Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1917, Side 10

Ægir - 01.10.1917, Side 10
142 ÆGIR er að vernda og efla verslun, iðnað og siglingar á þann hátt, sem nánar er tekið fram í lögum þessum. 3. gr. Ráðið skipa 7 fulltrúar, er kosn- ir eru til 3 ára. 1918 skulu 3 ganga úr ráðinu eftir hlutkesti og 1919 ganga 2 úr eftir hlutkesti af þeim 4, er kosnir voru 1917. Úr þvi ganga fulltrúar eftir kjör- aldri úr ráðinu. — Ennfremur skulu kosnir 2 varafulltrúar og gildir kosning þeirra til 3 ára. Verði sæti autl í ráðinu milli kosninga, skal hinn fyr kosni varafulltrúi taka sæti í ráðinu, þangað til næsta kosning fer fram, og sé þá enn nokkuð eftir af kjörtíma hins fráfarna, skal kjósa fulltrúa i hans stað fyrir það sem eftir er aí kjörtímanum. Heimilt er að endurkjósa fulltrúa í ráðið. Fulltrúarnir bera allir sameiginlega á- byrgð á gerðum og eignum ráðsins. 4. gr. Kosningarrétt til ráðsins hafa þeir kaupmenn, iðnrekendur, skipaút- gerðarmenn og forstöðumenn slíkra at- vinnufyrirtækja, er greitt hafa tillag sitt til reksturskostnaðar ráðsins fyrir yfir- standandi ár. Kjörgengir í ráðið eru all- ir þeir, sem kosningarrétt hafa og bú- settir eru i Reykjavik eða svo nálægt hænum, að þeir að staðaldri geti tekið þátt i störfum ráðsins. 5. gr. Hver hluttaki skal greiða, að minsta kosti, 50 kr. á ári til reksturs- kostnaðar ráðsins, og skal tillagið greitt fyrir aprílmánaðarlok. 6. gr. Kjörstjóri annast um undirhún- ing kosninga. Hann sér um, að fyrir júnímánaðarlok séu send eyðublöð undir kosningar þær, er fram eiga að fara á árinu. Eyðublöðin skulu send öllum þeim, er kosningarrétt hafa samkv. 4. gr. og skal á þeim sjást hve marga fulltrúa á að kjósa; ennfremur skal þess getið á eyðublöðunum hverjir sitji eftir í ráðinu. Iíjósandi endursendi kjörseðilinn lokað- an og frímerktan til kjörstjóra svo snemma að hann sé í höndum kjörstjóra fyrir þann dag, er talning atkvæða fer fram. Kjörstjóri skal hafa atkvæðakassa, er sé þannig læst, að í hann verði eigi komist nema með tveim lyklum, en mjó rifa sé á lokinu, er hægt sé að stinga kjörseðlum niður um. Geymir formaður annan lykilinn að atkvæðakassanum, en kjörstjóri hinn. Jafnóðum og kjörseðl- arnir herast lætur hann þá óopnaða nið- ur í atkvæðakassann. 1. dag októbermánaðar eða næsta virk- an dag kveður formaður ráðið til íund- ar og skal þar opna atkvæðakassann og telja atkvæðin. Aðgang að þessum íundi hafa allir þeir er kosningarrétt hafa til ráðsins. Verði ágreiningur um, hvort atkvæði sé gilt, sker ráðið úr; þó má fulltrúi al- drei taka þátt í úrskurði um gildi at- kvæðis, er varðar hann sjálfan. 7. gr. Verksvið ráðsins er: a) Að svara fyrirspurnum frá alþingi, stjórnarvöldum og öðrum um verslunar- vátryggingar- toll- og samgöngumál og annað það, er varðar atvinnugreinir þær, sem ráðið er fulltrúi fyrir. Ráðið skal einnig af sjálfsdáðum, efþörfþykir, gera lillögur eða láta i ljósi álit sitt í þessum efnum. b) Að vinna að þvi, að koma á festu og samræmi i viðskiftavenjum. c) Að koma á fót gerðadómum i mál- um, er varða þær atvinnugreinir er hér um ræðir. d) Að safna, vinna úr og birta skýrsl- ur um ástand þessara atvinnugreina, eft- ir því sem föng eru á. e) Að fylgjast með breytingum á er-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.