Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 1

Ægir - 01.09.1920, Blaðsíða 1
13. á Ráðningarskrifstofan. Skýrsla W Fiskifjelags Islands frá 1. mars—1. júlí 1920. 1 byrjun marsmánaðar tók skrifstofa þessi til starfa samkv. ályktun Búnaðar- þings og Fiskiþings 1919. Var ætlunin sú, að ljetta undir með þessum hætti fyrir vinnuveitendum og þeim, er eftir vinnu leituðu og verður því hjer skýrt frá því hvernig þetta heppnaðist. Fjelögin lögðu til sinn öianninn hvort, til þess að annast dag- leg störf á skrifstofunni, sem Búnaðar- Qelagið Ijet i tje og var skrifstofutimi frá kl. 4—5 hvern virkan dag og hann auglýstur í blöðum hjer, eins og líka var auglýst í þeim eftir fólki er svo stóð á. Þessi skrifstofutími var til þess ætl- aður, að þeir er eftir vinnu spurðu gætu fengið nöfn sín skráð, skýrðu frá hvar Þeir ættu heima og hverskonar vinnu þeir æsktu. Þeim mönnum eða konum, sem spurðu eftir sveitavinnu sinti sá maðurinn, er Búnaðarfjelagið lagði til, en maðurinn frá Fiskifjelaginu átti við þá, er óskuðu eftir skiprúmi eða vinnu í sambandi við átgerð. Menn þeir er á skrifstofu þessari störf- uðu á þessu fjögra mánaða tímabili voru Sigurður Sigurðsson ráðunautur og Methúsalem Stefánsson fyrir hönd Bún- : 9-10 aðarfjelags, en frá hálfu Fiskifjelagsins þeir: Skipstjórarnir Geir Sigurðsson, Kristján Bergsson og Sveinbjörn Egilson Sig. Sigurðsson var frá marsbyrjun til 16. maí, þá tók Methúsalem við og ann- aðist skrifstofustörfin til 1. Júlí. Geir Sigurðsson var frá marsbyrjun til 1. apríl, er hann varð að hætta vegna annara starfa. Kristján Bergsson var frá 1. apríl til 15. júní, að hann fór til Englands, tók þá við Sveinbjörn og var síðasta hálfa mánuðinn á skritstofunni, eða frá 16/« til x/t, því 1. júlí hætti fyrir- tæki þetta, sem kostaði hvort fjelagið fyrir sig um 1050 krónur eða 2100 krón- ur als, með árangri þeim, er hjer segir: 151 konur og karlar spurðu eftir alls- konar vinnu. 25 vinnuveitendur föluðu fólk. 29 karlar og konur voru ráðin og 12 vinnuveitendur tóku fólk. Til sveitavinnu komu umsóknir um 14 karlmenn og 46 kvennmenn frá bændum, en umsóknir verkafólks um sveitavinnu komu frá 30 karlmönnum og 6 kvennmönnum. Ráðnir voru 7 karlmenn og 2 kvennmenn =. 9. 115 karlmenn spurðu eftir ýmsri vinnu við sjó og á sjó, og af þeim hóp voru ráðnir 20 er sundurliðast þannig: 1 skip- stjóri, 2 stýrimenn, 1 bátaformaður, 2 matsveinar og 14 hásetar = 20. Það hefur því kostað fjelögin um 72 kr. að ráða hvern mann og getur enginn sagt að þau hafi legið á liði sínu, en hvernig standi á þvi að af 151 skulu aðeins ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJEL AGS ÍSLANDS. irg. Reykjavík, september—október 1920 Nr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.