Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 10
98 ÆGIR vegna smáljósa þeirra, sem þar eiga að loga getur einnig orðið þjóðinni dýrt, þegar neilað er um vátryggingu á nauð- synjum okkar og skipum þeim, sem þær flytja vegna þess hve hættan er mikil þegar undir land er komið og það er sannanlegt, að hrakningar skipa byrja þar, sem þeir ættu að enda, vegna þess að leiðarmerkin vanta. Ritað i ágúst 1920. Sveinbjörn Egilson. Síldveiðarnar 1920. Um 140 þúsund tunnur mun þessa árs síldarafli hafa orðið. — Aíli þessi sundurliðast svo: Strandir 18.000 tunnur, ísafjarðarsýsla 20.000 og Norðurland um 102.000 tunnur: Markaður fyrir þessa síld var í Svíþjóð. Þaðan hafa menn verið sendir hingað til lands, til þess að vinna að eflingu viðskifta milli Islands og Svíþjóðar. 1 ár ætluðu menn ekki að brenna sig á sama soðinu og í fyrra. Síldin var seld þegar viðunarlegt tilboð fjekkst. Verðið í Gautaborg var 74 aura kíló, þangað komin (cif), en í Stocholm 76— 77 aura. Um sölu þessai’a síldar hafa borist svo Ijótar sögur, að þeim er vart trúandi, en hjer ættu menn þeir, er sildveiðar ætla að reka framvegis, að taka sig saman um það að selja aldrei Jramar Svíum síld, nema að þeir sendi hingað lil lands sína eigin matsmenn, sem hjer undirskrijuðn mat þeirrar síld- ar, sem þeir vildu kaupa hjeðan. þar eð landsmenn hafa ekki ráð til að borga farmgjald, vátryggingu og annan kostnað fyrir vöru, sem, er þangað er komin dæmist að vera ónýt og hefur þó sem ónýt vara þar, ýmsan kostnað i för með sjer. Vilji því Svíar frekari síldarverzlun við íslendinga, ætti svar til þeirra að vera þetta: Sendið ykkar matsmenn hingað og kaupið hjer á staðnum þá vöru, sem þeir dæma við ykkar hæfi, þvi afgangi ráðstöfum við sjálfir. Þeir sem við síldarsölu þessa árs eru riðnir, ættu að gefa skýrslu um hin greiðu viðskifti sin við Svía, sem blöðin hjer gátu um í sumar, að unnið væri að og sendimenn gerðir út hingað í þeim tilgangi. Sje þessa árs sildarsala byrj- unin, hvernig mun þá endirinn verða. Hvenær komustum við svo langt, að við sjálfir getum notað þessa kraftmiklu fæðu til viðurværis. Aðrar þjóðir sækj- ast eftir henni, sækja hana hingað á miðin okkar en við viljum ekki sjá hana, eða svo er það alment. Mörgum íslendingum þykir þó sildin góð en fjöldinn vill ekki borða hana, og er það þjóðarmein. Heyrst hefur það, að síld sje dýr fæða, en ekki mun hún þó dýrari en önnur matvæli, sem okkur Reykjvíkingum eru boðin — það er talað um að verð á saltfiski sje lágt, þegar það er 220 kr. Við Reykjavíkur- búar greiðum með glöðu geði 360 kr. fyrir skpd. af söltuðum fiski (1200 'S af óslægð- um fiski með haus og hala mun gjöra skippund af verkuðu, það sinnum 30 aurar = 360 krónur). Væri nú þessi fiskur metinn, þá væri ekkert að segja um þetta, en þegar hann er svo, að af honum leggur megnan þef og beinin fara að standa út úr bolnurn af elli, þá má það eflaust með vissu segja, að nú sem stendur muni hvergi betri markaður fyrir fisk enn í Reykjavik, einkum þar sem við í raun rjettri gefum 45 aura fyrir pundið að öllum jafnaði, þegar við fleygjum sem óætu haus og innvolsi,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.