Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 8
40
Æ GI R
ig að vefja gúmmípappír utan um votu
bórvatnsríurnar þannig að hann lyki um
þær og út fyrir þær. Þar utan yfir kem-
ur bindisvafið. Með þessu móti haldast
riurnar blautar og verka sem bakstur á
bólguna um leið. Bórvatnsbakstur! Þann-
ig kemur bórvatnið að sem beztum not-
um.
IJað skal játað, að karbólvatnið er
sterkara sóttkveikjueitur en bói’vatn, en
það getur líka verið eitur fyrir sár og
þess vegna tvíeggjað sverð. Sumir hafa
tröllatrú á karbóli, en það er af því, að
þeir hafa ekki reynt að bórvatnið gerir
sama gagn, en aldrei skaða. Ef karból-
vatn er haft i bakstur um fingurmein
eins og fyr er ritað um bórvatnið, getur
karbólvatnið gert óbætanlegt tjón. Það
getur valdið drepi í fingrinum svo hann
verði ónýtur og þurfi að taka hann af.
Þó ekki væri nema fyrir að þetta eitt
getur af karbólvatni hlotizt, vildi eg helzt
ráða frá þvi að karbólvatn sé nokkurn-
tíma notað við sár. Bórvatn kemur ætíð
að fult eins góðum nolum. Hins vegar
getur karbólvatn komið sér vel til að þvo
sér um hendurnar og sótthreinsa úr ýmsa
sóttmengaða muni.
Joðáburður er öílugt sóttkveikjueitur og
lcemur því að góðu gagni við sáragræðslu.
Þegar einhver sker sig eða særir á ann-
an hátt þá skal sótthreinsa húðina kring-
um sárið og sárrendurnar með því að
pensla joðáburðinum á hörundið. Kom-
ast þá engar sóttkveikjur frá yfirborðinu
i sárið. Nú skyldu menn ætla að bezt
væri einnig að pensla sárið sjálft úr joð-
áburðinum, en svo er ekki. Bæði er, að
það veldur sviða mildum og gerir ógagn
með því að ýfa sárið, og svo getur það
alls eigi náð til þeirra sýkla sem kunna
að leynast í fylgsnum sársins. Það getur
ekkert sótthreinsunarlyf í einni svipan
og græðikraftar náttúrunnar sjálfrar eru
þar hollari til hjálpar. Sé hörundið mjög
óhreint er sjálfsagt að þvo hin mestu
óhreinindi burtu áður en joðið er borið
á; en gæta skal þó þess að skola ekki
óhreinindunum niður í sárið, heldur
halda yfir sárið klút vættum í bórvatni
og þurundnum, og þurka síðan húðina
med sótthreinsaðxi bómull áður en joð-
inu er penslað á.
Sé aðeins um lítið sár að ræða, stungu
eða rispu, þá skal einnig pensla yfir sár-
ið. En el'tir joðhreinsunina eru sótthreins-
aðar þurrar umbúðir lagðar yfir. Joð er
ennfremur gott lyf til að eyða bólgu og
getur stundum komið í veg fyrir að grafi.
Er þá joðinu penslað á bólguna 2svar
—3svar á dag, unz dregur úr bólgunni.
Þó skal gæta þess, að ef þetta er endur-
tekið mjög oft, þá gelur joðið sjálft vald-
ið bólgu og viðkvæmum húðflagningi.
Grisja eða sáralín. Eg hefi oft oi'ðið
þess var, að sjómenn kunna lítt að fai'a
með umbúðaböggla þá, sem þeim eru
ætlaðir i kistlinum. Og þessir bögglar
endast lítið þegar mikið er um fingur-
mein eða skeinur um borð. Það er því
engin vanþörf á að hafa nóg af sái'alíni.
Umbúðabögglarnir eru nauðsynlegir og
ágætir til umbúnaðar á bólgulausum sár-
um, lil þess að varna því að bólga komi
í sárin. En sé um óhrein sár og igerðir
að ræða, þá er það mesta eyðsla og
óþarfi að eyða svo dýrmætum umbúðum
í hvert skifti sem leyst er til sái'sins.
Við smáskeinur þarf ekki aðra viðhöfn
en binda um trafi úr hreinu lérefti eða
grisju, en við meiri háttar ný sár skal
ætið hafa þunnar sótthreinsaðar umbúð-
ii'. Séu bögglarnir uppgengnir, þá má í
þeii’ra slað nota venjulega grisju sem
maður sótthreinsar sjálfur. Vandinn er
ekki annar en að rífa niður hæfilega