Ægir - 01.05.1925, Síða 7
ÆGIR
85
áður getur, fer oft svo, að ýmsar truíl-
anir i loftstraumum geta breytt veðri á
annan veg en auðið var að sjá fyrir, en
það er ekki oft nú orðið og verður sjaldn-
ar og sjaldnar.
Þegar svo er komið, verður næst að
athuga hvernig hún bezt geti komið að
liði í veiðislöðum.
Vil eg þá benda á, að tími er nú
kominn til, að aðvörunarmerki séu dreg-
in upp þar, þegar stöðin fyrirskipar að
gera svo, eða skeyti frá henni sýna, að
þess sé þörf. Skeð getur að aðvörunar-
merkin verði dregin upp og sjóveður
virðist vera eða verði, en þau benda á
hættu og geta orðið til þess að formenn
komi saman og ræði um útlit og reyndir
menn segi álit sitt. Það verður affara-
sælla en hver fari sínu fram, einn út af
fyrir sig, og reyndir menn sóma síns
vegna verði að elta óreyndan, djarfan
formann, sein fer hugsunarlaust út á
sjóinn og hefir ekki þekkingu þá á út-
liti, sem eldri og reyndari menn hafa.
Það eitt er full ástæða til, að þessu sé
komið í framkvæmd. Þá hefir það atriði
ekki verið forsómað, hvernig sem það
verður notað.
Fáist ekki leiðarljós á þann stað, þar
sem skiptapar verða árlega sökum þess
það vantar, og fáist ekki aðvörunar-
merki í aðalvetrarveiðistöðvar — hvað
fæst þá til þess að afstýra slysum, og til
hvers er verið að kjósa nefndir og halda
fundi um björgunarmál í uppljómuðum
hlýjum stofum, tala um kaup á björg-
unarbátum, sem aldrei hefðu verið kall-
aðir í öllum þeim tilfellum, sem mann-
skaðar og tjón hafa orðið á þessu nefnda
svæði? Að likindum verður borið við, að
peninga vanti; það er ekki ráð til þess,
en landið hefir þó ráð til að missa fjölda
manns i sjóinn, það er skrítinn reikn-
ingur. Áttavitar eru meira eða minna
vitlausir á flestum mótoibátum og það
eykur hætluna, þegar formönnum er
skekkjan elcki ljós. Nú er sumarið að
byrja og verður þá að koma i ljós hvort
það sé alvara og einlægur vilji manna
að slysum sé reynt að afstýro, og sé
það ljóst, að landið hefir ekki ráð til
að missa unga hrausta menn eins og
vcrið hefir síðustu árin. Bíðið ekki þang-
að til nefndin skilar af sér. Það er ofseint
að hefjast handa þá, því mörg slys geta
orðið á nefndu svæði á sex vikum.
Að björgunarskip hefði bækistöðu sína
á höfninni við Sandgerði á vertíðinni ætti
að vera áhugamál allra, er um þetta vel-
ferðarmál hugsa, en hér verður ekki
farið út í það atriði.
Minnast verður á, að sökum þess hve
kompásar sýna skakkar stefnur á flest-
um mótorbátum og vart auoið að halda
þeim réttum, þá verður sigling til lands
i dimmviðri oflast hæltuleg einkum þeim,
sem eru að byrja formensku í Sandgerði.
Lóðið er ávalt leiðbeining, en mér er
kunnugt, að á vetrarvertið síðustu hafði
formaðui’ einn, þurran kompás, f.sprilt-
lausan) frammi í hásetaklefa, auk þess,
er stýrt var eftir. Reyndist kompásinn
þurri réttur, alla vertiðina, og vissi for-
maður ávalt hve mikil skekkja hins var
og hagaði stefnum eftir þvi.
Eitt verða menn að hafa fast í huga;
er það stærsti liður alls þess, er nefnt er
björgunarstarf, björgunarmál eða aðstoð
veitt á sjó. Sá liður er áhugi, athuganir
og góður vilji formanna að færa sér í
nyt alt það, sem bent er á, og sannan-
legt er að geti i kröppum dans orðið
að notum, gleyma aldrei lóðinu, logginu
né öðru er leiðbeiningu gefur, og svo er
aðalatrið, að muna það, að takmörk eru
fyrir, hvað bjóða má mótorbátum i
skammdegis veðraham hér við land.
Hinn 22. apríl s. 1. var Járviðri á Ntw-