Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 14
146 ÆGIR ið mjög mismunandi langan veg, enda þótt það eyði jafnmiklu af kolum. Það er ekki ástæðulaust þó sagt sé, að siðasta sjómílan sem hægt er að bæta við hraða sldpsins á klst., verði dýrust, eins og margir munu álíta. En sá mis- munur er æði mikill. Yfirleitt er þetta að nokkru leyti kom- ið undið ýmsum kringumstæðum. T. d. lögun skipsins, hve hreinn botninn er, hleðslu, vatnsdýpi o. 11. En alt þetta hlýðir þeim lögum, að mótstaðan margfaldast meira og meira, eftir því sem hraðinn eykst. Það hefir komið í ljós við tilraunir, að grunt vatn eða hleðsla eykur ekkert skipsmótstöðuna á hægri ferð, enda þótt mikið kveði að því þegar hraðinn eykst. Kolaeyðslan eykst því i rauninni eftir fremur óákveðnum mælikvaröa, og finst þvi nákvæmast við tilraunir með hvert skip fyrir sig. En viti maður hver kola- eyðsla sldpstns er við tiltekinn hraða, má þó með reikningi, nokkurnveginn nákvæmt, finna kolaeyðsluna við ýmsa aðra hraða, ef ekki er um að ræða svo mikinn hraða, að reglan ekki gildi. Hæfi- lega mikill hraði fyrir vanaleg skip, er jafnan hér um bil: Hraði skipsins í sjó- mílum á klst. = kvatratrótin af tölu sem er jöfn lengd skipsins mældri í fet- um. T. d. fyrir skip sem væri 100 feta langt, væri 10 sjóm. á klst., hæfilegur hraði. En þetta er sá mesti hraði sem getur komið til mála, að minsta kosti fyrir skip af þeirri gerð sem hér er um að ræða, því vélar slíkra skipa eru ekki bygðar til að framleiða meiri hraða, og jafnvel ekki svo mikinn. En aukist hrað- inn mikið yfir þessi takmörk, þarf marg- falt meiri vélarkraft, miðað við stærð skipsins hlutfallslega. En aftur hefir það sannast, að fyrir neðan þessi takmörk eykst kolaeyðslan (yfir jafnlangan tíma) hér um bil jafnfljótt og þríveldi hraðans. T. d. væri hraðinn tvöfaldur, myndi kolaeyðslan áttfaldast o. s. frv. Vitanlega er vart um svo mikla hraðabreytingu að ræða fyrir skip. En hlutföllin eru þau sömu, enda þótt minna sé að gert. T. d. skip nokkurt eyðir með 10 sjóm. hraða á klst. 10 smál. af kolum á sólar- hring. Ef hraði skipsins er nú látinn breytast þannig, að skipið fari sinn sól- arhringinn með hverjum hraða, er vert að uthuga mismun kolaeyðslunnar yfir hin jafnlöngu tímabil. Við lOsjóm.hraðaerkolaeyðslan 10 smál. — 9 - - —--------------7,29 — — 8 — - -----------5,12 - — 7 — — -----------3,43 — Ivolaeyðslan á sólarhring með 7 sjóm. hraða á klst. er þá mjög nálægt því að vera 73 af kolaeyðslunni á sólarbring með 10 sjóm. hraða á klst. o. s. frv. Vitanlega er hér ekki um alveg beinann ágóða að ræða hvað kolaeyðsluna snert- ir, þar eð sldpið fer ávalt styttri leið á sólarhring eftir þvi sem hraði þess er minni. En af þessari reglu leiðir, að hægt er að sanna, að kolaeyðslan yfir jafnlangar leiðir eykst jafnfljótt og tvíveldi hraðans. T. d. væri hraðinn tvöfaldaður, myndi kolaeyðslan fjórfaldast o. s. frv. T. d. skip nokkurt hefir meðferðis 100 smál. að kolum, sem það myndi eyða í ferð nokkurri með 10 sjóm. hraða á klst. Ef hraði skipsins er nú látinn breyt- ast þannig, að skipið fari jafnlangar leiðir með sinum hraða í hvert skifti, má einn- ig athuga mismun kolaeyðslunnar yfir- hinar jafnlöngu leiðir. Við 10 sjóm. hraða er kolaeyðslan 100 smál. — 9 — — —---------- 81 - — 8 — — —----------64 - Kolaeyðslan yfir ákveðna leið með 7 sjóm. hraða á klst. er þá tæpur helm-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.