Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 3

Ægir - 01.12.1922, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 15. árg. Reykjavik, Dasember 1922. Nr. 12. Ægir óskar lesendum sínum gledilegs nýárs. */*.-*/+/*;*/*;*/*/*/*'/ æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/a T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆZÆ' Erindi tii alþingis. Á fundi Fiskiþingsins 23. febrúar 1922 var eftirfarandi tillaga borin frara og saraþvkt. »Fiskiþingið skorar á alþingi að af- neraa útflutningsgjald það af síld, sem nú er í lögura eða lækka það svo, að það verði ekki hærra en af öðrura út- fluttum vörum«. Út af þessari tillögu var síðasta al- þingi skrifað eftirfarandi: Skömmu eftirað Fiskiveiðasjóðurinn var stofnaður, eða með lögunum um útflntn- ingsgjald frá 31. júlí 1907, er í annari grein nefndra laga gert ráð fyrir að 10% af útflutningsgjaldi af síld, — sem þá var hækkað úr 20 upp í 50 aura á tunnu, skuli greiða í Fiskiveiðasjóð íslands »og skal því varið til eflingar sildarútvegi inn- lendra manna«, segir í áminstri lagagrein. Þetta sýnir máske betur en nokkuð annað, að skoðun þings og stjórnar á þeim tíma hefir verið sú, að síldarveiðar væri atvinnuvegur, sem vert væri að gefa gaum og styrkja; enda er það at- vinnugrein sem með töluverðum sanni má segja um, að hafi opnað nýja marg- þætta leið i íslensku atvinnulifi. Að síldveiðarnar hafi verið þess trausts og þeirra vona maklegar, sem þing og stjórn gerði til þeirra, sem lýsti sér i því að veiltur var til þeirra áminstur styrkur, getur tæplega dulist nokkrum manni, sem fylgst hefir með í því, hve stórkostlegum framförum atvinnuvegur- inn tók meðan hann var rekinn án ihlutunar utanaðkomandi afla. Samkvæmt verzlunarskýrslunum var útflutningur af síld Islendinga árið 1906, 20,025 tunnur, en árið 1916, 201,557 Árið 1916 eru lslendingar eigendur að töluvert meira en helmingi allrar útfluttr- ar sildrar og er það fyrsta skifti, að þeir hafa náð því marki. 1906 voru svo að segja engar söltunarstöðvar til á landinu, sem voru eign íslendinga en 1916 áttu landsmenn bryggjur og ýmiskonar áhöld tilheyrandi atvinnurekstrinum, sem var miljóna virði, og alt þrátt fyrir óhag- stæð láns og vaxlakjör á frumbýlisárun- um t. d. 1908, þegar útlánsvextir kom- ust upp í 8 af hundraði. Það er óhætt að fullyrða, að engin atvinnugrein hefir tekið jafnmiklum stór- kostlegum framförum á Islandi eins og sildveiðarnar tóku á tímabilinu 1906 til 1916 og efasamt hvort aðrar þjóðir geti bent á meiri framfarir hjá sér í nokk- urri atvinnugrein ef miðað er við þjóð- arauð og fólksfjölda. Þeir menn, sem nú

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.