Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 4
162 ÆGIR Jifa og voru á alþingi eða í stjórn lands- ins 1907 og voru svo framsýnir að sfyrkja sildveiðar innlendra manna á áðurnefnd- an hátt, geta með ánægju litið til baka yfir þetta tímabil og séð að íslenzku síld- veiðarnar hafa ekki brugðist þeim von- um er gerðar voru til þeirra. Þegar það er nú athugað, hvað mikl- um framförum síldveiðarnar tóku á þeim stutta tíma, sem íslendingar hafa rekið þær sem atvinnugrein og að af síldveið- unum leiðir margskonar aulun viðskifti og þar með atvinna bæði innaulands og utan, er óhjákvæmilega setur fjármuni manna í hreyfingu, bæði innlendra manna og útlendra og það er einmitt hreyíing fjármunanna, sem nauðsynleg er á erfið- leikatímunum eins og þeim, er nú ganga yfir, þá er næsta óskiljanleg sú breyting sem orðið hefir á hugarfari sumra manna til innlendra síldveiða nú í seinni tið og má í því sambandi sérstaklega benda á stjórnarfrumvarp, sem lagt var fyrir hið háa alþingi 1921 um útflutningsgjald af síld og gert var að lögum á s. 1. ári. I greinargerðinni fyrir þvi frumvarpi er frá stjórnarinnar hendi réttilega bent á, að útflutningsgjald af framleiðsluvör- um landsins, muni draga úr framleiðsl- unni og það því fremur sem gjaldið er hærra. Stjórnin tekur það fram í þess- ari greinargerð sinni, að leggja beri alla alúð við aukning framleiðslunnar og að forðast beri að leggja stein i götu henn- ar eftir því sem við verður komið, sér- staklega eins og nú (í fyrra) standa sakir. Þegar stjórnin hefir lýst þessari skoðun sinni töluvert ýtarlegar en hér er vikið, bætir hún við: »Það sem tekið er fram hér að ofan, virðist þó ekki leiða til þess, að ástæða sé til að afnema útflutningsgjaldið af síld, bæði af því að hún er eigi enn neyzluvara hér innanlands og einkum af þvi, ad hin síðustu ár, virðast hafa sýnf það, að erlendur markaður fyrir sild er alltakmarkaður. Rað er því naum- ast mikil ástæða til, að leggja kapp á að auka framleiðslu hennar og það, að því síður, sem síldveiðin hefir reynst mjög misbrestasöm og oft valdið mikl- um skaða, þótt stundum hafi verið mik- ið í aðra hönd, Enn má og á það líta, að sildveiðar draga mjög vinnukraftinn frá hinum atvinnuvegunum, einkum landbúnaðinum, og þegar sildveiðarnar ganga tregt, veldur það miklu tjóni. Þá ber og þess að geta, að útflutningsgjaldið af sild er sá skattur, sem útlendingar greiða hlutfallslega mest af, allra hér- lendra skatta og að síldveiðarnar eru reknar hér svo skamman tíma af ár- inu, að þær geta naumast talist atvinnu- vegur«. Eg vil nú leyfa mér að athuga þessar ástæður stjórnarinnar nokkuð, í þeirri von að málið mættí skýrast ofurlítið við það. Fyrsta ástæðan: að rétt sé að halda útflutningsgjaldinu í 3 krónum af tunnu, af því að síldin sé ekki neyzluvara hér innanlands, er engin ástæða, vegna þess að útflutningsgjald af síld, sem neytt er í landinu, kemur málinu bókstaflega ekkert við. Önnur ástæðan: að síðustu árin hafi erlendur markaður verið mjög takmark- aður fyrir síld. Þá er þar til að svara, að svo mun það vera með fleiri vöru- tegundir en sildina, að erviðlega gangi með sölu á, og mætti nefna dæmi því til sönnunar, þótt ástæðalaust virðist að nefna þau hér. En vert er að athuga það, að vegna ýmiskonar örðugleika i verzlun og siglingum á stríðsárunum, söfnuðust saman óhernju birgðir af síld, bæði i Noregi og viðar og, að þegar út- flutningshöftunum létti af og hægt varð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.