Ægir - 01.04.1920, Page 22
54
ÆGIR
nauðsyn þeim ei’ heima biðu. Mannúð
var hér áður fyr og ekki sizt hjá sjó-
mönnum. Er hún eitt af því, sem hér á
að strikast út vegna peningagræðgi?
20. mai 1920.
Sveinbjörn Egilson.
Aih.
Við grein þá, sem eg ritaði í Morgun-
blaðið 20. mai og sem hér birtist, vil eg
geta þess, að mér er vel kunnugt um það,
að formenn á smáskipum, eru það illa
undirbúnir, til þess að mæta ýmsum
flækjum fyrir sjórétti, að ekki veitir af
að gefa þeim bendingu. Hvort sú bend-
ing á að koma frá mér, getur verið álita-
mál, en einhver verður að minnast á
þetta. Enn þá hefi eg ekki lært að vera
svo, að eg ekki vildi með athygli, hlusta
á hvern og einn, sem um sín sjómálefni
vildi við mig tala. Þeir eru þegar orðnir
margir, sem það hafa gert. Eg hef séð
svarið fyrir dómurum og sú athöfn er
svo, með öllum þeim formælingum, sem
henni fylgja, að hver og einn ætti að
vanda sín verk, til þess með góðri sam-
vizku að sverja.
Sv. E.
Atvinna.
Flest blöð landsins hafa flutt sand af
auglýsingum eftir verkafólki yfir vortím-
ann, og sagt er að ráðningaskrifstofan
hafi ekki nærri nóg af fólki að bjóða.
Hér í bænum er eftirspurnin afar-mikil
og margir í vandræðum með verkafólk.
»En hve lengi stendur þetta?«, spyrja
menn, Peningakreppan dynur yfir eins
og helli-skúr úr heiðríku lofti, um há-
bjargræðistímann, einmitt um þær mundir
sem menn eru að undirbúa sumar-at-
vinnuna, síldarútgerð o. íl. En hér er
fleira að athuga. Síldin liggur óseld og
enginn vill við henni líta sem stendur.
Rar standa fastar nokkrar milj. króna,
sem eru vonarpeningur nema vel takist
til. Og ekki gengur betur með kjötið;
það vill enginn eiga. Jafnvel að bændur
verði að kaupa það aftur af sjálfnm sér,
eða með öðrum orðum, að skila aftur
fyrsta andvirðinu, eins og það væri rang-
fengið fé.
Oft hefir bændum þótt þröngt fyrir
dyrum hjá sér með sölu afurðanna, en
aldrei þvilíkt sem nú. Hversu hátt kaup
geta þeir goldið um vikuna í sumar ef
þessu fer fram? Reir eru litlu betur
settir en sildarútvegsmennirnir með að
bjóða hátt kaup, því að síðastl. ár var
ullin í hraklega lágu verði eftir öðrum
varningi. og horfurnar eru litlu betri nú,
Þessar eru ástæðurnar fyrir þvi að ekki
allfáir verkamenn í kaupstöðum hugsa
daprir til sumarsins og kvíða þvi, að
kaupgjaldið muni lækka þegar líður á
vorið. Sjálfur ríkissjóðurinn er ekki bet-
ur staddur en svo, að stjórnin verður
að fresta sumum framkvæmdum er
henni voru faldar af þinginu og heim-
ilað fé til í fjárlögum. Jökull fjáreklunn-
ar er að leggjast yfir landið jafnóðum
og snjófannirnar hverfa. Þvi olla kaldir
straumar úr Elivogum ófriðarlandanna.
Skeggi.
Upplýsingar
um fyrirkomulag námsskeiða í verk-
legri sldpavinnuu mun Ægir bráðlega
flytja-
liitstj.