Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 7
ÆGIR 165 sama skapi, sem eignir þeirra og at- vinna verða verðminni og atvinnan ó- tryggari. Að öllu þessu athuguðu, vona eg að hið háa alþingi fallisl á tillögur Fiski- þingsins i þessu máli og afnemi útflutn- ingsgjald það af síld sem nú er iolögum. Óski hin háttvirta sjávarútvegsnefnd einhverra upplýsinga þessu máli við- víkjandi, er mér ljúft og skylt að láta þær í té, að svo miklu leyti, sem eg hefi þekkingu til. Virðingarfyllst. Jón Bergsveinsson. Til sjávarútvegsnefndar Ed. Alþingis, Reykjavik. Þetta erindi var sent sjáfarútvegsnefnd- um beggja þingdeilda. Alþingismennirnir: Björn Kristjánsson fyrv. fjármálaráðherra og bankastjóri, og Sigurður læknir Kvaran, báru fram frum- varp í efri deild um að lækka sildartoll- inn ofan í eina krónu á tunnu, en við það var ekki komandi. Með einstakri lipurð og festu tókst þeim þó loks að ná samkomulagi við aðra þingmeun um að lækka tollinn um helming eða ofan i 1,50 á tunnuna. Það var það lengsta sem komist var á þinginu 1922. Má það þrek- virki kallast, að þessi lækkun fékst, eftir þeim undirtektum sem málið fékk er það kom fyrst til umræðu i efri deild. En bæði vegna þess, að mennirnir, sem frumvarpið fluttu, eru viðurkendir ein- hverjir þeir glöggustu og hagsýnustu fjármálamenn fyrir þjóðarbúið, sem nú eiga sæti á alþingi, og eins vegna þess að hér var góður málstaður og réttlátur á ferðinni borinn fram af samviskusöm- um mönnum er sett höfðu sig inn i alla málavexti og ræddu það með óhrekjandi rökum, varð það úr að þessi lækkun fékst. En þetta er ekki nóg. Síldarútgerðar- menn verða að reyna að fá síldartollinn eða útflutningsgjaldið af sildinni afnum- ið með öllu á næsta þingi eða sett í samræmi við útflutningsg jald af öðrum útfluttum vörum landsmanna; annað er óréttlæti, sem ekki er sæmilegt að beita gegn þeim mönnum er síldarútgerð stunda. J. E. B. Skipabraut ísafjarðar. Eg geri ráð fyrir þvi, að Ægir telji það hlutverk sitt meðal annars, að geta ýmissa framkvæmda i landinu, útgerð og fiskveiðum til hagsbóta. Og með því eg hefi hvergi í blöðunum séð getið um mannvirki það, skipabraut ísatjarðar, er fullgert var hér síðastl. ár, vil eg biðja blaðið fyrir eftirfarandi grein, sem er að öllu skriflegar upplýsingar, er hr. Bárður G. Tómasson, forstöðumaður og aðal- frumkvöðull fyrirtækisins hefir látið mér i té. Tildrög og stofnun. Fyrstu tildrögin að byggingu brautarinnar má telja að byrj- að hafi í maimánuði 1916 með símskeyt- um milli bæjarstjórnar Isafjarðar og Bárðar G. Tómassonar, er þá var bú- settur í Englandi, en fluttist alkominn hingað til bæjarins þá um sumarið. 1 desember sama ár var tekið að efna til framkvæmda með því að kaupa efni, mæla dýpi og land fyrir brautina, og þá jafnframt haft i huga, að nægilegt pláss yrði fyrir skipabyggingarstöð ásamt vænt- anlegri vélavinnustofu. Eftir itarlega at- hugun og rannnsókn var Torfunesið, hér

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.