Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 5
ÆGIR 163 að koma vörunum frá sér, var alstaðar sama sagan, að menn höfðu þörf og vilja á þvi að selja sildarbirgðirnar er fyrir lágu, en gátu ekki nema með tapi; þá er ekki svo undarlegt þótt íslend- ingar — yngsti og óreyndasti þáttakand- inn í þessari atvinnugrein — færu ekki algerlega varhluta af söluerfiðleikunum, en niðurstaðan varð þó í rauninni sú, að íslendingar hafa sloppið létt við tapið á sildinni, samanborið við nágrannaþjóð- irnar. Því tíl sönnunar má geta þess, að af framleiðslunni 1919 mun hafa látið nærri, að ekki hafi nema 74 fram- leiðslunni orðið verðlaus; en 3/4 verið seldir fyrir hátt verð, sennilega með töluverðum hagnaði. Af fraraleiðslu árs- ins 1920 mun Vt til V8 hafa orðið verð- laus. Framleiðsla ársins 1921 er öll seld og það með hagnaði fyrir úlgerðarmenn 3rfirleitt, eftir þvi sem næst verður komist. Til samanburðar má geta þess, að Norska ríkið varði tugum miljóna króna til styrktar sildveiðunum yfir striðsárin, aðallega með því að kaupa framleiðsl- una af fiskimönnum og bar sjálft hall- ann við söluna. íslenska rikið hefir att- ur á móti haft beinar tekjur af síldveið- unum yfir árin 1917 til 20 að báðum þeim árum meðtöldum 2,100,000 kr., þar með talinn tunnutollurtnn, auk þess liefir rikissjóðurinn haft töluverðar óbeinar tekjur af sildveiðunum t. d. toll af salli og kolum er notað hefir verið til sild- veiðanna o. fl. o. fl., svo að óhætt mun mega gera ráð fyrir að tekjur islenzka rikisins af sildveiðunum yfir þessi fjögur langerfiðustu árin, hafi ekki verið undir 3 miljónum kr. Englendingar og Skotar höfðu svipaða sögu að segja um erfiðleikana við sild- arsöluna síðustu árin. Þannig sagði hátt- settur embættismaður i Fishery Board oí Scotland, undirrituðum frá þvi i marz- mánuði i fyrra, að þá væru til um 800,000 tunnur af óseldri síld liggjandi í Englandi og Skotlandi, aðallega frá ár- inu 1920 — sem lítil líkindi væru til að hægt væri að selja nema þá með stór- kostlegu tapi, sem rikissjóður yrði senni- lega að bera að mjög miklu leyti. Og í brjefi frá veíþektum manni í Skotlandi til undirritaðs, sem skrifað er í janúar- mánuði s. 1. er þess getið, að ekkert af sildinni sem veidd var síðustu fjóra mánuði ársins 1921 er þá selt. Þetta á- samt fleiru, sýnir ofurljóslega að erfið- leikar með sölu síldar hafa verið alt eins tilfinnanlegir hjá nágrannaþjóðunum eins og okkur og hafa þær þó margfalt meiri reynslu i öllum sildarútveg og sildsölumálum en íslendingar. Þriðja ástæðan: að ekki sé rétt að leggja kapp á framleiðslu síldar vegna þess að sildveiðin hafi verið misbresta- söm og oft valdið miklum skaða, þá er þar til að svara, að það er rétt, að árin 1917 og 1918 voru aflaleysisár fyrir síld- veiðimenn, sem óliætt mun vera að álita að stafað hafi af óáran í veðráttufari, sjávarkuldar afar miklir vegna hafisa og veðrátta lcöld og stormasöm yfir sild- veiðitímann. Ef dæma á sildveiðarnar ótrygga og hættulega atvinnugrein fyrir það, þótt harðindi gangi yfir landið eitt lil tvö ár á tuttugu ára timabili, tel eg rangt, enda mætti þá með töluverðum sanni segja hið sama um aðrar atvinnugreinar, sem veðráttufarið hefir áhrif á. En hverjum dettur í hug t. d. að halda því fram að landbúnaðurinn sé misbrestasamur og þvi eigi að leggja á hann sérstaklega skatta — þótt óvenjuleg vorharðindi gangi og bændur séu neyddir til að kaupa kjarnfóður til þess að halda líf- inu i skepnunum og á þann hátt verða fyrir stórtjóui, er stundum virðist ætla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.