Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 8
128
ÆGIR
Steinolíufjelag með þessu nafni hefiu’
nýlega haldið aðalfund í London. A þeim
fundi sagði formaður fjelagsins, Sir Mar-
eus Samuel, meðal annars eftirfarandi
orð:
Viðskiftí fjelagsins ná nú hjer um bil yfir
allan heiminn, og vjer höfum ákveðið að
hin mikla viðskiftavelta sem við höfum
náð, skuli ekki eftirleiðis hindrast eða vera
undirorpin neinum breytingum á einstök-
um oliu-uppsprettum í ýmsum löndum
eða einstöku landsstjórnum. Við mun-
um kosta kapps um að kaupa olíunám-
ur og lönd, sem hkindi eru til að muni
framleiða olíu, hvar sem er að fá, með
sem bestum lcjörum. Það er samkvæmt
þessari stefnu, að við höfum keypt oliu-
lönd í Kaliforníu, meðal hinna bestu
þar um slóðir. Við höfum einnig borg-
að 2 milj. sterl.pd. veð, sem hvildi á Kali-
forniunámunum, vegna þess að það er
regla, sem við fylgjum fast fram, að láta
engar oliunámur vorar vera veðbundnar.
Framleiðslan af lindunum i Kaliforníu
nema hjer um bil 18,000 tunnum á dag
eða hjer um hil 200,000 smálestum á
ári. Ef vjer hugsuðum okkur að fara
eins með framleiðsluna eins og seljend-
urnir liafa gert áður, þá gæli maður ekki
búisL við eins miklum hag, en það er ó-
mótmælanlegt, að olían hlýtur að stíga i
verði i Kaliforníu í nánustu framlið. Þjer
getið sjálfir sjeð, ef við bara að eins
liækkuðum verðið um 10 cent á fati,
rnundum við gela tvöfaldað ágóðann.
En meining okkar er að liyggja mjög
stór geymslukör með pípulagningu til
sjávar og hreinsunaráhöldum. Okkur
reiknast, að lil þess og til annara frarn-
kvæmda, þurfi um 1,000,000 pd. sterl.
Þannig munu þá Kaliforníunámurnar
kosta okkur um 2,500,000 pd, slerl.
0 1 í u v e r ð i ð.
Oliuverðið er mjög kvikult í heimin-
um um þessar mundir. Hin tvö stóru
framleiðslulönd — Mexico og Kalifornia
— framleiða meir en eftirspurnin krefur,
að minsta kosti nú sem stendur, og
verðið reiknað í smálestum cr hlutfalls-
lega minna en á kolum. Je^g er sann-
færður um, að slíkt ástand getur ekki
orðið lengi, og þegar menn alment við-
urkenna yfirburði olíunnar sem brenslu-
efni fyrir gutuskip, þá] mun hún stíga i
verði, í rjettu hlutfalli við kol.
Með hinum snöggu breytingum sem
oliuiðnaðurinn hefur tekið á stuttum
tima, ekki einungis á sjó heldur og á
landi, ætli olían að vera minst 4-falt
dýrari en kol.
Fjelögin í Rússlandi og Rúmeniu eru
framvegis vel sett. 1 báðum þessum lönd-
um er fjelag' vort meðal hinna stærstu
framleiðenda. Með ánægju get jeg lýsl
þvi yfir, að úr námum vorum þar, fá-
um vjer um 450 smálestir á viku.
í Mexico höfum vjer keypt stórar land-
spildur fyrir nijög gott verð; fjórir brunn-
ar sem boraðir hafa verið, hafa reynst
vel, þrátt fyrir það, þótt þeir liafi ekki
framleitt mjög mikið. En nú hafa þeir
verið horaðir dýpra, og það mun sýna
sig, að þar fáum við góðar framleiðslu-
lindir.
Á eyjunni Rorneo eru mjög góðar olíu-
lindir, það er meðfram þeim að þakka,
að við getum gert sölusamninga, sem
vjermundum annars ekki treysta oss til.
Enn fremur sýnast boranir á Jafa, gela
góðan árangur, en aftur á móti erslæmur
árangur á Sumatra. í Asíu er framleiðsla
vor meiri en nokkurntíma áður, en á
Egiftalandi hal'a tilraunirnar gefist mið-
ur en skyldi. (»Farmand«).
.