Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Ægir - 01.11.1913, Blaðsíða 3
Æ G I R 123 fyrir þann hluta íslenskj-a verslunar og viðskifta, sem það á að greiða fyrir. En svo kemur eitt þ}Tðingarmikið at- riði, sem sjerstaklega verður að taka fram í sambandi við þetta mál, eigi það að geta komist í framkvæmd, og það er kostnaðarhliðin. Þingið hefur sem kunnugt er veitt 4000 kr. á ári, þó með því skilyrði að önnur 1000 kr. fengjust annarsstaðar frá, en ekki tekið af tillagi landssjóðs til Fiski- fjelagsins. Þessi upphæð þarf þvi að fást. En hvernig ? Stjórn Fiskifjelagsins hefur ekki hug- kvæmst önnur aðferð lil að fá þetla fje en beiðasl styrks af þeim mönnum sem vænlegastir eru til styrktar, bæði vegna atvinnu sinnar og annara lcringumstæða. Það er þvi að miklu leyti á þeirra valdi, hvort þessi starfi kemst lengra en á papp- írinn, jafnþýðingarmikill og hann er. Og væntir hún þess, að allir góðir dreng- ir, bæði einstakir menn og deildir, leggi sinn skerf til, eftir þvi sem kringumstæð- ur og aðrar ástæður leyfa. í þessu skyni hefur stjórn fjelágsins sent kaupmönnum og útgerðarmönnum svo hljóðandi brjef, er hún væntir að fái góðar undirtektir: Heiðraði herra! Eins og yður mun kunnugt, þá hefur siðasta Alþingi samþykt að veila alt að 1000 kr. á ári, i tvö árin næstu, til þess að launa erindsreka erlcndis, er hafi með höndum sölu og úlbreiðslu á islenskum sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. Þessi fjárveiting er þó bundin því skil- yrði, og kemur því að eins til útborg- unar, að jafnmikið ije og þetta fáist ann- arstaðar frá. Stjórn Fiskifjelags íslands er ætlað i samráði við landssljórnina, að veita þessa stöðu og semja erindisbrjef þessa væntanlega eiúndsreka. Vjer undirritaðir vorumþess hvetjandi, að Alþingi samþykti þessa fjárveitingu, þar scm það feldi niður tjárveitingu lil viðskiítaráðunautsins, og visum i þvi efni til hjálagðs brjefs, er vjer sendum til Al- þingis, þegar þelta mál var þar til um- ræðu. Vjcr efumst ekki um, að þjer við nána íhugun komist að sömu niðurstöðu og vjer, að sá maður, sem slíku slarfi gegndi, mundi geta uunið landinu afarmikið gagn, og að því tje væri vel varið, sem lagt væri af mörkum í þessum lilgangi. En þar sem landssjóðstillagið er bundið því skilyrði, að jafnmikið fáist annar- staðar að, þá sjáum vjer ekki önnur ráð til þess að fá þessu framgengt, en að leita almennra samskola meðal þeirra manna, er liafa fiskiveiðar eða verslun að atvinnu, bæði einstakra útgerðar- manna, deilda Fiskifjelagsins, kaupmanna og kaupfjelaga, samkvæmt áskorun í 10. blaði Ægis. Vjer skrifum yður því per- sónulega sjálfum og væntum þess, að þjer munið leggja einhvern skerf af mörk- um í þessum tilgangi. Oss dylst það ekki, að mjög mikið er undir því komið, að valið á þeim manni, sem á að hafa þetla erindi með höndum, takist vel, og þykjumst vjer þess fullviss- ir, að þjer munið einnig lita svo á. Vjer höfum því slegið upp þessari sýslan lausri, og munum i samráði við stjórn- arráðið veila þeim einum af umsækj- endum, er vjer álítum færastan lil að taka hana að sjer. Verði þar á móti enginn meðal umsækjenda að voru álili heppilegur til slarfans, munum vier gera tilraun til að útvega hæfan mann. Hvað viðvíkur erindisbrjefi þessamanns, þá munum vjer, einnig i samráði við stjórnarráðið, gera það svo úr garði, að sem mest trygging fáist fyrir því, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.