Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1913, Side 10

Ægir - 01.07.1913, Side 10
78 ÆGIR umst ekki hjá því, að krefjast þess að fá að laka að oss strandgæsluna að einhverju leyti eða öllu, og er því rétt að leggja nokkuð niður fyrir sér fyrirkomulag og kostnað. í »Aflurelding« getur próf. Guðm. Hann- esson um slrandvarnaráællun sem hann segist hafa fengið frá Norðmanni, sem hafði vit á málinu. Samkvæmt því þarf kostnaðurinn ekki að fara fram úr 50,000 kr. á ári. En þá er skipið líka miklu minna en »lslands Falk«, en að sögn á- ællunarhöfundar fullkomlega nægilegt til þess að gera það gagn, sem eitt skip ann- ars getur gert. Að Danir hafa einatt haft stærri skip, kemur af því, að þeir ýmist hafa ekki haft öunur smærri en þau skóla- herskip, sem þeir halda úti hvort sem er, og svo munu þeir og hafa liaft fleira á bak við eyrað en strandvarnir einar, er þeir bygðu »Fálkann«. Skólaskip er hann til dæmis fyrir Dani og ætti því fyrst og fremst að vera færður á sjóliðsreikning þeirra sjálfra, og það þvi fremur sem þeir mundu að sjálfsögðu nota hann í sínar þarfir, ef slríð bæri að höndum. Auk þess er liklegt, að þeir spari sér oft og einatt að halda úti slærri skólaskipum fyrir varn- arskylda sjómenn sína, einmitt vegna þess að þeir halda úti »Islands Falk« og »Be- skytteren«. Eftir öllum líkum að dæma myndi það vera mikið tjón fyrir oss, ef við þægjum »Islands Falk« af Dönum til strandgæslu, þótt að gjöf væri, því að fyrir þær 130,800 krónur, sem íslandi eru árlega reiknaðar til ölmusu fyrir úthald hans, mundum vér hæglega geta haldið úli tveimur fallbijssu- bátnm, sem hvor um sig gerði meira gagn en Fálkinn gerir nú. í blaðinu »Ríki« 5. tbl. 18. ág. 1911, er eftirfarandi skýrsla, sem einn þáverandi alþingismaður (J. Þ.) fékk í hendur, og var hún frá kapteini einum í llota Frakka. Er hún um útgerð á islenzku strandvarn- arsldpi, er nægja mundi jafnvel og annað stærra: »Skip af sömu gerð og botnvörpungur, en útbúið sem skóla og spítalaskip, mundi ef það væri 600 lestir að stærð, fást hjá skipasmið í Le Havre fullbúið fyrir 250 þúsund franka, eða hér um bil 180 þús- und krónur. Ef nota ætti slíkt skip til strandvarna, yrði að vopna það með 2 fallbyssum 47 mm. að vídd, er drægi 6 kílómetra. Ferð skipsins með þessu verði gæti verið 11 milur á vöku. Officerar á skipinu yrðu að vera 5. Tveir af þeim yrðu að kunna til hernaðar og 1 þeirra vélafræði. Fessir þrír officerar mundu fyrst í stað þurfa að vera útlend- ingar og laun þeirra hæfileg 7000 frankar eða rúmlega 5000 krónur. Þá væri liægt að ráða á Frakklandi og væri bezt að láta kunnuga menn gera það, svo að menn ættu siður á hættu að fá land- og lið- hlaupa. Auk þessara manna mundi næg skipshöfn, ef 17 manns væri, og væri skip- ið jafnframt skólaskip, mundu skipsmenn fá ókeypis eða ættu jafnvel að gefa með sér. Vélarpróf gætu þeir tekið hjá vél- meistara skipsins. Kenslutíminn fyrir al- menn skipstjóraefni yrði að vera 1 ár, en fyrir herforingjaefni, er færir væri að veita landhelgisgæzluskipunum forstöðu, 3 ár. Útgerð skipsins öll mundi árlega kosta um 80,000 franka eða 57—58,000 krónur. Að skipi og skolfærum mundi þurfa að ditta 4. hvert ár. Skipsmenn yrðu að vera vopnaðir og hafa einkennisbúning, og bend- ir lierforinginn lil, hvar vopnin fengist hentuglega. Á spítala skipsins mælti gera ráð fyrir 5 sjúklingum að jafnaði. Til þess að útgerðin beri sig, yrði skipið að ganga alt árið. í reksturskostnað skipsins ællu botnvörpusektir og tekjur spítalans að koma. Úllendir herforingjar mundu ekki fást nema þeim væru ætluð eftirlaun.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.