Ægir - 01.04.1913, Qupperneq 6
46
ÆGIR
ist að svo komnu, en hitt leiðir af sjálfu
sér að þegar félagið er formlega stofnað
þá ráða hluthafar því hvenær þeir kaupa
skipin og hvort þeir hafa þau með kola-
vélum eða olíuválum. Vafalaust væru olíu-
vélar okkur hentugii þegar trygging er
fengin fyrir því að olíuverðið geti lialdist
nokkurnveginn skaplegt, enda eru nú kol
orðin alldýr á síðustu tímum.
Er tyrirtækið tryggilegt? Þannig spyrja
margir, sem beðnir eru að kaupa hluti.
En spurningin er barnaleg. Ekkert fyrir-
tæki undir sólinni er altrygt; þau þurfa
öll á mentun og mannviti að halda, sum
meira og sum minna, og ef það brestur
sem til þarf, þá er skollinn laus. En um
þetta félag er það að segja, að það er að
mestu á þjóðarinnar valdi sjálfrar að láta
það borga sig. Eitt er víst og það er að
við þurfum að fá mikið af nauðsynjum
okkar frá útlöndum og sömuleiðis að flytja
út vöru okkar og við komumst engan veg-
inn hjá því að borga það sem slíkurflutn-
ingur kostar til og frá. Að við getum
annast þetta eins ódýrt og útlendir keppi-
nautar ætti að vera nokkurn veginn víst,
svo að spurningin er þá aðeins sú, hvort
við viljum veita sjálfum okkur vinnu við
þetta eða láta aðra taka hana af okkur
orðalaust, setja okkur alla skilmálana og
sitja sjálfir með hendur í skauti, vælandi
af vinnuleysi og peningaskorti. Hér gjöri
eg ráð fyrir að samkeppnin sé alveg frjáls
milli hérlendra manna og útlendra. En
um leið mætti benda á það, að aðrar þjóð-
ir sem eiga að heita sjálfum sér ráðandi,
eru svo sem ekki að spyrja að slíku. All-
ar skara þær eld að sinni köku og útiloka
útlenda borgara frá frjálsri samkeppni við
sína menn allstaðar þar sem þær bara
koma því við. — Að hve miklu leyti
löggjöf okkar gæti stuðlað að vernd þess-
arar nýju atvinnugreinar og þar með hvatt
menn til nýrra framkvæmda á öðrum
sviðum, skal ekki farið hér út í að sinni,
það þarf grandgæfilegrar í-annsóknar og
athugunar við.
Það er viðurkent máltæki að »argur er
sá sem engu verst«. Og þótt svo kunni
að vera, að sjálfstæðishugmyndir okkar
mæti einhverju tómlæti hjá öðrum þjóð-
um á meðan við erum fáskiftnir um eigin
hag, og úrræðalitlir, þá er hitt eins víst
að enginn hlutur er til, sem mætir jafn-
mikilli samúð og skilningi meðal allra
þjóða eins og ærleg og þolgóð viðleitni
til að rækta í sér mannseðlið, lifa og bjarga
sér.
H.
Frysting á fiski í saltlegi.
í siðasta blaði var getið um nýja frysti-
aðferð, sem Ottesen í Thisted hefir fundið
upp. — í »Norsk Fiskeritidende« 3. mars
er grein eftir Bull forstöðumann fiskiveiða-
tilraunastöðvar Norðmanna um þetta efni,
og skulu þýdd hér aðalatriði hennar:
»Áður en eg byrja á aðalefninu, frystingu á
fiski og síld, þá vil eg til skilningsauka minnast
á tvö atriði, sem standa í nánu sambandi við
þetta og það er frysting saltvökva og um
svo kölluð »enzym«.
Frysting: saltvökva. Þegar venjulegt saltvatn
frýs, þá verður ísinn, sem kunnugt er nærri salt-
laus, og vatnið 1 kring verður þá saltara en það
var áður, er það hefir tekið við saltinu úr því
sem varð að ís. Ef maður hefir t. d. ioo kíló
af sjó sem hefir í sér 3% (3 kíló) af salti og læt-
ur það frjósa þangað til komin eru 50 kíló af
ís, þá eru í þvf vatni sem eftir er ófrosið 6%
af salti. Ef haldið er áfram að frysta vatnið
mun seltan aukast í því sem eftir er, en aðeins
miklu hraðar. Um leið má taka eftir því að
kuldinn vex í saltvökvanum eftir þvf sem meiri
ís myndast. Hið upprunalega sjóvatn frýs við