore" 920000 kr. í flutningsgjöldum. Hafi nú hitt félagið fengið jafn mikið, þá höfum vér borgað Dönum það ár 1840000 krónur fyrir flutning. Þá hefir og Björgvinjarfélagið fengið eitthvað, Þótt því talan hér að framan væri heldur há, þá er þó ekki hátt farið að telja þeim öllum 2 miljónir kr. Betur væri þessir peningar komnir í vasa landa vorra, en þar mundu þeir Ienda, ef vér hefðum skipagöngurnar í vorum höndum. Reikna má og í peningum hinn beina skaða af verri kjörum í samanburði við skárri lcjör. í Birki- beinum. II. ári, bls. 69—70 hefi eg gert það og bygt á skýrslum frá Þórarni Tuliniusi. Sá reikn- ingur er lauslega svo, að 10 miljónir króna liggja ofborgaðar í vasa „sameinaða félagsins" komnar úr vasa vor íslendinga. Og næði það félag sömu tök- um aftur og tíu ára samningi, þá mundum vér á þeim tíma skaðast um hálfa sjöundu miijón sam- anborið við kjör síðustu ára. ísland er enn þá skipalaust land til verzlunar, þótt fiskifloti þess sé nokkur og vaxi. Enda hefir það sýnt sig á þeim kjörum, sem vér höfum átt við að búa. Þess vegna er nú brýn þörf að athuga hvert stefnir. Ættum vér nú ekki að þurfa fleiri alda reynzlu til þess að vita að skipalaust eyland er ánauðugt land. Nl. Eimskipafélagið. Hvernig gengur? Svo spyrja nú allir um þessar mundir, bæði þeir sem trúaðir eru og vantrúaðir á framgang þessarar nýju siglingahugmyndar vorrar. Því að þótt alla langi nú til að félagið komist tryggilega á laggir, þá eru allir ekki jafn- trúaðir á það. Einkum eru »reyndir menn og ráðnir« mjög efablandnir sumir hverjir. Það að vera reyndur maður á þessu landi þýðir sem sé að vita hvað ekki heppnast, það þýðir að vera tortrygginn og vantrú- aður á alt nýtt. Af því má marka hvað vantar á menningu vora, þrátt fyrir alla skólana. Lærdómurinn grípur auðvitað alstaðar í tómt, því að ekkert bíður eftir slarfskröftunum er náminu lýkur, því eng- inn hefir reynt hvað er mögulegt. En hvað sem þessu líður þá gengur nú eim- skipafélags undirbúningurinn sinn vissa gang og hlutaíéð vex jöfnum skrefum. Ætti það líka að vera vandaminst að fá féð, því að til þess þarf ekki annað en að telja í menn hug með hvaða meðulum sem mönnum dettur í hug. Aðalerfiðið byrjar auðvitað þegar á að fara að stjórna fyrirtækinu. Að blöðin skuli mæla öll svo kröftuglega með þessari stofnun ltann að vera góðra gjalda vert í sjálfu sér, en gagnlegra væri það þó áreiðanlega ef þau bæru vitsmuni til að rökræða málið frá fleiri hliðum, án þess að lenda þar fyrir út í illdeilur og öfgar. Fyrir forgöngu- mönnum þessa fyrirtækis vakir sem sé ekki að reka það af stokkunum með ein- hverju vissu fyrirkomulagi sem þeim hefir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.