Ægir - 01.04.1920, Síða 4
ÆGÍft
36
biður Matth. Ólafsson fyrir hans hönd
að senda honum það, sem eftir er af
styrk hans, sem farareyrir lieim, en þar
eð það er í ósamræmi við fundarálykt-
un gerða 9. sept. 1918 var ekkert fé
sent, en samið við skipstjóra á »Lagar-
fossi« um að sjá honum farborða hingað,
gegn ábyrgð Fiskifélagsins og var Jóni
ritað sama dag og honum tilkynt góðar
undirtektir skipstjórans, en svo fór þetta
alt, að Jón kom alls eigi með Lagar-
fossi og er ókominn enn.
Hinn 9. sept. 1919 voru Súgfirðingum
veittar 600 kr. til leiðarmerkja á firðin-
um. Hafði verið heitið að veita alt að
500 kr. til þessa, en stjórnin bætti 100
kr. við, þar eð kostnaður við þetta hafði
orðið meiri en búist var við eða nál.
1100 kr.
Laxaldak. Styrkur til Gisla Árnasonar
til þess að læra laxa- og silungaklak í
Noregi, er nú að ílullu greiddur, þar
eð Gísli er nú heim kominn og hefir
lagt fram vottorð sín og gefið skýrslu
um ferð sína, sem prentuð er í Ægi I.
tbl. 1920. Er nú ætlun hans að ferðast
um landið í sumar, athuga laxaklaks-
staði og gefa þeim leiðbeiningar er þess
óska og hefir honum, samkvæmt um-
leitun hans, verið heitinn styi’kur alt að
1000 kr. gegn því, að hann geti útvegað
sömu upphæð annarsstaðar frá.
10. Námskeið. Á fundi stjórnarinnar
hinn 15. nóvember s. 1. var samþykt að
veita hverjum fjórðungi landsins 500 kr.
og Vestmannaeyjum sömu upphæð sem
styrk til námskeiða. Höfðu bréf borist
stjórninni um áhuga manna fyrir nám-
skeiðum yfirleitt, en kennara vantaðí og
kom það í ljós, að óskað væri eftir að
þeir væru sendir héðan um hávetur til
Ijarlægra héraða, en slikir menn og
ferðalag þeirra kosta nú ærna peninga
og óskiljanlegt, að nokkur kaupstaður
landsins sé það tæpur, að þar séu ekki
einhverjir, sem færir væru til ekki um-
fangsmeiri kenslu en námskeið þessi út-
heimta, þar sem um langt skeið mikill
fjöldi manna hefir stundað margskonar
námsgreinir í Reykjavík og dreifst svo
út um land alt. Ekkert af styrk þessum
er enn greiddur, en hið vanalega nám-
skeið í siglingafræði var haldið á ísa-
firði í haust og mótornámskeið var hald-
ið hér í Reykjavík, sem endaði rétt fyrir
jólin. — Var það hið síðasta verk hr.
ólafs Sveinssonar, fyrir Fiskifélagið.
Samábyrgðin. Hinn 11. nóv. f. á. héldu
þeir form. Hannes Hafliðason, skipstjóri
Geir Sigurðsson, samábyrgðarstjóri Jón
Gunnarsson, skrifstofustjóri Oddur Her-
mannsson og skólastjóri Páll Halldórs-
son, fund með sér um breytingu á sam-
ábyrgðarlögunum, samkv. fundarályktun
siðasta Fiskiþings og á þeim fundi lýsti
stjórn Samábyrgðarinnar því yfir, að
breyting á lögum hennar skyldi lögð
fyrir Alþingi 1921.
12. Ráðningarskrijslofa sú, sem ákveð-
ið var á síðasta Fiskiþingi, að Búnaðar-
félagið og Fiskifélagið kæmu á fót, el'
nú tekin til starfa. Hinn 20. des. s. 1-
kom formaður Búnaðarfélagsins ásamt
ráðunaut þess á fund stjórnar Fiskifé'
lagsins til þess að ræða um hvernig
störfum skrifstofunnar skyldi hagað. Eft-
ir það voru nokkrir fundir haldnir með
formönnum Fiskifélagsins, Búnaðarfe-
lagsins, Útgerðamannafélagsins og Al'
þýðusambandsins og varð það ákvörð-
unin, að Fiskifélagið og Búnaðarfélagið
legðu til sinn manninn hvort til þess að
annast dagleg störf skrifstofunnar, sem
Búnaðarfélagið lánar. Skrifstofan tók ti
starfa í byrjun marz. Var hr. Geir Sig'
urðsson þann mánuð fyrir félagsins hön