Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 12
100 ÆGIR tjón kennir oft það, sem ekkert annað getur kent, Til þess að gjöra mönnum hægra fyrir eru hjer settar almennar reglur, sem hafðar eru, er flskstaflar eru mældir og lætur mál það mjög nærri. 6— 7 teningsfet af blautum sölluðum fiski er um 1. Skp. 7— 71/2 teningsfet af verkuðum fiski er um 1. Skp. Síldveiði fyrir Áustfjörðum. Seyðisfirði 10. Sept. 1920. 1 morgun kom liingað e. s. Thorgrim frá Aalesund, á heimleið frá Eyjalirði. þar hefir það verið við síldveiðar i sumar, og var með ca 200 tunnur af nýrri feitri og fallegri sild á dekki, sem það seldi hjer. Þegar það kom austur fyrir Langanes, sáu skipverjar svo mikið af síld, að þeir tóku snörpunót og kösfuðu henni, fengu liana strax fulla, ca 1000 lunnur, en nótin rifnaði, svo þeir mistu úr henni, nema það sem þeir seldu hjer. Skipverjar sögðust aldrei hafa sjeð eins mikla síld nyrðra eins og nú austan við Langanes. Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem snörpu- nót hefir verið kastað á Austurlandi, en síðan um miðjan júlí s. 1. hefir síldin altaf sjest útifyrir Austurlandi, frá Vestur- horni til Langaness. Ressi síld var ákaf- lega feit og nokkuð af átu i henni. Eftir reynslu manna hjer, frá 1880 til 1896, mætti álykta að síldin kæmi inn í Aust- íirði seint í þessum mánuði og yrði þar til jóla eða lengur. Það er ekki von að síld hafi aflast lijer í sumar, því enginn hefir reynt til þess. Heppilegra væri að reyna að veiða hana á sem flestum stöð- um, en að svo mikill fjöldi skipa safn- ist á einum stað að eftirlit með verkum á henni sje óframkvæmanlegt, svo i góðu lagi sje. Ef það reyndist að síld aflaðist vel í snörpunætur fyrir Austurlandi, eru þar alstaðar góðar hafnir, og hentug síld- arverkunar pláss. Árin 1880—1896 aflað- ist á Austfjörðum mest síld á landi hjer og brást ekki og af og til eftir það, en einungis i kastnætnr inni á fjörðum. Þá gátu menn látið síldina standa í nótunum þangað til hún var laus við átuna, sem svo oft vill spilla bestu síldinni. Enn þá eiga menn hjer kastnætur (landnætur) á öllum Austfjörðum, og vonast alt af eftir að hún kunni að koma, og ef hún kemur, fæst þar besta síldin. Það er ekki aðgengilegt fyrir síldveiða- menn að byrja hjer eystra á því að veiða sild meðan engin Gúanó verksmiðja er hjer, en hugsanlegt er að það dragist ekki lengi, að hún kæmi, ef síld færi að aflast hjer; svo bætur það ef lil vill úr, í bráðina, að alstaðar eru hafnir góðar á Austfjörðum, svo skamt gæti oft orðið, sem flytja þyrfti síld til síldarsöltunar- pláss. Svo þarf ekki að óttast að kast- nótasíld skemmist, eða að úr henni gengi neitt að mun. Reglugjörð um framkvæmd iaga nr. 10, 8. september 1915 og laga nr. 7, 8. februar 1917. Samkvæmt lögum nr. 10, 8. september 1915, um heimild fyrir ráðherra Islands til að skipa fasta nefnd til að ákveða verðlag á vörum, og lögum nr. 7, 8. febrúar 1917, um viðauka við þau lög, er eftirfarandi reglugerð sett til' lfram- kvæmdar laganna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.