Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 11
ÆGIR 99 sem að þýngd mun láta nærri að sje >/« af þunga fisksins, því keyptum við 1200 'R af óslægðum fiski með haus og hala, þá mundi vart fást úr þvi meira til matarframreiðslu en 800 en 800 í 360.00 eru 45 aurar. Kjðt saltað í tunnum, var hjer á boð- stólum i fyrra fvrir 425 kr. hver tunna, en verð á sild mun aldrei hafa nálgast það og segja þó þeir, er reynt hafa, að þeir meti 1 tunnu af saltaðri sild móti 1 tunnu af kjöti, hvað næringar- gildi snertir. Nú er byrjuð hreyfing á að koma almennri síldar neyzlu á og er slíkt vel farið, því þegar við hugsum til þess hve margar máltíðir liggja nú dæmdar ónýtar i framandi landi, til þess, hve margir hjer gætu fengið saðning sinn af þeirri fæðu, sem þar fer nú fyrir lítið verð, þá ætti almenningur að athuga þetta mál vandlega og gjöra sitt til, að markaður fyrir salta síld komist á hjer, með því að neyta hennar og hætti að halda þá góðu fæðu aðeins skepnufóður, því hún á annað skilið. Eg sé, að eitt af blöðum höfuðstaðar- ins ber kvíðboga fyrir þvi, að magi okk- ar íslendinga muni ekki þola síld. Eg er þó á annari skoðun og álít niaga okkar í góðu lagi til sildaráts, þar sem við jbjóðum honum bæði hákarl, óldinn fislc, einkum lúðu, saltaða og signa grásleppu, hrá rúgbrauð 1—2 flösk- ur af lútsterku kaffi á dag, súrt smjör og harðæti, sem er hráæti. Getur nokkur Þjóð sýnt önnur eins meltingafæri. Eg held það varla, enda mundi sú raunin a» að það yrði matvendni en ekki mag- ittn, sem léti sig þegar á hólminn væri komið. Reykjavik 22. október 1920. Sveinbjörn Egilson. Fiskbirgðir landsins 15. ágúst 1920, mlðað við verkaðan flsk. Um miðjan ágúst voru skýrslur um fiskbirgðir hjer á landi, talið frá nýjári, safnað saman og eftir því sem næst varð komíst voru þær þessar: Faxaílói með Grindvík . . 105,000 Skp. Stokkseyri................... 1,000 — Eyrarbakki..................... 700 — Þorlákshöfn.................... 800 — Vestfirðir ................. 22,150 — Breiðifjörður................ 3,000 — Norðurland þar með Langa- nes....................... 6,000 — Austfirðir . . . . . . . 13,093 — 151,743 Skp. Auk þessa munu um 4000 tonn hafa verið verkuð frá fyrra ári .... _._______. . 16,000 — Alls 167,743 Skp. Peningavandræði, óvissar markaðs- horfur með mörgu fleiru, ætti að benda mönnum á hve nauðsjmlegt það sje, að birgðir landsins af hverri vörutegund sem er, sjeu eða geti með litlum fyrir- vara verið kunnar. Ýmsu þarf að svara i sambandi við peningastofnanir annara landa og sölu afurða, sem er of mikils varðandi til þess, að greinileg svör sjeu ekki gefin, en þvi að eins er það unt, að aflaskýrslur og aðrar skýrslur sjeu fyrir hendi, sem byggt verði á. Vonandi verður betur en verið hefur, farið að athuga, hvers virðí aílaskýrslur og afurða eru, þvi þótt allt hafi draslast af til þessa, þá munu þó ílestir sjá það nú, að við eigum að spila upp á eigin spitur framvegis. Peningakreppa og fjár-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.