Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1917, Side 22

Ægir - 01.10.1917, Side 22
154 ÆGIR atvik þetta varð, þá hefði enginn verið í efa um, að skipið annað hvort hefði verið skotið skeyti eða lent á tundur- duíli. Menn, sem eru að vakna, heyra hvell, lúka springur upp úr gólfi og sjór- inn streymir inn, og óreynt enn, hvern- ig sprengingin heyrist þegar hún verður í jafnmiklu og þjettu tré og hér var fyrir. Sjórétturinn mun ekki heldur skilja hvernig á slysi þessu stendur, og frekari upplýsingar en komnar eru fram, eru ekki fáanlegar, en atvik þetta er þó þess eðlis, að sjófarendur ættu að gæta allrar varúðar og ekki halda það, að það geti aldrei komið fyi’ir, að eitthvað af þeim fjölda tundurduíla, sem í sjóinn hafa ver- ið látin síðan ófi'iðurinn hófst, geti eigi rekið hér upp undir landið og orðið á vegi skipa. Heima. Yélbátnr ferst. Talið er vist að vélbáturinn »Trausti« eign þi’iggja manna hér í bænum, hafi farist í noi’ðanveðrinu mikla, sem geis- aði fyrri hluta þessa mánaðar. Hann fór frá Kálfhamarsvik 1. þ. m. kl. 5 að kvöldi; en nóttina eftir skall veði’ið á. Hefir síð- an ekkert til hans spurst. Eigendurnir hafa í gær snúið sér til bæjarfógetans hér í bænum, sem hafði lögskráð skips- höfnina, og tjáð honum, að þeir væru vonlausir um, að bátui’inn hefði kom- ist af. Mennirnir á bátnum voru þessir: 1. Skipstjóri Aðalbjörn Bjarnason ætt- aður af Vesturlandi, síðast á Óðinsgötu 1 hér í bænum, ógiftur maður. 2. Stýrimaður Þorsteinn Ólafsson, ó- giftur, Lindargötu 18. 3. Vélstjóri Valgeir Guðbjarnai’son, Þingholtsslræti 8, lætur eftir sig ekkju og þrjú börn, óuppkomin. Ekkjan heilsu- lítil og fátæk. Fjölskyldan kynjuð vestan úr Ólafsvík. 4. Pétur Ásbjarnai’son, Rauðai’árst. 9, ógiftur, um tvítugt. 5. Guðjón Björn Ásmundsson, ógiftur, um tvítugt, frá Brekku i Mjóafirði. Á þar móðir á lífi. Allir voru mennirnir ungir og mann- vænlegir, og að þeim öllum hin mesta eftirsjá. Sagt er, að farþegar hafi verið á bátn- um, auk skipshafnarinnar; en alt er það óljóst, hve margir eða hverjir það hafa verið. (»Morgunblaðið«). Hrakningar. Það sem af er þessum mánuði hafa gengið hinir mestu rosar. Hann bjrrjaði með aftakaveðrinu, sem »Trausti« mun hafa farist i og við mörgum slysum hefir legið á sjó, þótt ekki hafi fleiri skiptjón orðið, að menn hér vita. Mótorbátar eru einatt á ferðum í hin- um og þessum erindum og þessi tími árs ótryggur til slíkra ferðalaga, einkum þó þar, sem hvergi er afdreps að leita. Hrakningar hafa ýmsir orðið og föstu- daginn liinn 19. þ. m. lá við stórtjóni i Garðinum og er svo skýrt frá því: »Á föstudagsmorguninn 19. þ. m. reru allir bátar úr Garðinum til fiskjar. Skall á þá suðaustan rok úti á miðum og náðu sex bátar eigi landi — fjórir smábátar, áttæringur og sexæringur. Sást það til þeirra úr landi, að þá hrakti undan veðr- inu. Var þá símað til Keflavíkur og tveir vélbátar fengnir þar, til þess að fara á móti bátunum og bjarga þeim. Vélbát- arnir hittu fyrst áttæringinn. Hafði hann þá bjargað mönnunum af einum smá-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.