Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1913, Side 13

Ægir - 01.07.1913, Side 13
væru. Hliðarnar eru svo afarmargar, sem komið getur til greina að sýna, að það þarf líka næma athugun til þess að velja einmitt þær úr, sem mest þörfin er á. — Er mikill munur á því hvað þjóðin leggur mesta áherslu eða ætti að leggja mestan hug á að vita í hvert skifti, svo að þetta starf gerir miklar kröfur til þeirra, sem að því starfa og stærri en svo, að liægt sé að heimta mikið af þeim strax í byrjun. Sérstaklega eru góðar skýrslur mikils virði þegar á að gera gagngerðar endur- bælur á fjárhagsástandi einnar þjóðar. Og mjög svo geta þær létt undir með því að ná í ódýr lán fyrir landið. Gengur það því betur sem skilríkin eru skýrari fyrir hag landsins og hinni fjárhagslegu stjórn þess. Vekur það strax vantraust þegar eitthvað er óskýrt eða á huldu. Einnig verkar þetta, að hafa sem skýrastar skýrsl- ur, aftur á sjálfa fjárhagsstjórnina að liaga sér í öllu skynsamlega. Því að þótl þjóð- félög, stór og smá séu oftast vissari borg- unarmenn en einslaklingarnir, þá heíir það þó borið við að þau hata orðið að gefa sig upp sem gjaldþrota, eins og til dæmis Danir árið 1813 og Tyrkir 1876. Hefir það verið einn naglinn í lík- kislu Tyrkja meðal annars, að opinberar hagskýrslur þeirra hafa haft það orð á sér að vera falskar og óáreiðanlegar í að- alatriðunum. Verði hagslofan lil þess að gefa glögt yfirlit yfir þjóðbúið og rekstur þess, þá um leið er fenginn nýr möguleiki fyrir því að hægt sé að ná á því föslum tökum og hefja óbifandi hagsýnisstefnu á réttum grundvelli. Það er þetta sem mest nauð- in rekur til nú sem stendur, því það að byggja þjóðbúskap á því að landssjóður hirði dreifar einar og drefjar þar sem úl- lent viðskiftavald hefir látið greipar sópa, það er ekki lil frambúðar. Ábyrgdarfélög. Eitt af því sem þarf að taka til alvar- legrar íhugunar er stofnun íslenzkra á- byrgðasjóða. Það er meira en lílið fé sem árlega streymir út úr landinu til erlendra ábvrgðarsjóða, og er ekki svo undarlegl með það út af fyrir sig, því að all laust islenzkt fé stefnir þá sömu leið. Það er eðli peninga að leita að einhverri veltu- miðju til þess að snúast utan um, og úr því að slíkt er ekki til hér svo neinu nemi, þá hlýtur féð að liverfa úr landinu. Það má segja að mikið komi aftur af því fé sem borgað er fyrir lífsábyrgðir, eldsvoðatryggingar og skipavátryggingar, því að líftrygðir menn deyja allir að lok- um og mörg verða slysin á landi og sjó, bæði á mönnum og munum, liúsum og skipum. En þó að við getum svo ólíklega þl, að ábyrgðarféð komi alt lil landsins aftur, þá væri það samt stórtap fyrir hag þjóðar- innar að hafa mist svo mikið fé úr veltu. A lífsábyrgðum munu útlend ábyrgðarfé- lög líka hreint ekki tapa ef það er satt sem staðhæfl er að íslendingar séu með langlífari mönnum í Norðurálfu. Brunaábyrgðirnar liafa auðvitað oft feng- ið skell liér og tapað um hríð. En þau félög skrúfa cinlægt upp iðgjöldin og eru nú komin svo hátt að þau inega heita vel trygg með að fá alt sitt með rentum. En gjörsamlega óbærileg eru þau orðin, eink- um kaupslöðunum utan Reykjavíkur og há- borin skömm að liggja undir þeim ókjörum viðnáms og tilburðalaus, þar sem það væri þó í lófa lagið að nota sömu aðferðina og úllendingurinn og skrúfa iðgjöldin bara upp og niður eftir þörfum. Þau eru nú komin svo liáll að óhugsandi er að þau lendi hærra. Norðmenn lágu undir sama farginu fyrir nokkrum áratugum í smábæj- um sínum á vesturströndinni, en þeir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.