Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1916, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR 129 Meðan jeg var í Viðey, var jeg i sam- vinnu við mörg hundruð manns og þar sá jeg hinn stóra mannamun. Þar var oft ástæða til að gefa mismunandi kaup, en þvi varð ekki komið við. Þeir dug- legustu fengu 30—35 aura fyrir hvern vinnutíma og hinir slökustu fengu hið sama. Þetta hlýtur að draga úr áhuga dugnaðarmannsins, þegar hann sjer að vilji og atorka eru einskis metin, óafvit- andi og máske einnig viljandi dregur hann af sjer, þegar hann vinnur með sjer óduglegri mönnum og öll vinnan verður eftir þvi. 24. október 1916. Su. Egilson. Síldveiðar með botnvörpu. Árið 1902 kom mikil breyting á síld- veiði í Norðursjónum. Skozkt botnvörpu- skip »Strathnaven« kallað, hafði verið að veiðum með botnvörpu sína við Skerry- eyjai'nar og kom til Wick með mikinn sildaraíla i stað þess að hafa fengið þorsk °S ýsu o. s. frv., sem var aðal mark og n»ð hans. Þá kom það í Ijós, að botn- vörpu mátti einnig hafa til síldveiða. Þegar skipið lagði að bryggjunni í Wick, tóku flskimennirnir móti því með grjót- kasti, því til þessa hafði atvinna þeirra verið með reknetum á Norðursjónum. ^áu þeir þegar, að hjer var um hættu- le§a samkeppni að ræða, þar sem með emni botnvörpu mátti afla 3-5 sinnum meiri síld, en með reknetunum, sem v°ru örðug veiðarfæri og voru stundum nokkrar enskar mílur á lengd. Samkeppnin var látin liggja á milli flnta, en deila byrjaði um það, hvor veiðiaðferðin væri skaðlegri fyrir veið- ina, og þvi verður eigi neitað, að rek- netin munu miklu síður eyðileggja kola- veiðar og ungviði en botnvarpan, eink- um eftir að farið var að gera möskvana minni á vörpunni. Mótmæli gegn botnvörpu til síldveiða byrjuðu þó aðallega árið 1912, því árinu áður höfðu síldarveiðar með botnvörpu verið reknar í stórum stíl, því til þessa tíma frá 1902, höfðu botnvörpur aðeins verið notaðar í írska hafinu og við norð- urströnd Skotlands. Frá 1911 og næstu ár á eftir var veiði þessi rekin i stórum stil í Norðursjónum og voru flest skipin frá Hull, sem hana stunduðu. Fiskiveiðaráðuneytið enska, sem tók á móti öllum kærum þessu máli áhrær- andi, lýsti því yfir að það væri þvi með- mælt, að rannsakað væri til hlýtar hvert tjón þetta veiðiáhald gerði, en þar eð hjer væri að ræða um, að hlífa ungvið- inu kæmi það fleirum við en Englend- ingum og bæri því að skjóta því til sam- þjóða fiskiráðsins í Kaupmannahöfn og var Englendingum af hinni samþjóða hafrannsókn falið að rannsaka til hlýtar hver áhrif botnvarpa til síldveiða hefði á það, sem lijer var um að ræða. Kærurnar i Englandi voru þessar: 1. Að dráttarvarpan eyðilegði síldarhrogn þau er á sjávarbotni væru. 2. Að hún tæki smásild, sem að litlu gagni væri á markaðinum, sem stund- um væri það smá, að henni væri íleygt aftur, þar eð hún væri til eink- is nýt. 3. Að sild sú er veidd væri i dráttar- vörpu væri verri vara en sú, er veidd- ist í net, oft skemd í vörpunni og örðugt að salta hana svo vel væri. Niðurstaða sú, sem rannsóknarnefndin komst að, er þessi:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.