Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 6
126 Æ G I R „Einarshöfn". »Ægir« vill með fáum orðum minast hafnarvirkja nokkurra, er hal'. verið byrjuð við Skerjafjörð innanverðan, neð- an undan Eskihlíð. Það eru Englend- ingar sem að sögn hafa lagt peninga í fyrirtækið. Síðla vetrar komu verkfræðingar hing- að frá Englandi til þess að mæla dj7pi á Skerjafirði og athuga staðhætli aðra, og eftir að þeir liöfðu látið í ljósi álit sitt, hefur þessi byrjun verið gerð. Síðan snemma sumars hafa því nokkrir menn starfað að þessu verki og er það komið svo langl áleiðis sem nú skal greina: Utan'vert við svo kallaðan »Kýrhamar« sem er móhergssnös á að gizka 10 metra á hæð, um 300 metrum norðar, hafa verið reknir niður um 60 ferhyrndir staurar, um 20 cm. á hlið. Staurar þessir eru úr góðri ameriskri furu og mjög sterkir. Þeir eru reknir niður til þess, að mynda bryggju sem verður um 7 metrar á breidd, og er nú orðin um 70 metra á lengd, en þarf að líkindum að vera c. 120 metra löng svo hægt sje að leggja þar að botnvörpuskipum eða stærri þilskipum. Stauraraðir þessar eru litt skeyttar saman enn þá og enginn bryggju- flötur lagður, en efni virðist jjrotið, svo likindi eru lil að vcrkinu sje hætt f'yrst um sinn. Skúr fyrir smíði og geymslu smíðaverkfæra, hefur verið reistur á bakk- anum ofanvert við bryggjusporðinn, annars hafa ekki verið gerð þar önnur mannvirki nema nokkrar steinahrúgur slanda þar, sem kastað liefur verið sam- an, og siðar meir eiga að vera efni í verkunarreiti fyrir fisk eða þ. 1. Þessi eru mannvirki þar nú. Nú er spurningin, til hvers hefur þetta verið gert, og þá er svarið að eins að finna i skýringu sem staðið hefur hjer i blöðum, (og enskum), um svokallaða »Port Reykjavík« og menn setja i sam- band við Einar Ren. Þar er gefið i skvn að hjer eigi á næstu árum að rísu ný borg úr rústum, með miklum og skraut- legum byggingum kirkjum, bönkum og öðrum stórhýsum — hafnarvirkjum og stórum skipastól, sem sökum staðhátta og legu á hnettinum — nær Rretlandi en Reykjavík, — muni verða keppinautur höfuðstaðarins, og að lokum gleypa hann. Það virðist vera nokkuð sem rnælir með þvi að byggja hjer liorg, því landslag er mjög fallegt, hallast mót sól og' víðálta talsverð; það virðist fremur ástæða til að ætla að hjer eigi að rísa upp ein- hvernskonar iðnaðarhær, fremur en fiski- og siglingabær, þvi staðurinn virðist snauður af öllum tækjum lil fiskþurk- unar, grjóti o. II., einnig er innsigling torveld, l>æði skerjótt og grunn. svo við ])að fellur hugmyndin nokkuð í gildi til þess að hægt sje að búast við að þetta gerist á skömmum tíma. Enn fremur er ishælta hjer mikil i hörðum vetrum, miklu meiri en jafnvel nokkursstaðar annarsstaðar hjer sunnan- anlands, og hlýtur það að hafa talsverl slæmar afleiðingar. Þetta mannvirki sem þarna er byrjað er vel gert, en manni fmst að öllu at- huguðu, að sæmra hefði verið að byrja það annarsstaðar, og að j)eir menn sem að eins af stundarhag eru að gynna út- lenda fjesýslumenn lil að leggja fje í slíka hættu eins og hjer virðist vera, vinni óþarft verk fyrir alla hlulaðeig- endur. Eðlilegt er að landeigendur, lrjer sem annarsstaðar, geri all lil að bæta land sitt, en fjárvana skjákrummar, sem fara land úr landi í fjárbónum í vafa- söm fyrirtæki, þeir spilla fyrir löndum sínum ótrúlega mikið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.