Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 5
ÆGIR 93 vildu hugsa lítið eitt um það, hvilíkt strik Goðafossstrandið gjörði i allar framkvæmdir fjelagsins og vissu um örðugleika þá, sem af þeirri ógæfustund stafaði, mundi ef til vill dæmt vægara. Mjer hafa verið sendar hnútur um Eimskipaferðirnar og stjórnina, til birt- ingar i Ægi og helst beðinn um að smyrja einhverju upp í viðbót, sem krassaði. Rótt mjer ávalt þyki gaman og gott að fá ritgerðir í Ægi, þá á vanþakk- læti svo illa við þegar ýmislegt er athug- að. Hvernig var Yestuútgerðin, sællar minningar, likaði mönnum hún að lok- um? Hún átti þó sannarlega að sýna landsmönnum hvernig gera ætti út gufu- skip, við hæfi allra. Hún var hringl og fálm út í loftið. Mönnum líkaði hún ekki. Svo eftir mörg ár kemur Eimskipa- fjelagið, stjórnað af manni, sem vill okkur alt gott, leggur fram allan sinn skilning og þekkingu til þess, að fyrir- tækið blessist og hefur sýnt, að hann er maðurinn, sem kann verk það, er hann hefur tekist á hendur og hefur fyrir landsmanna hönd forðast það hringl, sem áður var fordæmt er Vesta var í gangi. (Mig minnir hún svældi 24 tonn- um af kolum í sólarhring meðal annars). Jeg var eitt sinn á »transporti«. Til að greiða fyrir mönnum áttum við að sigla margar ferðir inn á stóran fjörð og af- henda vörur á tilgreindum 2 stöðum. Fyrstu ferðina gekk allt prýðilega. í annari ferðinni fengum við þau skilaboð, að eí við ekki kæmum heim að vör manns eins, þá tæki hann ekki vörur sinar; við á stað til hans og losuðum — þriðju ferðina var ekki að tala um að taka vörurnar úr skipinu, nema að við kæmum, helst lieim á hlað til allra með þær. Þá byrjaði tímatöfin og úr hag- feldum flutningi varð endalaus villeysa. Einu sinni var jeg staddur niður á plani þegar Gullfoss var að leggja á stað til útlanda með 80—100 farþega eða þar um, þá segir maður við mig: »Mikið má Gullfoss græða á þessum farþegaílutningi; svo fórum við að reikna út og varð niðui’staða okkar su, að á 3—4 dögurn væri alt fargjaldið farið upp urn reykháfinn og út um öskutrektina og hinn ímyndaði gróði á lárþegaflutn- ingum dalaði talsvert við þetta. Aður en farið er að níða stjórn og rekstur fjelagsins niður fj'rir það, að hún getur ekki nolað míllilandaskip sín til hentugra strandferða, verða menn að kynna sjer ýmislegt, sem að siglingunum lýtur, muna það, að það hefur ekki mörgum fleytum á að skipa til þess að mæta þörfum og ekki gleyrna 15. apríl 1915, þegar óskin var, að íleiri skip kæmu eftir Gullfoss, því mjer sýnilega er af öllu megni unnið að þvi, að lands- menn fái þessa ósk sína uppfylta, — auk þess að úr hugmyndinni skólaskip er leyst, þvi Eimskipafjelagsskipin munu reynast okkar framtíðar skólasldp, njótum við þess framkvæmdarstjóra sem nú er. Astæðan, að jeg skýri frá áliti minu um Eimskipafjelagið er sú, að menn skuli ekki tefja sig á að senda mjer pistla til birtingar i Ægi um slæma stjói'n á siglingum skipa íjelagsins, þvi hana hefi jeg enn ekki orðið var við eða skilið. Yrði jeg því að grenslast eftir hvort hnúturnar væru rjettmætar, sem jeg leyfði mjer að birta i timariti Fiskifjelagsins, áður jeg kæmi þeim á prent, en jeg bið velvildar á því, að til þess er jeg enginn maður og enn þá fæ jeg ekki skilið ann- að en, að vei’ið sje að framkvæma vilja þjóðarinnar að eignast íleiii skip, það verður aðeins með góðu búskapai'lagi og slærnt getur enginn kallað það, þegar Lagarfoss kemur fram i dýrtíðinni sem nýtt skip og átti sjálfur aurana til að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.