Ægir - 01.04.1920, Page 16
48
ægir
Orsakirnar til þess, að síldin er svona
illa verkuð eru margar. í fyrsta lagi mun
frummatið á síldinni eigi hafa verið nægi-
lega strangt, í öðru lagi notaðar lélegar
tunnur um síldina og í þriðja lagi eftir-
litið með tunnunum eftir að síldin var
komin í þær ófullkomið. Yfirmatsmenn
verða að gæta þess, að skipa eigi aðra
matsmenn en þá, sem þeir þekkja, að
árvekni og einbeittni gegn síldareigend-
um og þeim, er hlut eiga í síldinni eða
á annan hátt liafa hag af því, að sem
mest af sildinni úr hverri veiðiför verði
tekið til söltunar. Þá er og eigi síður
nauðsynlegt, að matsmenn þvertaki fyrir,
að síldin sé söltuð i lélegar tunnur, og
að síðustu, að þeir hafi gott eftirlit með
pæklum sísldarinnar, þar til hún flyzt
út. í stuttu máli, má aldrei linna, að á-
minna menn um að vanda vöru sína
sem bezt að unt er og menn hafa frek-
ast þekkingu til. Þess er þvi frekar þörf,
sem samkepnin eykst með hverju ári.
Fyrri hluta janúarmánaðar tók eg að
búa mig undir ferðina til suðurlanda.
Tók það alllangan tíma, þvi ég varð að
fara til sendiherranna úr öllum þeirra
löndum, sem eg ætlaði að ferðast um,
til að fá skrifað upp á vegabréf mitl.
Varð ég á Ilestum stöðunum að skrifa
umsókn og vitja svo um vegabréfið tveim
til þrem dögum seinna. Sumir sendi-
herrarnir höfðu að eins opna skrifstofu
tvisvar í viku.
Um þetta leyti var Bennetts Rejse-
bureau í Kaupmanuahöfn að undirbúa
ferð til Svisslands. Réð ég þá af, að
ferðast með fyrsta hópnum til Basel í
Svisslandi og fara svo þaðan með járn-
brautinni til Genua. Hafði nú verið sagt
að milli þeirra staða væri sæmilegt járn-
brautarsamband.
Eg lagði svo af stað frá Ivaupmanna-
höfð 27. janúar að morgni. Þann dag
var þreifandi bylur og hvassviðri í Dan-
mörku og á Norður-fyzkatandi. Atli
fólkið fremur illa æfi á ferjunni, því að
fólksfjöldinn var svo mikill að ekki
nærri helmingur fólksins gat rúmast
undir þiljum og við borðið varð að
margskifta því.
Svo hafði verið ráð fyrir gert, að lest-
in færi burt frá Warnemiinde til Heidel-
berg og að ferðafólkið alt fengi svefn-
vagna, þar sem ferðin suður til Rýzka-
lands átti að vera að næturlagi.
En í Warnemúnde breyttist þetla alt
saman svo, að fólkið varð alt að fara
til Berlín, því svetnvagnar voru eigi til
handa helmingi fólksins, en það vildi
heldur fara til Berlin og hvíla sig þar
yfir nóttina, en að vera á ferð um nótt-
ina og sitja uppi, án þess að fá svefn-
vagna.
í Berlin dvaldi eg um nóttina og fram
til kl. 5 daginn eftir. Þá fór eg með
næturlest til Heidelberg og varð að eins
þrent af samferðafólkinu samferða. Hitt
vildi heldur bíða í Berlin yfir nóttina
til að komast hjá að vera á ferð að
nóttunni.
í Berlin var ill að vera, því að kal'alds-
bylur var og allmikið frost, en engin
kol til í bænurn. Urðum við að ganga
um gólf í svefnherbergjunum í vetrar-
kápum og gátum þó ekki haldið á okk-
ur hita. Að öðru leyti var ekki að sjá,
að mikill skortur væri á matvælum,
nema á sykri, það var alls ekkert til og
var í þess stað haft saccarin og er það
neyðarkostur.
Um kl. 772 að morgiii 29. janúar kom
lestin til Heidelberg. Hafði svo verið ráð
fyrir gert, að við biðum þar til kl. 9 f.
hd. eftir morgunlestinni, sem þá átti að
koma með samferðafólkið frá Berlin.
En svo illa vildi til, að lestinni, sem við
vorum með, seinkaði um 7* klst. svo