Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 10
168 ÆGIR mín. eftir að undirbúningnum er lokið. Um smástraumsflóð er 8 feta dýpi á fremri enda vagnsins, svo unt er að setja 30—40 lesta báta í hverju flóði. Þá báta má vinda á land með tvöföldum virstreng en séu þeir stærri, verður að margfalda strenginn. Geta má þess að skipabrautin tekur 200 krónur fyrir vanalega setning á bát. (upp og niðursetning) og auk þess 10 krónur fyrir dag hvern, sem skipið stend- ur á vagninum. Ef skipið er tekið á hliðarbraut til stærri viðgerðar eða vetr- ar-geymslu, kostar það 500 kr. en dag- peningar eru þá engir greiddir. Isafírði 26. nóv. 1922 Kr. J. Styrkveitingar er Fiskifélag lslands hefir greitt á árinu 1922. Til kaupþingsins .......... kr. 2250,00 (áður greitt 750 kr.). — að læra að rétta áttavita — 400,00 — sjóvinnunámsskeiðs á Húsavík ................ — 200,00 — mótornámsskeiðs á Ak- ureyri ................. — 887,44 — sundlaugar á Eskifirði ... — 500,00 — stýrimannanámsskeiðs á Eskifirði .............. — 500,00 — vitaáVatnsnesi(Keflavik) — 3000,00 — laxaklaks............... — 1000,00 — botnnótagerðar.......... — 1000,00 Lánað til Hvanneyrarvita ... — 4000,00 Til bryggju í Keflavík .... — 3000,00 — stýrimannanámsskeiðs á ísafirði................ — 1037,50 — leiðarmerkja á Eyrar- bakka .................. - 400,00 Kr. 18174,94 Lánið til Hvanneyjarvitans verður end- urgreitt eftir nýjár. Skýrsla lil Fiskifélags íslands, um námsskeið í sldglingafræði, sem fiskideildin hér, lét halda í haust, með samþykki Fiskifé- lagsstjórnarinnar í Reykjavík. Námsskeiðið byrjaði 2. október og stóð yfir til 25. nóvember þ. á. Á náms- skeiðinu voru 10 nemendur þar af tóku skipstjórapróf á smáskipum 9 nemendur og fengu i aðaleinkun: 4 31 stig, 1 30 stig, 1 29 stig, 2 28 stig og 1 25 stig. Einn gekk ekki undir prót. Við kensluna var notuð kenslubók í siglingafræði eftir skólastjóra Pál Hall- dórsson. Kenslutíminn var 6 kl.st á dag. Kennari var ráðinn Eirikur Einarsson. Kostnaður við námsskeiðið var sam- kvæmt meðfylgjandi reikningi kr. 1037,50 — eitt þúsund þrjátíu og sjö krónur og fimtíu aurar. — ísafirði, 30. nóvember 1922. Eirtkur Einarsson. Aðaltundur Fiskifélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 14. fe- brúar 1923 i kaupþingssalnum. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Stjórnfn. Ritstjóri Sveinbjörn Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.