Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 7
ÆGIR
39
skamtar ágætis lyf, og er það ópiuminu
að þakka.
Aðeins vil eg vara við ópíumsdropum
i magaverkjum, sem eru samfara niður-
gangi, eða til að stöðva niðurgang. Þó
verkirnir hætti í bili, þá tefur ópium
venjulega fyrir batanum. Laxérolía er þá
niiklu betra lyf, ásamt sveltu eða mjög
^uðmeltri næringu.
í sambandi við kvalastillandi lyf má
minna á að heitir bakstrar eru bæði út
af fyrir sig og ásamt lyfjunum ágætt að
g' ípa til við hvers konar verkjum. Einna
hentugastir eru þurrir saltbakstrar. Saltið
bakað á pönnu og sett i lítinn léreftspoka.
Aspirin er gigtarmeðal, sem er orðið
alkunnugt, en jafnframt er það hitaeyð-
andi meðal á borð við antifebrín og kin-
'n sem áður voru mest notuð. Við verkj-
um, sem almenningur skirir gigt, er asp-
h’ín oft sérlega gott og í öllu falli mein-
laust t. d. við höfuðverkjum, tannverkj-
Uru, hlustarverk og margskonar liða-
vöðva- og taugagigt. I hitaveiki framleið-
'r það svita um leið og það eyðir hitan-
um. Þetta þykir oft koma að góðu liði
til að eyða byrjandi veiki úr líkamanum.
Aspirín getur í flestum hitasóttum gert
svipað gagn og kinín, nema vera skyldi
1 köldusótt þeirri sem Malaria nefnist og
sjómenn geta fengið í heitu löndunum.
Við þeirri veiki er ekkert lyf betra en
kinín.
Kamillute er gamalt góðkunnugt heim-
'lislyf sem margir hafa að góðu kynst frá
barnsaldri. Við snöggri köldu er gott að
drekka heitan bolla af þessu tei og er
Það tilbúið á sama hátt og venjulegt te.
Ennfremur er gufan af heitu teinu góð
bl innöndunar við hæsi og kverkasárind-
um og þyngslum fyrir brjósti. Hellir mað-
Ur þá teinu sjóðheitu í könnu, vefur klút
utan um könnubarminn og lætur sjúkl-
inginn gapa yfir því.
Enn má geta þess^ að bakstrar undnir
upp úr heitu kamillútei gefast oft vel við
bólgumeinum.
Bórsýra er sóttkveikjueitur og sáralyf,
en ekki nærri því eins eitrað og hættu-
legt og karbólsýra.
Við karbólsýru þarf að hafa milda var-
úð. Þegar búið er til karbólvatn kemur
það stundum fyrir, að sýran blandast
illa saman við vatnið af því blandan er
ekki hrist. Karbólsýran legst á botninn í
glasinu og getur brent illa ef menn vara
sig ekki á þessu.
Bórsýran er venjulega leyst upp í vatni
og notuð sem bórvatn við sár. Eg hefi
tiltekið 25 grömm af henni; en það næg-
ir til að leysa upp í 3 pelum af volgu
vatni. Þannig lagað er það hæfilega sterkt
til sins brúks, til að draga úr bólgu og
eyða sóttkveikjum. Við augnveiki kemur
það oft að haldi og er í öllu falli mein-
laust til að baða augun úr. Við bólgu í
munni og kverkum er gott að skola sig
með því og kemur þá ekki að sök þó
eitthvað fari óvart ofan í mann. En al-
gengast er að nota bórvatnið sem sáralyf
— til að þvo gröft úr sárum og væta
með því riur þær sem lagðar eru við
igerðarsár og bólgumein. Sé um hrein
sár að ræða, sem ekkert vessar úr eða
grefur i, þá þarf ekki neitt sóttvarnarlyf
nema joð eins og seinna skal sagt frá,
og binda þá um með hinum sótthreins-
uðu umbúðum sem eru í ldstlinum. Má
um leið minna á, að engin ástæða er til
að skifta þeim umbúðum fyrstu vikuna
ef enginn verkur kemur. En þegar um
bólgusár er að ræða, þá er bórvatn ágætt
sáralyf.
Nú vilja umbúðir oft tolla ofan í sár-
um sem grefur i. Við þvi má gera þann-