Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1917, Side 6

Ægir - 01.10.1917, Side 6
m ÆGlft ert aðhafst; svo batnaði veðrið næstu nótt og var úr því inndælis veður í 3— 4 vikur, eða allan tímann, er eg dvaldi við rannsóknir á Vesttjörðum. Á ísafirði var eg hálfan mánuð. Með- an eg valdi þar, var aflabrögðum háttað þannig, að inni i Sundunum aflaðist dá- lítið aí skarkola í net, og töluvert af smáfiski (þyrsklingi og stútungi) og smá- ýsu á færi og lóð i Skutulsfjarðarmynni eða úti i Miðdjúpinu. í mögum þessa fisks var yfirleitt litið eitt af botnfæðu eða ekkert. Auk þessa fékst margt af smálúðu, tindabikkju og lítið eitt af stein- bít og lýsu. 26. júlí fór að aflast milli- sild og stórsíld í kastnætur og snyrpi- nætur i Álftafirði og Seyðisfirði og mikil síld innum Djúpið. Með síldinni veiddist mergð af 30—40 cm. ufsa, sem að mestu leyti var þrevetur, og nokkuð af sjóreyði. Síldin var ílest mjög mögur (fita 0°/0 i 4, 15°/o i 2) og bæði hún og hinir fisk- arnir voru troðnir af örsmáu (4 cm) sandsíli og »augnasíli« eða »ögn« (Mysis). Yar svo sem auðskilið, að þessi smááta hafði lokkað síldina og smáufsann inn í Djúpið. Seinna fór að aflast feitari síld (fita 10—21%) úti með Grænuhlíð og úti fyrir Aðalvík og full af rauðátu. Af síldinni tók eg hreistur. Það varð ekkert úr þorsafla á ísafirði, þegar síldin fór að veiðast og fór eg þvi tvisvar út í Hnifsdal, því að þaðan fóru þá dagana 10—15 mótorbátar út á haf til veiða og öfluðu vel á nýju sildina, á svæðinu milli Dýrafjarðar og Djúpáls og alt að því 20 sjómílur út. Aflinn var mest þorskur, stútungur og þyrsklingur, steinbítur, stórýsa og miðlungsýsa og smálúða (»lok«). Svo fékst nokkuð af löngu, fremur smárri, stofnlúðu og stór- um skarkola. einstaka smákeila. tinda- bikkja og hlýri. Svipaður þessu er aílinn vanur að vera þar á sumrin, en meira af þorski á öðrum tímum ársins og ef lengra er farið út. Allur var þessi fiskur vel feitur og' í maga hans yfirleitt ýmis- konar botnfæða, í þorskinum einkum litli-trjónukrabbi (Hyas coarclatus,) burstaormar og slöngustjörnur, í ýsunni hið sama, nema trjónukrabbinn. Af því að svo mikið barst að af aíla, fór þvi miður mjög mikið af ekki að eins slógi, heldur og af stóruui þorshausum og jafnvel lúðuhryggjum með höfði og belt- um við í sjóinn og var furða, að ekki skyldu drengir á ísafirði fara út eftir á bátum og fá að hirða hið bezta af þessu, þar sem litið var um nýjan fisk i bæn- nm. í Hnífsdal tók eg aldursákvörðunar- gögn af allmiklu af þorski, ýsu og lúðu, og voru Hnífsdælingar mér mjög inn- anhandar við það, en mér til aðstoðar hafði eg bæði þar og á ísafirði Þorvald Árnason stúdent. Auk fiskirannsókna fékst eg og nokk- uð við að rannsaka kúskel (kúfiski) og alla mér upplýsinga um hana (sjá síðar) og gera ýmsar aðrar dýrafræðisathugan- ir, skoðaði t. d. Edinborgar-bryggjuna vandlega i sjó, til þess að vita, hvort eg 3'rði nokkuð var við tréœtuna í henni; fann eg hana ekki i henni. Loks mældi eg hita og seltu i sjónum nokkrum sinn- um. Frá ísafirði brá eg mér einn sunnu- dag vestur í Súgandafjörð, því að þang- að hafði eg aldrei komið áður. Fjörður- inn er ekld stór, 12 km. á lengd og mjög mjór (c. 1. km.), nema úli í mynninu (milli Galtarins og Sauðaness), þar er hann 3—4 km. Hann er annars allein- kennilegur, því að utarlega ganga tvær eyrar út i hann: Norðureyri að norðan og Suðureyri litlu innar að sunnan (vest- an). Norðureyri lokar firðinum til þriðj- ungs og rétt innan við hana er breitt rif

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.