Ægir - 01.04.1920, Síða 20
52
ÆGIR
Kröfur fyrir björgun á skipi og farrai,
og aðra aðstoð á sjó.
Til skams tíma var björgun talin
mannúðarverk, en nú er svo komið, að
hún er orðin gróðafyrirtæki, sem kveð-
ur svo ramt að, að menn þeir, sem
komast í þær raunir á sjónum að sjá
eigi annað fyrir en opinn dauðan, þora
varla að biðja skip um hjálp, vegna
þess að þeir vita, að hin minsta aðstoð
kostar oífjár, hvað þá hin milda hjálp.
Af þessu stafar það, að dregið er að
biðja um hjálpina þangað til það er
um seinan.
Hér er það orðin tizka að skip án
allra tækja til björgunarverksins setji upp
sömu björgunarlaun og vel útbúið björg-
unarskip með dýrum björgunartækjum.
Það skipið sem ekkert getur ef út af
ber, heimtar sama og það skip, sem ó-
hætt er að treysta ef í hart fer og er
stjórnað af þeim, sem kunna alt er lýtur
að þvi, að alt lánist og heppnist.
Björgunar og aðstoðarlaun eru sjálf-
sögð, en lítilvæga hjálp má ekki skrúfa
svo upp, að hún verði sú grýla, að sjó-
menn fari að hætta að leita aðstoðar í
tæka tíð, ef þess er kostur, og að koma
þannig í veg fyrir stórtjón.
Það er nú komið svo, að hin minsta
aðstoð veitt á sjó kostar þras og
málaferli og er það illa farið, og kveður
svo ramt að þessu, að skip þau, sem
•vátrygð eru í samábyrgð Islands og eru
skyld samkvæmt lögum stofunarinnar að
aðstoða hvert annað, er þess gerist þörf,
setja upp hvert viðvik, sem fyrsta ílokks
björgunarskip væri. Þannig man eg eftir
aðstoð, sem í góðu veðri tafði skip í 7
klukkustundir, það var dráttur, þó á
taug þess skipsins, sem dregið var; það
átti að kosta 20,000 kr., það var Samá-
byrgðaraðstoð. Hvert yrði verðið hjá
björgunarskipinu »Geir« ef hann ætti að
ákveða björgunarlaun, þegar þetta virðist
sanngjarnt hjá Samábyrgarskipum fyrir
aðstoð í bezta veðri? Því upphceðin var
liltekin sem sanngjörn krafa. Þegar um
smásldpin er að ræða þá fer þetta okur-
verð fyxár veitta hjálp að verða ískyggi-
legt. Svo hagar til, að þegar eitthvað
laskast á bátum eða smáskipum þá get-
ur verið nauðsynlegt að kalla á hjálp,
enda þótt skipstjóri hafi von um að geta
sjálfur bætt úr skemdum, og er orsökin
sú, að hann álítur skipið ekki beint í
voða statt, en hann þorir ekki að eiga
það á hættu, að láta það skipið frá sér
fara, sem hann liefir beðið um hjálp,
vegna skipshafnarinnar, því lífi hennar
er stofnað í hættu sökum bátaleysis, eða
þá að skipsbáturinn ber ekki alla. Hvort
er nú heldur hér um að ræða björgun
á mannslífum, sem til þessa hefir ann-
aðhvort kostar 200 kr. gullúr, kikir eða
því um líkt, þegar bezt hefir látið, nokkr-
ar krónur fyrir þakkarávarp í blöðum
eða þá að þessa hefir alls ekki verið
getið — þetta fyrir mannslifin. Sé um
það að ræða, að aðstoða eða bjarga
skipinu sjálfu, þá fer nú verðið að stíga.
— 20—40,000 krónur kostar nú á tím-
um lítil aðstoð, og fákunnátta formanna
á smáskipunum er svo mikil, að þeim
dettur stundum ekki í hug að grenslast
eftir því hjá skipstjói-a þeim, er hjálpina
veitír, hversu mikið hann muni setja
upp fyrir ómakið, því þeir formenn
hljóta hér að vera og eiga að vera sem
mundu gera alt, er í þeii’ra valdi stend-
ur, til þess að þurfa ekki að þiggja að-
stoð með því vei’ði, sem nú fer að tiðk-
ast. Sé álit skipstjórans og skipshafnar
það, að þessi krafa sé með öllu ósann-
gjörn og sýni þekking skipstjórans hon-
um það, að koma megi skipi áleiðis án
aðstoðai’, þá neitar hann að þiggja hjálp,