Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1920, Side 2

Ægir - 01.04.1920, Side 2
34 ÆGÍft og hann hafði áformað að flytjast hing- að aftur, til þess að framkvæma hér ýms fyrirtæki, sem hann hafði ráðgert; fráfall hans mun seinka fyrir framkvæmdum á mörgu þessu, því að hann var fram- kvæmdamaðurinn með þekkingunni og reynslunni, en sá maður er ekki auð- fundinn, sem teknr upp starf hans. Margir hér munu sakna hans sem vin- ar, en við verkfræðingarnir munum jafn- framt sakna hans sem starfsbróður, þar sem hann var talinn i fremsta flokki, og við munum ætið minnast hans með þakklæti fyrir vináttu hans og starfsemi, og fyrir hvað hann vann fyrir félagvort, en til þess bar hann þegar frá fyrstu hlýjan hug. Niels Pedersen Ivirk fæddist i Hundhorg í Thy á Jótlandi 7. maí 1882, þar sem faðir hans er hreppstjóri og amtsráðsfulltrúi. Hann byrjaði nám á fjöllistaháskólanum i Kaupmannahöfn sumarið 1901 og lauk verkfræðingsprófi þaðan sumarið 1906. Kom þegar í þjón- ustu N. C. Monbergs í Kaupmannahöfn, og starfaði hjá honum fram til dauða- dags. Taldi Monberg hann með langbeztu verkfræðingum sínum, og treysti honum algerlega; varla mun hafa komið fyrir, að Monberg hafi ekki fylgt tillögum Kirks í nokkru efni, er fram komu. Enda var Kirk trúað fyrir stórum og vandamiklum verkum. Hann var snemma sendur út til þess að framkvæma þau verk, sem Monberg tók að sér, fyrst i Danmörku, Svíþjóð og Þýzkalandi, seinna fór hann til Marokko, þar sem stór höfn var gerð * í Larache, en hann þoldi ekki dvölina þar og varð þar stutt; var um tíma í Danmörku, og kom svo hingað, þegar byrjað var á Iteykjavíkurhöfn, í ársbyrj- un 1913. Strax frá fyrstu stóð hann fyrir þessu mikla verki, og hann var sá mað- ur, sem með lipurð og gætni kunni að framkvæma það, þrátt fyrir alla örðug- leika, sem heimsstriðið olli. Honum tókst að fullgera höfnina, og fékk einróma lof allra fyrir framkomu sína og dugnað. í desembermánuði 1917 fluttist hann með fjölskyldu sína til Danmerkur, en var hér öðru hvoru sjálfur í ýmsum erindum. Jafnframt hafnargerð Reykjavíkur stóð hann fyrir hafnargerðinni i Vestmanna- eyjum, en þar ætluðu örðugleikarnir að bera hann ofurliði, bæði frá náttúrunnar hálfu og mannanna; honum tókst ekki að fullgera verkið, en hann var búinn að greiða svo götuna, að góð von er um, að einnig þessi höfn verði að lokum fullgerð og mun þá að miklu leyti vera dugnaði hans að þakka. í fyrra hefti þessa tímarits, er tekin upp áætlun hans um hafnargerð í F*or- lákshöfn, og er hún hinn bezti vottur um starfsemi hans, enda hafði hann lagt afarmikla vinnu i þessa áætlun. Forgöngumaður var hann í stofnun h/f Hamar, og aðalmaður i félagi þessu frá upphafi; studdi hann einnig önnur fyrir- tæki hér með ráðum og fjárframlögum. Fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur vann hann síðastliðið sumar að rannsóknum og undirbúningi undir rafmagnsstöðina, og hafði lagt fram skýrslu um það, og mjög munu orð hans hafa stutt að þvi. að bærinn fékk lán til fyrirtækisins með góðum kjörum eftir þvi sem nú gerist um stórlán. Að hafnargerðinni lokinni var hann árið 1917 ráðinn í þjónustu þess opin- bera til þess að rannsaka hafnarstæði og lendingar, og gefa út álit um endurbæt- ur á þeim. í þessu skyni ferðaðist hann um alt landið sumarið 1918 og 1919, en skýrsla hans þar að lútandi var ófull-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.