Ægir - 01.04.1920, Page 11
Æ GIR
43
böggulinn og smella umbúðunum á, líka
fyrir mann, sem ekki hefir þvegið sér.
Pappírsræmur eru brotnar um umbúða-
rendurnar og getur maður haldið þar um
án þess að snerta sjálfar umbúðirnar.
Silkiþráður og sárasaumnálar eru ætl-
aðar sjómönnum til þess að þeir geti i
viðlögum sauraað saman sár. Vandinn er
að visu litill, en þó svo mikill, að sjald-
an er gripið til þess. Nú á timum þegar
allflest skip eru knúð af vélum og geta
fljótt komist inn til hafna til læknis, er
þörfin á að hefjast handa ekki sérlega
brýn. Þvi ef að öðru leyti er vel um sár
búið má gjarnan dragast i einn eða tvo
sólarhringa að sauma sárið.
Eins má segja að sjaldan verði þörf á
að laka þvag ef manni út á sjó. Eigi að
siður er gott að vita af tækjum til þeirra
þarfa á hverju skipi,
Það lá nærri, að eg vildi bæta einu
lyfi við i kistilinn. Það var konjak. Því
verður ekki neitað að það getur verið
gott lyf í slæmri kvefsótt og lungnabólgu
og gott að gripa til þess i kuldahroll
eftir vosbúð. En áfengi er það lyf, sem
öiest er misbrúkað, og tlaskan er veniu-
lega tóm þegar til á að taka og veruleg
þörf er á. Ómissandi finst mér áfengið
ekki vera, einkum þar sem kamfóru-
dropar eru um borð, er gera svipað
gagn.
Eg hefi því slept öllu áfengi, til að
jreista ekki þeirra sem veikir eru á svell-
mu. Það kynni að gera meira ógagn en
gagn. Skipstjórar sem endilega vilja það
innanborðs geta hvort sem er óefað feng-
ið reseft hjá einhverjum lækninum.
Vélstjórapróti luku þessir menn 29.
april: Guðmundur Agústsson, Óli Andrea-
sen, Hafliði Jónsson, Jóh. Jónsson, Aðal-
stemn Björnsson, Guðbjartur Guðmunds-
s°n, Sigurður Kr. Einarson.
t
Otti Guömundsson
skipasmiður.
0
Það sorglega slys bar við 20. april, að
Otti skipasmiður Guðmundsson hrapaði
niður af smiðapalli, þar sem hann var
að vinna á bátasmiðastöð sinni, og beið
bana af. — Var fallið ekki nema rúm
mannbæð, en Otti heitinn hefir komið
niður á höfuðið og voru allmikil meiðsli
að sjá á honum einkum hjá öðru gagn-
auganu. Var læknis vitjað samstundis,
en hann fékk ekki við ráðið og andað-
ist Otti eftir 2 klukkustundir.
Otti heitinn var fæddur i Engey 24.
jan. 1860 og ólst þar upp. Fyrir 37 ár-
um fluttist hann hingað til bæjarins og
hefir stundað hér skipasmíði. Hafði hann
virðing allra, er kyntust honum og var
inn nýtasti maður.
Hann var kvæntur Helgu Jónsdóttur
og lifir hún mann sinn og 6 börn þeirra
hjóna: Pétur og Kristinn skipasmiðir,
Guðrún gift Kristni Péturssyni blikksmið,
Margrét, Laufey og Guðríður.
Skátapróf.
Hinn 19. apríl var haldið skátapróf i
K. F. U. M. Sex ungir og röskir drengir
gengu þá undir hið svo kallaða meira
skátapróf, sem gerir þá að fullkomnum
skátum.
Maður sannfærðist fljótlega um það
að skátahreyfingin hefir i hæsta máta
uppalandi áhrif á drengi. Þeir læra að
verða siðprúðir, eftirtektarsamir, hug-
rakkir og einbeittir, læra að hjálpa sjálf-
um sér og öðrum. Því eitt af því sem