Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 14
46
ÆGIR
Átti heima á Njálsgötu 19. Var kvæntur
og átti eitt barn.
Lárus Elíasson frá Berserkseyri 25
ára.
Ólafur Jónsson frá Einarslóni. Kvænt-
ur maður. 27 ára gamall. Bróðir Frið-
riks, er talinn er hér að framan.
Peder Anderssen, norskur maður af
Mjóaíirði. 40 ára.
Páll Júniusson frá Stokkseyri. 30 ára.
Sigurður Bjarnason frá Bingeyri við
Dýrafjörð. 20 ára.
Sigurður Guðmundsson frá Breiðuvík
i Barðastrandarsýslu. 30 ára. Kvæntur,
átti 3 börn.
Stefán Guðmundsson frá Litlakambi.
Kvæntur maður, 24 ára.
Vigfús Ilansson frá Sandi. Ógiftur mað-
ur, 21 árs. Hann og bræðurnir frá Ein-
arslóni voru bræðrasynir.
Valdimar Ólafsson, Vesturgötu 23 hér
í bænum. Ókvæntur maður, 23 ára.
Eins og sjá má af þessari sorglegu
upptalningu, voru allir mennirnir á bezta
aldri, allílestir milli tvítugs og þrítugs
og tveir innan við tvítugt. Margir voru
þeir ókvæntir, en munu samt flestir hafa
átl fyrir vandafólki að sjá. Þau verða
þvi mörg heimilin, er mist hafa aðalstoð
sina við þetta hryggilega slys.
Fundarg’erð.
Árið 1920 föstudaginn 5. marz var að-
alfundur fiskifélagsdeildarinnar »Garðar«
i Húsavík, settur og haldinn í fundar-
sal hreppsins.
Fundarstjóri var kosinn Jón Einarsson
og Sigurður Sigfússon skrifari.
Á fundinum gerðist:
1. Arsreikningur deildarinnar upplesinn
og samþyktur í einu hljóði.
2. Lesin lög deildarinnar.
3. Tveir menn gengu í deildina, þeir:
Ásgeir Eggertsson og Jón Sigurðsson
Valbergi.
4. Kosin stjórn:
Formaður: Asgeir Eggertsson,
féhirðir: Jón Einarsson,
ritari: Einar Sörensson.
Til vara: Karl Einarsson, Páll Sig-
urðsson og Sig. Sigfússon.
Endurskoðendur: Sigurjón Þorgríms-
son og Páll Kristjánsson.
5. Þá urðu ýmsar umræður á víð og
dreif, um verkefni deildarinnar. í
sambandi við það kom fram og var
samþ. þessi tillaga:
Fundurinn skorar á stjórnina að gera
nú á þessu ári, tilraun með að kaupa
kúfiskplóg og gera tilraun með kú-
fisksleit, enda fari verð hans ekki
teljandi fram úr kr. 200,00.
í öðru lagi kom fram þessi yfirlýsing:
Fundurinn skorar á sjómenn hér í
veiðistöðinni yfirleitt, að kynna sér
sem bezt gildandi lög frá 1915 um
atvinnu við siglingar á bátum og
skipum,
6. Félagsstjórnin hreyfði þvi, að æski-
legt væri að koma hér á námsskeiði
fyrir sjómenn, hér í veiðistöðinni á
næsta vetri í ýmsum verklegum æf-
ingum.
Fundurinn felur sljórninni að athuga
og undirbúa mál þetta með þvi, að
setja sig i samband við erindreka
Fiskifélagsins norðanlands, um út-
búnað og ýmislegt annan viðvikjandi
máli þessu.
7. Fundurinn skorar á stjórn deildarinn-
ar að útvega hjá stjórn Fiskifélags
íslands, sem beztar og ábyggilegastar