Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1917, Side 19

Ægir - 01.10.1917, Side 19
ÆGIR 151 hlut ættu að máli meiri kost á að velja sér menn í hina vandasömu og ábyrgð- armiklu skipstjórastöðu þegar framboð prófaðra manna yrði í liæfilegu hlutfalli við eftirspurnina. Um hinn síðari lið í áskorun Fjórð- ungsþingsins er ekki þörf á að fjölyrða hér, þar sem frumvarp til laga umkenslu i mótorfræði (um mótorskóla) liggur fyrir Fiskiþinginu og er þegar i höndum sérstakrar nefndar. Þó viljum vér taka það fram, að eðlilegast fyrirkomulag yrði það, að slík kensla færi fram við skóla af ofangreindu tagi, ef hann yrði stofn- aður á ísafirði og ef til vill í öðrum landsfjórðungum síðar, svo að íisldskip- stjóraefnin ættu kost á að öðlast þarum leið hina nauðsynlegustu og sjálfsögðu þekkingu á stjórn og meðferð mótora, á líkan hátt og skipstjóraefni á gufuskipum verða að fá m. t. t. gufuvélarinnar. Af ofangreindum ástæðum verðum vér að telja kröfur Yestfirðinga um stofnun stýrimannaskóla á ísafirði réttmætar, að svo miklu leyti sem farið er fram á að fullnægja þöríinni á fiskiskipstjórum og gerum því svofelda tillögu: Fiskiþingið skorar á Alþingi, að stofn- aður verði sem allra fyrst stýrimanna- skóli á ísafirði er geri sömu kröfur og veiti sömu réttindi og fiskiskipstjóradeild Stýrimannaskólans i Reykjavik og að i sambandi við hann verði komið á fót nauðsynlegri kenslu í mótorfræði fyrir vélstjóra á fiskimótorbátum. Fiskiþingi íslands, 30. júní 1917. Arngr. Fr. Bjarnason, Bjarni Sæmundsson, (form. og framsm.) (ritari.) Bjarni Sigurðsson. Hákarlaveiði. Síðastliðið sumar mun hákarlaveiði í fyrsta sinn hafa verið stunduð með lóð- um hér við land. Var það hr. Söbstad á Siglufirði, sem gerði út mótorbát til að stunda veiði þessa, sem hepnaðist mæta vel. I strenginn hafði hann 8 pd. línu eða mjóan kaðal, í öngultauma 3 metra af mjó- um vír, svo segulnagla, siðan 3 metra keðju næst önglinum, sem hann hafði á stærð við franskar hneifar, en þeir eru of litlir. Mátulegir voru hákarlaönglar álitnir að vera þegar karlmannshnefi hafði rúm milli agnhalds og leggs öng- ulsins, en þeir önglar að eins hafðir á færi og eru of stórir á lóð. Milli öngla hafði hr. Söbstað 10 faðma. í 9. árg. 9. tbl. »Ægis« er minst á að- ferð þessa, og er þess þar getið, að Norð- menn séú farnir að veiða hákarl á lóð og noti sjálfan hákarlinn til beitu. Feir höfðu þá markað fyrir alt af skepnunni, fyrir lifur, fiskinn eða ketið og skrápinn. Fari nú svo, að hákarlaveiði verði hér stunduð framvegis, hvort heldur með gamla laginu eða þá með lóðum, þá mega menn ekki fleygja því, sem pen- ingavirði er. Þær upplýsingar sem feng- ist hafa benda á það, að skrápur sé dýr vara, þvi auk þess, sem hann er hafður til bókbands, eru úr honum gerðar pen- ingapyngjur, veski og kventöskur, sem þykja mesta gersemi. Um hákarlskjöt og markað fyrir það hefir engin vissa fengist, enda afarörðugt að fá ábyggileg svör þótt spurt sé um slíkt, eins og sakir standa nú. Kunnugur maður skýrir svo frá, að bezt sé að fara með hákarlsskráp eins og gærur til útsendingar, salta hann lítið

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.