Ægir - 01.04.1920, Side 19
ÆGIH
51
stjórninni. Kvað hann það hið fyrsta
islenzkt skjal, er sér hefði borizt.
Herra Enberg benti mér á ýmsa menn,
er hann áleit að gæti gefið mér upplýs-
ingar og sagði mér ýmislegt, er mér kom
að gagni.
Daginn áður en eg kom til Barcelona,
hafði gufuskipið Mjölnir komið þangað
með fiskfarm heiman af íslandi. Sldp-
stjóri á Mjölni er Kroníka tengdasonur
Kristjáns hæstaréttardómstjóra Jónssonar.
Hitti eg hann af hendingu úti á götu
og sagði honum hvar eg byggi, Daginn
eftir heimsótti hann mig á gistihúsið, á-
samt Kaj Andersen Swanholm, úr firm-
anu Berg, Wang & Swanholm. Hafði
hr. Kronika sagt Swanholm, að eg væri
i bænum.
Firmað Berg, Wang & Swanbolm er
nýstofnað og ætlar aðallega að verzla
með islenzkan fisk.
Berg og Wang eru Norðmenn en
Swanholm er sonur hins alkunna járn-
steypu kaupmanns Andersen i Kaup-
mannahöfn. Vildi firmað ná í islenzkan
mann á skrifslofu sína, svo að íslend-
ingar gætu skrifað firmanu á sínu eigin
máli.
(Framh.).
Björgunarlaun.
Björgun úr sjávarháska hefir víðast
um heim allan verið álitin fremur mann-
úð en gróðafyrirtæki og sum lönd krefj-
ast mikils af sjómönnum i þessa átt,
svifta þá rétlindum, sem réttindi hafa,
ef þeir sýna vanrækslu, klaufaskap eða
kæruleysi i þvi að veita nauðstöddum á
sjó þá aðstoð, sem auðið er, en verð-
launa aftur á móti dugnað og karl-
mannlega framgöngu við björgun, og
ætti svo hvervetna að vera.
ótalin eru þau mannúðarverk, sem
unnin hafa verið hér við strendur, og
lítil hafa stundum verðlaun verið, þótt
formaður legði sig, skipshöfn og skip út
í fyrirsjáanlegan dauða og eyðileggingu,
til þess að bjarga þeim sem ver voru
staddir en hann á sjónum, enda hefir
til þessa lítið verið hugsað um að ver-
laun ættu við; björgun hefir verin álitin
sjálfsögð.
Fegar skipshöfn er bjargað frá dauða
á sjó þá eru það ekki að eins þeir menn,
sem bjargað er, sem koma til greina,
heldur og þeir aðstaðendur þeirra, sem
i landi eru. Hað er einnig verið að bjarga
fjölskyldunum, því björgunin hefir áhrif
á konurnar og börnin og þeirra uppeldi,
á örvasa föður éða móður eða heilsu-
laus systkini, því í sjóinn fara að öllu
jöfnu þeir, sem fyrir öðrum eiga að sjá,
eða leggja sinn skerf til framfærslu
heimila og uppeldis næstu kynslóðar,
þvi sjónum er ekki boðið annað en
kjarni þjóðarinnar til að leika sér að og
gleipa; hann er voldugur herra og aðrir
geta eigi varist gegn dutlungum hans en
þeir, sem gæddir eru kjarki og þreki.
Þegar að þessu er gætt, þá er björgun-
arverkið svo víðtækt, að verðlaun ættu
í það minsta að vera sjálfsögð, en hér
er sjaldan farið lengra en að snara út
fáeinum aurum fyrir þakkarávarp i blöð-
um og gott ef ekki verður rifrildi út úr
öllu saman, eins og t. d. i »Ægi« fyrir
2—3 árum, þar sem eg varð að ganga
á milli til að stöðva stæluna.
Minna má það aldrei vera, en að þeir,
sem bjargað er, geti þess og þakki þeim
opinberlega í blöðunum sem bjarga. Að
þegja er ræfilsháttur.