Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 11
ÆGIR 131 kælirúmum beina leið til sölustaðar- ins. Sjerstaklega ber að tilnefna reyktan þorsk og þyrskling, ílattan i lengjur og hryggur og uggar teknir burtu, og kall- ast þessi fiskur Shetland Cod eða »Fil- letso, en þar að auk er sent mikið af reyktri ýsu og öðrum fiskitegundum. Reyktur þorskur er mest eftirspurður, af þvi hann er beinlaus og þess vegna þægilegastur til heimilisnotkunar. Aftur á móti er ýsa minna eftirsótt. Fiskur þessi er sendur í kössum með jjappir að innan, og eru liöfð 14 pd. ensk í hverjum kassa. Jafnaðarlega er fiskurinn óskemdur cftir þennan langa llutning, því hann er saltaður fyrir reykingu svo mikið, að hann þolir nokkra daga eftir að hann er kominn a land. Þó hefir það komið fyrir, að mikið hefir eyðilagst í llutningi, en oftast hefir ástæðan verið sú, að fisk- urinn hefir verið sendur um hásumarið, og ekki þolað hitann og auk þess verið lluttur með skipum, sem hafa haft marg- ar viðkomustöðvar á leiðinni. Það þykir nokkuð ótrúlegt og um leið nýstárlegt, að fiskur tilreiddur á þennan hátt skuli vera sendur kringum hálfan hnöttinn, yfir Miðjarðarlínuna, og vera svo seldur eftir 7 til 8 vikna ferð með gufuskipum frá hleðslustaðnum. Það er aðeins á siðustu 6 árum, að verslun með þannig tilreiddan fisk hefir lekið þessa stefnu, og það er útlit fyrir, að innílutn- ingur aukist með hröðum skrefum ár- lega. Hjer er nokkuð fyrir íslendinga að laka til athugunar í framtíðinni. Mikill atli. Mestur alli, sem menn hafa fengið á hotnvörpuskip í einum »túr«, er það, sem skip frá Hull tilheyrandi útgerð Pickerin & Ilaldan fjekk fyrir norðan Þrumsey i Noregi nú í haust á örstult- um tima. Aíli þessi, sem var mest koli, seldist fyrir um £ lfiOO eða hjer um hil 28000 krónur. Fiskveiðar Englendinga 1912. Blautur fiskur fluttur á land á Eng- landi 1912 hefir numið alls um 14 mill. 640 þúsund vættir (cnt.) og verðmæli aflans orðið £ 8,884,000 eða um 160 mill. 120 þús. krónur. Fiskur aflaður af hotnvörpu- og línu- skipum hefir numið samtals 8,749,591 vætt. og verðmæti alls þess afla verið hjer um I)il £ 7 mill. eða um 136 mill. króna. Þessar fiskitegundir hafa aflast mest: Síld 5.377.141 vætt. (cnt.) £ 1.664.724 Þorskur 2.486.762 — — - 1.448.269 ■ Ýsa 1.972.338 — — - 1.350.188 Koli 834.271 — — - 1.051.016 Til veiða gengu 2.245 botnvörpuskip og 5.076 seglskip og bátar, og höfðu samlals 44.704 menn atvinnu við veiði- skap á þessum skipastól. Fiskiveiðar Pjóðverja. Það er alkunnugt, að á síðari árum auka Þjóðverja fiskiflota sinn mjög mik- ið, og einkum leggja þeir mjög mikla áherslu á að auka útllulning á saltfiski. Harðfisk- og þurkunar-verksmiðjan i Geslemiinde hefir stækkað i þeim til- gangi að geta fært út kvíarnar hefir fje- lag það, sem rekur Jiessa verksmiðju, keypt mjög mikið land og bætt við höf- uðstól sinn 600.000 mörkum. Það er ekki einungis nýr fiskur, sem keyptur er til að salta og þurka, heldur hafa þeir upplagsstöð á íslandi, hvar þeir leggja fiskinn á land á vetrum og flytja svo til Geslemiinde til að þurka. Það er einkum þorskur og nokkuð langa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.