Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1916, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1916, Blaðsíða 10
130 ÆGIR 1. Síldarvarpan veiðir miklu meira af smásild, en almenn botnvarpa fyrir þorsk, ýsu o. s. frv. 2. Síldarvarpan tekur miklu meira af smáfiski og ungviði en almenn botn- varpa. 3. Hún tekur meiri smákola en hin, en virðist þó ekki eins skaðleg fyrir kola og hun er fyrir smáíiskinn. Þar sem um mikla síldveiði er að ræða, kemur varla önnur fiskitegund f vörpuna en síld. Hún er skaðlegust, þegar verið er að leita að síld með henni og litil aflavon. Að öllu samanlögðu, er botnvarpa til sildveiða skaðleg og búmannsvit verður að sýna þegar nota á auðæfi hafsins. Ritgerð um þetta efni er i Norsk Fiske- ritidende August 1916. Hún er yfirgrips- mikil og greinileg þar, en hjer er aðeins hið helsta tekið fram. Enskt herskip bjargar norsku fluttningsskipi í sjávarháska. Eftlr viðtali við skipstj. á „John". 15. Sept. fór norska skipið »John«, eign Chr. Bjellands & Co., Stavanger, skipstjóri Christensen, frá Akureyri með ca. 1500 tn. af sild, nokkuð af salti og dálítið af tómum tunnum, og ætlaði með farm þenna um Lerwick til Stavanger. Gufuskipið »Sele« eign sama fjelags, átti að draga »John«, sem er þrímastrað segl- skip, alla leið. 16. s. m., út af Langanesi, kom enskt herskip að til að athuga skipin og var haldið hægt áfram á meðan. Tafðist nokkuð á við þetta. Ætluðu Englend- ingar að setja menn um borð i »Sele« til þess að stjórna ferðinni til Englands. Á sunnudagsmorguninn (17.) skall á ofsa- veður það, er viða geysaði, var þá haldið upp undir Langanes, en í þeim svifum slitnaði »John« frá dráttarskipinu, sem þvi næst hjelt á brott. Englendingar x-eyndu þegar að koma festum til »John« með þvi að setja út ljósböjur, en það gekk illa. Hraktist nix »John« austur með landinu, og um kl. 10 á sunnudagskvöld, er veðiið var sem æstast, tók hann að leka, og bjuggust skipverjar við að hann mundi farast. Álla nóttina voru þrjú ensk herskip á sveimi í kringum »John« og gerði eitt þeirra itrekaðar tilraunir til að koma við hann tengslum. Tókst Englendingum að koma köðlum yíir á »John« með ílug- eldum, en kaðlarnir slitnuðu jafnhai'ðan, þannig fór 6 sinnum. Er austur að »Bjarnarey« kom leit út fyi’ir að »John« mundi rekast þar á sker, en þá hleyfti enska herskipið fast að honum og reyndi að koma köðlum á skipið, en i þeim svifum rákust skipin saman og brotnaði »John« talsvert. F'óru nú skipverjar á »John« að búast við dauða sinum, en þá gripu Englend- ingar til þess ofdirfskuúrræðis, þó stói’sjór og stormur væri, að setja út björgunar- bát all-mikinn, komst hann að »John«, svo nærri, að skipverjar gátu stokkið yfir í bátinn, en Englendingar tóku á móti þeim, siðan var haldið að herskipinu og settir kaðlar á bátinn og hann halaður upp á þilfar i einni svipan, með öllum mönnunum i. Er um boi'ð i herskipið kom fengu skipbrotsmenn hinar bestu viðtökur, voru hrestir á Whisky, síðan boðið í hlýtt herbergi, fengin þurr og hrein klæði, gefin góð máltíð, síðan heit rommblanda og fengu þvi næst góð rúm til að hvíl- ast í. Skömmu síðar tókt Englendingum að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.